Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1927, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.04.1927, Blaðsíða 3
B J A R M I 79 ina til að styðja hann í brimlöðrinu og öldurótinu, sem verið hafi við ströndina. Meira hafi hann nú ekki gert og kraftaverkið og undrið ekki verið annað en þetta. Hitt sje alt lil- búningur, vafið í umbúðir og helgi- blæ munnmælanna og trúarinnar. Þannig afklæðir vantrúin vendilega þessa sögu guðdómstign þeirri og mætti, er hún gjörir ráð fyrir hjá frelsaranum, er hún lætur hann ganga á vatninu og gjöra biö undursamlega teikn, að bjarga lærisveini sinum Pjetri frá að sökkva, með orði sinu einu. Ef það er rjett, sem hún heldur hjer fram, að ekkert yfirnáttúrlegt eða undursamlegt hafi gjörst, þá fá orð frelsarans til hinna aðþrengdu lærisveina i sjávarháskanum: »Verið hughraustir og hræðist ekki«, óneit- anlega talsvert annað og minna gildi fyrir trúarvitund vorri og tilfinningu. Þau verða þá í hæsta lagi ekki ann- að en góðlátleg hughreystingar- og uppörvunarorð ófullkomins manns til ófullkominna manna, í stað þess að vera Guðsorð og kraftarorð til allra manna og allra lærisveina Jesú á öllum tímum og öldum. Slíka afleiðingu hefir það, að sjá i Jesú aðeins jafningja sinn, eða þó að vera kynni eitthvað örlitið meira í siðgæðislegu tilliti, eins og nýmóð- insstefnurnar vilja vera láta; í stað þess að sjá i honum Guðs son, frels- ara sinn og Drottinn og guðdómlegan hjálpara á öllum hættu- og skelfinga- stundum lífsins. í*að er óhætt að fullyrða, að ef lærisveinarnir fyrstu hefðu ekki sjeð þetta í Jesú og verk- um hans, að þá hefðu frásagnirnar um hina stóru atburði trúarinnar aldrei varðveitst og geymst til vorra daga. Nei, þær hefðu þagnað og gleymst og þaö ekki þótt ómaksins vert að minnast þeirra og halda þeim á lofti. Pað væri komið svo, að ekki einu sinni þætti neitt koma til Jesú sjálfs. Hann löngu gleymdur sem öfga- og óramaður, ef það hefði ekki altaf sungið undir í meðvitund kirkj- unnar og kristninnar, hið sama sem -kvað við í hjörtum postulanna, er þeir í fyrstu sannrejmdu kraftaverkið og sögðu: »Hvilíkur er þessi, að bæði vindur og vatn hlýða honum. Sann- arlega er hann Guðs sonur, hinn fyrirheitni Messias og leiðtogi, sem í heiminn á að koma?« Að þessi játning hefir sifelt kveðið við og verið insta sannfæring og traust allra trúaðra manna, þrátt fyrir hróp og vefengingar vantrúar- innar, það er það, sem hefir gjört frásögurnar um Jesú og kraftaverk hans að sígildu fagnaðarerindi og krafta- og huggunaruppsprettu í sál- um allra kristinna manna. Eða hugsið yður afleiðingarnar af því, ef vjer sleppum þessari trú úr hjörtum vorum. Hugsið yður, ef það væri satt, að Jesús hefði aldrei getað gengið á vatninu, — aldrei tekið í hendi Pjeturs með guðdómlegum mætti til að frelsa hann frá að sökkva, — aldrei hastað á vindinn og storm- inn, svo að blíða logn varð, — aldrei yfir höfuð gjört neitt undursamlegt og dásamlegt, sem honum er eignað meðan hann gekk um hjer á jörðu, gjörði gott og græddi alla, lífgaði dauða og hjálpaði nauðstöddum. — Hugsið yður, ef þetta alt er mis- skilningur og tómur tilbúningur ó- þroskaðra, hjátrúarfullra lærisveina, fer þá ekki fleira að geta orðið mis- skilningur? Fer þá ekki upprisan sjálf að geta orðið harla vafasöm og það að hafa harla lítið að segja, þó nýja testamentið láti frelsarann segja hin huggunarfylstu orð, sem hingað hafa verið álitin fyrir alt dej’jandi, syndugt mannkyn: »Jeg lifi og þjer munuð lifa«?

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.