Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1927, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.05.1927, Blaðsíða 14
106 B J A R M I Blöð og bækur. •»Straumar«. í 4. tölubl. »Strauma« eru vinsamleg ummæli í minn garð fyrir frjálslyndi, og verður Ijúft að minnast þess, ef vinsemdin skyldi sið- ar fara út um þúfur. t*að er þar haft eftir vini mínum, Á. Jóh., að jeg hafi gefið í skyn í greinum mínum i Bjarma 1925 »Lifið eftir dauðann«, að jeg tryði á »afturhvarfsmöguleika fyrir alla« eftir dauðann. En nú verð jeg að hryggja »Strauma« með, að þetta er misskilningur, svo líklega missi jeg lof þeirra aftur. Skoðun mína má sjá í Bjarma 1925, bls. 162, þar sem jeg skritaði: »Þorri kristinna manna á vorum dögum, reisir á þessum orðum (1 Pjet. 3. 18—19 og 4. 5-6) og eðli hjálpræðisins yfirleitt þær vonir, að öllum, sem ekkert vissu um Krist hjer í heimi, verði boðað erindi hans ann- ars heims, og sumir bæta við: »og öllum, sem ekki höfnuðu Guðs náð vísvitandi fyrir andlát sitt««. — Með- þessara »sumra« tel jeg mig sjálfan, eins og öll greinin sýnir. Lengra fór og fer jeg ekki, minn- ugur orða Krists, að lastmæli gegn heilögum anda verði ekki fyrirgefin í þessu lífi nje hinu tilkomanda. Og þá hefir J. J. lauslega lesið ummæli mín um bók S. S. Singhs: »Lífið eft- ir dauðann« í Bjarma 9—10. tbl. þ. á., ef honurn hefir skilist að jeg neiti eilífri glötun. Jeg benti einmitt á, efst á bls. 66, að mjer virtist S. S. S. koma f bága við biblíuna, er hann fáti í ljósi vonir um allsherjar viðreisn. Þegar sagt er að bók Sundar Singhs standi nær kenningum spiritista og nýguðfræðinga en gamal-guðfræðinga, þá sýnir það ekki annað en vanþekk- ingu á »gamal-guðt’ræði« vorra tíma. J. J. getur sjeð í 6. kafla Helgakvers að hún gleymir t. d. ekki störfum englanna. Því þarf ekki að telja það neina »andatrú«, þótt menn muni að Kristur sagði: »Hinn fátæki dó og var borinn af englum í faðm Abra- hams«. Annars væri það mikið gleðiefni, ef þessar stefnur sætu með sömu auðmýkt við fótskör frelsarans og Sundar Singh gerir. Þótt jeg hafi leiðrjett þetta og muni aðgæta fullyrðingar Benjamíns um æskufrásögur guðspjallanna, þá mega hvorki útg. »Strauma« nje aðrir ætl- ast til, að Bjarmi sje að eltast við alt, sem þar er sagt um ágreinings- atriði. Það tæki of mikiö rúm, og auk þess veit jeg að fátl kemur ung- um mönnum fremur til að fara út í öfgar en sífeldar ádeilur. Jeg vil ekki valda því að þeim verði alt of erfitt að snúa síðar við, er lífsreynslan hefir gagnrýnt vanhugsaðar efasemdakenn- ingar. — Jeg hefi sjálfur verið guð- fræðisstúdent með ýmsar efasemdir, og skil útg. »Strauma« betur en þeir liklega halda. En lán tel jeg að jeg fór ekki með þær efasemdir í blöðin eða á mannfundi. Það er ekkert sþaug, að andmæla fyrri fullyrðingum sjálfs sin. En miklu alvarlegra er þó hitt, að ganga með þær minningar til æfi- loka, að hafa sáð sæði efasemda og vantrúar í hjörtu ýmsra smælingja, sem engin tök höfðu á að verjast því, að það sæði yrði að illgresi. — Pað er gott að ungur rnaður sje ötull og áræðinn, en það er hvorki gott nje hyggilegt að hann fari að kenna öðrum það, sem hann er sjálfur ný- byrjaður að læra; og um trúmál ætlu þeir sem fæst að tala, sem litlu hata öðru að miðla en kaldlyndum að- finningumi. Líklega er það mest tjón fyrir sjálfa þá, en getur og skaðað fleiri.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.