Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1927, Blaðsíða 1

Bjarmi - 01.02.1927, Blaðsíða 1
BJARMI = KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ = XXI. árg. Reykjavík, 1. febrúar 1927. 5.-6. tbl. Eí þjer haíið trú eins og mustarðskorn, gætuð þjer sagt við móberjatrjeð: Ríf þig upp með rótum og gróðurset þig í hafinu; og það mundi hlýða yður. Lúk. 17, 6—7 Auk oss trú. Prjedikun 3. sunnud. e. þrett. 23. jan. 1927, flutt af síra Bjarna Jónssyni. Guðspjalliö: Lúk. 17, 5.—10. Hvað sögðu postularnir við Drott- in? Þeir báðu hinn rjetta um hið rjetta. Um hvað? Þeir sögðu ekki: »Lát oss heyra eitthvað nýtt um lrúna«. Þeir sögðu ekki: »Gef oss lifandi irúhneigð«. Þeir sögðu ekki: »Gef oss nýjar sannanir, svo að vjer getum trúað«. Þeir sögðu jafnvel ekki: »Gef oss trú«. Þeir áitu hana. Þeir voru með honum sjálfum. Peir heyrðu hann sjálfan tala. Þeir voru í innilegu sambandi við hann. Pað er trú, Þeir áttu liú. En þegar þeir voru mcð honum, fundu þeir, að trú þeirra var lítii. Þeir sáu tign hans og kærleika, en uin leið sáu þeir sinn eigin vanmáU, og þá langaði til, að hin litla trú gæti vaxið. Þess vegna sögðu þeir: Auk oss irá. Hvílík breyting á andlegu lífi, ef þessi bæn yrði almenn, ef allir, sem prjedika fyrir öðrum, ef allir, sem írælt geta aðra, sem geta haldið fyr- irlestra og skrifað greinar í blöð og timarit, ef þeir allir væru knúðir af þessari bæn: Auk oss trúl Það mundi margt breytast í söfnuðum vorum, ef menn ávalt hlustuðu á orðið með þessa bæn í hjarta. Er nokkur sá, er þurfi ekki að biðja þessa bæn? Það er oft talað um trúarofsa og trúarofstæki. En jeg vil spyrja: Á nokkur maður of mikla tru? Það er oft talað á þá leið, eins og þyrfti að vara við því, að trúin verði of mikil. Það er oft talað þannig um trúna, að mörgum finst þeir menn aumk- unarverðir, sem eiga rjeiia trú. En hver er sá maður, sem á of ínikla trú? — Vjer eigum ekki svo mikla trú, að það megi taka nokkuð af henni frá oss. Jeg má ekki missa trú mina. Jeg vil þá heldur ekki leita efasemd- imar uppi og bjóöa þær velkomnar. Satt að segja undrast jeg oft, að menn, sem þó vilja eiga trú, skuli hafa löngun til að hlusta á útlistanir bygðar á efasemdum og afneitun. — Jeg vil mikiu fremur leita að þvi, sem styrkir trú mína. A jeg að sækjast eftir þvf, sem styrkir eða veikir heilsu mína? Ef heilsa mín er góð, þá má jeg þó ekki bjóða henni alt. Ef lík- amleg heilsa min er i veði, þá fer jeg áreiðanlega þangað, sem jeg fæ styrkjandi meðul. Ef alt er í lagi, ef eUkert amar að, þá þarf jeg ekki að leita á mörgum stöðum að læknandi lyfjum. Þegar mjer líður vel heima hjá mjer, þá reyni jeg að gleðjast heima og njóta þess að vera heima. Pá fer jeg ekki hingað og þangað að leita að betri vistarveru. Jeg er á míuu heimili, og mig langar til að, þar veiði betra og betra að vera. — Þannig í andlegum efnum. — Jeg á mitt heimili. Jeg veit hvar jeg á

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.