Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1927, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.02.1927, Blaðsíða 7
B J A R M I 35 vesaldóm, en hjá æðri stjeltununi sje trúarleitin af miklu göfugvi rótum runnÍD. í fám orðum sagt: hók þessi er fróðleg, bjartsýn, göfgandi og hvetj- andi, og ætti skilið mikla úthreiðslu meðal þeirra er skilja ensku eða dönsku. Kverið Og kristindömsfræðslan, Jeg skrifaði sra Birni á Auðkúlu, einhvern tíma í haust sem leið, að ef hann færi að mæla með nýrri trúar- játningu í Bjarma, mundi jeg snd- mæla því kröftuglega. En þegar las grein hans, er korn í siðasta hlafli og íhugaði málið betur, þá fanst mjer óþarfi að eyða mörgum orðum um málið. Orsökin er sú, að jeg lield að uppástungan sje andvana fædd, og hvorki dr. J. H. nje nokk- ur annar af aðalleiðtogum þjóðkirkju vorrar komi til hugar að það sje hlutverk þeirra að fara að endurbæta eða umsemja elstu og almennustu trúarjátningu kristninnar um allan heim. Nóg er samt til að deila um, þólt íslenska þjóðkirkjan taki ekki upp á því að sernja spánýja trúar- játningu, sem menn gætu auðvitað aldrei orðið sammála um. Jeg sje heldnr ekki hvers vegna postullega trúarjátningin má ekki vera í kverinu, úr þvi fermingarbörn eiga að læra hana, m. k. væri það enginn ljettir fyrir prestana og börnin. Annars blanda jeg mjer ekki í deilu þeirra sra Björns annars vegar og Baldvins i Helguhvammi og sra Lúðvígs á Breiðabólstað hins vegar, en nota tækifærið til að tala um »kvermálið« alment frá rnínu sjón- armiði. I. Kvermálið er orðið vandræðamál. Kennaraskólinn og guðfræðisdeild háskólans hafa lagst á eitt um all- langt skeið í því að koma inn óbeit á kverlærdómi barna cinmitt hjá þeim, sem æltu sjerstaklega að sjá um hann, kennurunum og prestunum. Á hinn bóginn vilja fjölmargir for- eldrar og ílestir rosknir prestar, að börnin iæri kverið undir fermingu, og komið hefir það fyrir að prestur, sem kærði sig ekkert nm kverkenslu fyrstu prestskapar ár sín, breylti al- veg um og heimtaði að barnakennar- ar í prestakalli hans kendu kverið. Hann hafði rekið sig á, að því er hann sjálfur sagði, að fermingarbörn, sem ekki höföu læit kver, »vissu ekkert úr kristnum fræðum«. Hefðu nðfinningarnar og óbeilin á kverinu hjá lærisveinum fyrnefndra skóla snúist aðallega gegn gamla þnlulærdómnum, þá hefði það ekki vahlið neinum deilnm. Pað eru miklu fleiri en sra Jón heilinn Bjarnason i Winnipeg, sem fara þungum orðum um hann, og gremst að hugsa um, hvað það var tílt fyrrum að börnum var »refsað« með kverinu, skipað að læra utan- bókar langa kafla, er þau höfðn eitt- hvað brolið. Hilt hefði heldur ekki þurft að verða neilt hitamál, þótt framfara- menn heíðu stungið upp á að nýtt barnalærdómskver væri samið, er væri slyttra og tæki meira tillit til allrar núverandi aöslöðu íslenskrar kirkju á landi voru, en þau kver gera, sein nú eru notuð. En það er öðru nær en að breyl- ingartillögurnar liafi verið svo stilli- legar. Langfiestar raddiinar, sem op-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.