Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1927, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.04.1927, Blaðsíða 10
86 B J A R M 1 engum siðferðisþrótt að miðla, en lif- andi frelsari veitir þrólt og fyrirgefur syndir. (Meira). Oddur Hermannsson skrifstofustjórl andaðist 5. febr. í Kaupmannahöfn. en þar hafði hann dvalið um hríð og leitað sjer lækningar. Þegar jeg frjetti lát hans komu í huga minn þessi orð: Sárt sakna jeg þín, mjög varstu mjer hugljúfur. — Skólabræður vorum við og æskuvipir. En auk þess áttum við sameiginleg áhugamál, því að Oddur var trúaður lærisveinn Drottins, og kannaðist við trú sína, og viðtal við hann veitti mjer mikla uppörfun i starfi mínu. Jeg veit þá einnig, að það vakti gleði hjá mörg- um kirkjuræknum mönnum, að sjá Odd Hermannsson vera meðal kirkju- gesta á hverjum helgum degi, og átti hann í því sammerkt við tengdaföður sinn Jón Magnússon forsætisráðherra. Þeir voru báðir öðrum til fyrir- myndar, og jeg veit, að minningin um þá er blessuð af kirkjunnar vinum. Guð blessi minningu þeirra, sem hjer hafa kannast við Drottin fyrir mönnunum. Oddur Hermannsson var nýtur embættismaður, er starfaði með þekkingu og dugnaði í þarfir lands og þjóðar. En hann var einnig ferð- búinn, því að hann átti þann fjár- sjóð trúarinnar, sem hægt er að taka með sjer heim. Nokkru áður en hann dór skrifaði hann mjer á þessa leið: »Jeg hefi fundið, að ekki er til annað ráð en að leggja alt líf sitt í líknarhendur Drottins, trúa því, að allar ráðstafanir hans sjeu náðarráð- stafanir, sem miði manni til bless- unar, enda þótt manni falli erfitt aö beygja sig undir þær. Hann einn sjer og veit, hvað best hentar hverjúm einum«. Þegar slík játning býr í hjartanu; geta menn lifað, og þá geta menn dáið, til þess að lifa. Oddur var vakandi og starfandi ættjarðarson. Vakandi var hann í starfi sínu, og stöðugur í trú sinni. Hann gerði engann samning við hið hál/a. Sjálfur var hann heill í trú sinni, og valdi hið heila. f*ar sem hann var, var orðið orð, og maður rnaður, já var já, og nei var nei. Embætti sitt rækli hann með þekk- ingu, trúmensku og greind, og starf I hans kom fjöldanum við. En sjálfur dró hann sig burt frá fjöldanum, og var einn með Guði. Kraft til starfs sótti hann til Drott- ins, í lestur hollra og lielgra bóka, og yndi var honum að því, að dvelja í heilögu húsi Drottins, og jeg skil ósk hans og þrá, er hann skrifar: »Mikið langaði mig á jóladaginn að vera kominn i blessaða kirkjuna heima; mjer finst, að hún sje mjer svo kær«. En sæl er sú sál, sem á þá trú, er horfir heim til eilífrar gleði í hinum himneska helgidómi. Blessuð sje minning hins nýta einbættismanns, hins trúaða læri- sveins. Bj. J. Trúboðsfjelög kvenna eru nýlega stofnuð .bæði á Akureyri og Vatnsleysu- strönd. Fjelagið á Akureyri liugsar sjer sjerstaklega að styðja ungfrú Margrjetu Sveinsson, sem við og við hefir sent Bjarma frjeltabrjef frá Indlandi. Er von- andi að þeim fari fjölgandi, sem styðja kristniboð og ættu nágrannar Akureyrar að senda kristniboðsgjafir sínar forstöðu- konu trúboðsfjelagsins þar, frú Jóhönn* Pór, Oddeyri.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.