Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1927, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.05.1927, Blaðsíða 12
104 B J A R M I íhuganir Yið biblíulestur eftir sra Björn O. Björnsson. (Niðurl.) Við hina trúfastlegu, elskandi til- raun þína, til að nálgast meistara þinn í líferni þínu, eftir hans orðum, ertu einn heilladag kominn til lifandi sannfæringar um, að þú sjert að komast í innilegt samræmi við til- veruna; Jesú vilji sje Guðs eigin vilji og að Guðs vilji sje farinn að búa í sjálfum þjer. Þú hefir náð í grannan og veikan enda og fikrað þig varlega eftir honum, gætandi þess af alúð að sleppa honum ekki; og taugin er að smágildna og styrkjast, eftir því sem þú rekur þig eftir henni, og er minst varir ertu kominn í svo að segja óslítandi samband við himin- inn, hina eilífu, sönnu tilveru. Hið I andlega, eilífa, er orðinn veruleikur í huga þínum, alt öðruvísi en áður var. Þjer er orðin unun og nautn i því, að vinna að ýmislegu, sem Guðs ríki tilheyrir og áður var þjer byrði. Pú öðlast í hugskoti þínu upplýs- ingu, er kviknar með leifturljóma fagnaðar og skilnings, og logar og lýsir síðan stilt og skært — um Guð og vilja hans, um Jesúm Krist, um tilveruna og um meðbræður þína, að þeir eru raunverulegir bræður þínir og Jesú Krists, en börn föður yðar, sem er á himnum; hans, sem þráir oss öll með föðurlegum kærleika. Og þú finnur, að þú ert kallaður ómótstæðilegri köllun, til þess að reyna að greiða hinum eilifa kær- leika veg að öllum náungum þínum, jafnvel þeim, er geðjast verst hold- legri náttúru þinni; greiða veg hinum eilífa kærleika, sem samstarfsmaður og elskandi lærisveinn Jesú Krists. »Jeg mun sjálfur birtast honum«, segir Jesús Kristur. Hinn elskandi lærisveinn, sem hugfanginn, en þó í margvíslegum veikleika, reynir í trú- festi að vera raunverulegur lærisveinn, hann á fyrirheit meistara síns um, að í honum muni vaxa við hina eiu- lægu viðleitni hans, einskonar nýtt skilningarvit, sem gefi honum að finna til meistara síns sem lifandi veruleika, lifandi anda, lifandi Drott- ins. Og við vitum það: þetta hefir reynst þannig. Ótal helgir menn votta það, en líferni þeirra votlar, að þeir ljúga ekki. — Bróðirl Laða þig ekki veiðlaunin: að verða næmari fyrir elsku föður þíns á himnum og Drottins þíns Jesú Krists; að sjá á nýjan og full- komnari hátt hinn guðiega kærleika, sem er fyrir alla, ætlaður öllum, vill vinna alla, hefir liðið fyrir alla, þráir alla. — »Svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf sinn eingetinn son, til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf«. — Bróðir! Höldum boðorð Jesú. Hugsum um það á hverjum degi, að læra af honum. Látum það verða óaðskiljanlegan hluta af okkur, þetla : að reyna að læra af Jesú Kristi. Okkar daglega áhugamál. Svo sannar- lega sem Við þráum meiri trúar- reynslu, tökum okkur þá fram sem elskandi lærisveinar. — »Sá, sem hefir boðorð min og heldur þau, hann er sá, sem elskar mig. En sá, sem elskar mig, mun verða elskaður af föður mínum, og jeg mun elska hann og sjálfur birtast honum«. — Bróðir! Kveikja ekki orð þessi heilagt kapp í þjer? Er ekki tilvinn- andi að berjast? Fer ekki þín helg- asta þrá að lyfta við höfðinu? Svíktu hana ekki, bróðir! Snúðu ekki við henni bakinu. Láttu hana eklci vesl- ast upp af afskiftaleysi. Trúðu henni, treystu henni. Fylgdu henni, því að

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.