Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1927, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.05.1927, Blaðsíða 8
100 B J A R M I herinn allur inn fyrir ytri virkis- vegginn, inn í »forstað« bæjarins, en þar er kristniboðsstöðin. þetta var kl. 7 að morgni. Okkur hafði ekki orðið svefnsamt um nótt- ina og vorum að því leyti illa undir erfiði dagsins búin. Samverkamaður minn, Vík, var farinn til Laohokow nokkru áður en umsátrið hófst og var ekki heim kominn. Kventrúboði Ella Hovda, konan mín og jeg, við þrjú vorum heima. — Tveim dögum seinna sendi jeg formanninum og hinum kristniboðunum svo hljóðandi brjef: Kæru vinir! Eins og þjer munuð hafa fijetf, biðu »byltingarmenn« ósigur hjer á mánudagsmorguninn var. Hermanna- grúi fyllir nú úthverfi borgarinnar, og er aðalborgin umsetin á allar hliðar. Á mánudagsnóttina var óttaleg skot- liríð og viða kviknaði í, en allan daginn rænt ákaft og skothríð nokkur. í morgunsárinu vorum við heimsótt og varð jeg að fylgja mörgum miður kærkomnum gestum urn bústað vorn. Úr íbúðarhúsinu okkar tóku þeir samt ekki annað en nokkuð af sæng- urfötum. En geymsluhússhurðina brutu þeir upp og hjuggu upp kassa og hyrslur og lóku alt, sem þeim þóknaðist. Skipuðu þeir mjer að standa út við ytri hlið á meðan. Mestur söknuður er okkur að hafa orðið að láta hringana okkar með mörgu fleiru. Kristniboðsfjelagið hefir ekki orðið fyiir tjóni. Á meðan umsátrið stóð var fjöldi fólks hjá oss. Höfðum við biblíu- lestra með því fólki daglega, og Guð blessaði þá ríkulega. Undirbjó hann oss og kínverska vini vora þannig undir aðal-ógnirnar. Rjett áður en fyrsti ræninginn kom inu til vor, gaf Guö oss hverju um sig orð frá sjer. — E. Hovda fjekk sálm. 6,10 *). Konan min fjekk Jer. 32,41 2 * * *) og jeg Fil. 4,6 8). Og hann efndi fyrirheiti sín. Enginn ótti gagntók okkur. Friður Guðs fylti hjörtun og ríkuleg trúar- huggun, næg oss sjálfum og skjól- stæðingum vorum. Blessaður dagur. Þökk fyrir trúfasta bæn. Vík var því miður ekki heima. Við höfum átt annríkt. Eftir ósk okkar sendi yfirhershöfðinginn nokkra hermenn samdægurs til að gæta kristniboðsstöðvarinnar, og höfum við síðan verið laus við ræningja heirn- sóknir. En stöðugt er hjer gestkvæmt af háum og lágum foringjum, sem veldur fyrirhöfn. Finnum við stöðugt að fyrirbæna er þörf. Umsátrið um miðbæinn er ekki lokið. Víð erum úr allri hættu og er engin ástæða til að vera hrædd um okkur. Annars sjáum við margt og heyrum, sem ekki er hægt að færa í letur. Guð miskuni þessum þjáða lýð. Ó, að Guðs ríki komi! Tengohow, Honan, China, 21. febr. 1927. Með kærri kveðju. Ólafur Ólafsson. Viðból ritstjórans. í lok marsmánaðar var útlitið orðið svo alvarlegt, að sendi- herra Norðmanna í Peking skoraði á alla kristniboða Kínasambandsins í Hupeh og Húnan að koma tafarlaust til hafnarborga. Voru þeir alls um 80, að konum og börn- um meðtöldum. Búast norsk blöð við, að ílestir þeirra komi alveg heim, því að engum útlending verði vært fyrst um sinn í þeim hluta Kínaveldis, sem borgara- styrjöldin geysar,mest í. Má þá svo fara að Ólafur vitji íslands í sumar og geti sjálfur sagt oss meira frá þessu öllu. Á hinn bóginn láta danskir kristniboð- ar í nyrstu fylkjum Kínaveldis hiö besta yflr horfum þar. 1) Drottinn hefir heyrt grátbeiðni mína. Drottinn tekur á móti bæn minni. 2) Sjá jeg sel þessa borg í liendur tíabel kon- ungi, að hann vinni hana. 3) Verið ekki hugsjúkir um neitt o. s. frv.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.