Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1927, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.02.1927, Blaðsíða 12
40 B J ARMI Gömul trúfræði og ný. Kverið og kirkjan. Hugleiðingar um jólin, eftir bónda i Skagaflrði. íslendingar eru að eðlisfari taldir bæði herskáir og þrætugjarnir. Ljós dæmi því til sönnunar eru i fornsögum vorum, þar sem það eru svo að segja daglegir viðburðir að ágreiningsatriði, og yfirsjónir valda blóðhefndum, blóðið er aftur borgað gulli, eða blóð var látið koma fyrir blóð. Nú eru þeir tímar löngu liðnir, að stál og blý sje notað vor á meðal til þess að jafna með deilumálin, en í þess stað er penninn og svertan ó- spart notuð, til rjettingar á milii þeirra sem eitthvað greinir á og það oft og einatt svo geyst, að i staðinn fyrir Iíkamleg meiðsli fyrrum, er mann- orði og æru misþyrmt í viðskiítum andstæðinganna. Venjulegustu og heitustu deilumál- in nú í seinni tíð eru stjórnmálin. En þess utan eru mörg fleiri deilu- mál. Menn deila nú orðið með alvöru um trúarbrögð og tilveru Drottins vors. Menn deila um hvort sá gruudvöll- ur, sem við byggjum á vor helstu trúaratriði, sje jafn ábyggilegur eins og okkur hefur verið kent. Hvort biblían sje ekki blönduð meir eða minna austurlenskum þjóðsögum. Menn deila um guðdóm Krists, hvort hann hafi verið Guðsson eða son Jósefs frá Nasaret. Hvort kraftaverk- in hans og endurlausnarverkið, sje ekki meira eða minna tilbúningur. Við leikmennirnir stöndum að jafn- aði utan við þessi deilumál. En okk- ur er ekki alveg sama hvernig þeim lyktar. Okkur er ekki alveg sama hvort skörð sjeu rifin í þá varnar- múra þar sem við sjálfir, feður vorir og þeirra feður langt fram í liðna tímann, höfum leitað og fundið skjól og athvarf i nepjufrostum og næðing- um lífsins eða þeir varnarmúrar sjeu jafnvel jafnaðir við jörðu. Og við hljótum að gera þá kröfu til þessara manna, sem vilja rífa nið- ur og veikja okkar góðu barnatrú, að þeir byggi upp anrað í staðinn. En okkur er ekki alveg sama, hvað það er. Við byggjum okkur hlý og þægileg íveruhús til verndar og skjóls voru líkamlegu iífi. Mundum við vera þeim mönnum þakklátir, sem ein- hvern góðan veðurdag kæmu til okk- ar og legðu í það að eyðileggja þau eða stór skemdi þau? Mundum viö ekki krefjast þess að þeir byggðu upp að nýju? En eins og við þörfnumst skjóls og verndunar voru líkamlega lífi,þá þörfn- umst vjer ekki síður, skjóls og at- hvarfs voru andlega lífi. Stormar og hreggviðri lífsins koma þá minst vaiir, þá er hvergi betra skjól og at- hvarf að finna, heldur en í vorri kristiiegu barnatrú, og sælir eru þeir sem hafa haua óskerta af efasemdum, það er trúin á Drottinn vorn og frels- ara, sem veitir okkur hugsvölun og hjálp í sjerhverjum þrautum lífsins. Það er við krossinn helga, sem þúsundir þúsunda af særðum og sorgmæddum hjörtum hafa Ieitað og fundið skjól og huggun á raunaslund- um lífsins, þar hafa þeir fundið þá hugsvölun og græðslu þeirra mörgu hjartasára, sem annars mundu hafa blætt til ólifis. Nú virðist hin kristilega barna- lærdómsbók okkar yngri mannanna, »Helga kverið« vera orðinn þyrnir í augum ýmsra uppfræðara æskulýðs-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.