Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1927, Blaðsíða 15

Bjarmi - 01.05.1927, Blaðsíða 15
B J A R M I 107 Trúmálabókum og trúmálagreinum fer töluvert fjölgandi. Hafa Bjarma nýlega borist 4 bækur til umtals og frjett hefir hann um fleiri. y>Dœmalaus kirkjaa og »Guðs son kallarct. heita 2 bæklingar, sem aðallega eru skrifaðir gegn bækling sra Gunnars á Saurbæ: »Var Jesús sonar Jósefs ?« Er eftirtektarvert að þeir eru báðir eflir leikmenn, sem þannig verða á undan guðfræðingum til að andmæla sra G. B. Fyrra ritið er eftir Sigmund Sveins- son, umsjónarmann í barnaskóla Reykjavíkur, og er þar alvarlega fund- ið að við Ieiðtoga nýguðfræðinnar hjerlendis. Vakti ritið þegar í stað þá eftirtekt, að fyrsta daginn, sem það var á boðstólum, seldust yfir 500 eintök á götum Reykjavíkur, og þyk- ir það óvenjulega greið sala. Senni- lega reyna samt nýguðfræðingar að i »þegja það í hel«. Hitt ritið er eftir Sæmund Sigfús- son umferða-bóksala, er það aðallega ljúfmannlegur vitnisburður um trú höfundarins; en galla telur Bjarmi að þar skuli vera amast við barna- skírn. Eru efasemdir um hana svo víða á ferð, að undarlegt má heita, að enginn prestur skuli gera það að blaöamáli. — Annars væri fróðlegt að vita hvort þjóðkirkjan er svo rúmgóð, að stjórn hennar ljeti af- skiftalaust, ef þjónandi prestur ljeti endurskírast. Hver veit nema einhver nýguðfræðingur taki upp á því. Væru þeir samkvæmir sjálfum sjer, mætti þeim finnast barnaskirn »of gamal- dags« og þýðingarlítil. y>Krislindómurinn« heitir allstór bók (220 bls.), sem sra Ásmundur Guð- mundsson á Eiðum hefir íslenskað. — »Das Wesen des Christentums« heitir bókin á frummálinu. — Eru það nýguðfræðis-fyrirlestrar, sem Harnack prófessor flutti í Berlínar háskóla fyrir 27 árum, og vöktu þá mikla eftirtekt og deilur. Jón biskup Helgason skrifar lof- samlegan formála með þessari íslensku þýðingu, og telur bókina »siórfclda vörn fyrir fagnaðarbodskap Jesú«, enda þótt þar standi meðal annars: »Sonurinn á ekki heima i fagnaðar- erindinu. eins og Jesús hefir flutl oss það, heldur faðirinn einnn. — Bjarmi er á alt öðru máli uin þær fullyrð- ingar báðar, en telur ekki ástæðu til að fjölyrða um það að sinni, þar sem óliklegt er, að alþýða manna hjerlendis lesi mikið þessa bók nú, svo langa löngu eftir fyrstu útkomu hennar. Samt má telja líklegt, að prestarn- ir í Landakoti segi eitthvað nm hana, svo þungorður er Harnack í garð I kaþólsku kirkjunnar. Segir hann t. d. að húnsje jafnvel »gagnstæð fagnað- aðarerindinu f grundvallaratriðu«m. (bls. 192). »Röksemdir Roger’sa hefir Árni Jó- hannsson snúið úr ensku og »Norð- urljósið« sjerprentað. Er þar á alþýð- legan hátt sýnt fram á, að visindin þurfa ekki að vera að hártoga sköp- unarsögu biblíunnar. Þá eru loks útkomnir fyrirlestrar Lúðviks Guðmundssonar, auknir og endurskoðaðir, út af vígslu-neitun biskups. Kvað þar vera endurprentað allmikið af svæsnustu nýguðfræð- isköílunum í gömlum ritgerðum biskups, en ofboð er hætt við að eftirspurn eftir bókinni verði samt lítil víðar en í höfuðstaðnum. Annars hefir bókin ekki verið send Bjarma, og því ekki ástæða til að segja meira um hana nú.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.