Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1927, Blaðsíða 16

Bjarmi - 01.05.1927, Blaðsíða 16
108 B J A R M I Hvert fóru þau? Hvar eru bænabörnin roín? Hvar blunda þau í nótt? Láttu þau Drottinn leita þín, leyf þeirn að sofna rótt. Vaktu yfir þeim, herra hár með helgri engla sveit og græddu þeirra sorgarsár að sefist mæðan heit. Láttu þau dreyma Ijós og yl og lífsins besta hnoss. Pó mörg sje heimsins mæðan til og mæti böl og kroSs. Gefðu að beiskju bikar súr í botn sje tæmdur þeim, og leys þau þungri þrenging úr og þau frá illu geym. O Drottinn Jesús þökk sje þjer þú gefur líkn í þraut. Pú barna þinna þarfir sjer á þyrnum stráðri braut. Pú sendir hjálp á hentri tið að hugga þreytta sál. ' Pín guðleg náð og gæska blíð gefur oss bænarmál. Ó livilík svölun særðri önd að sjá þig DrotlinD kær. Rú styrkir líf og stýrir hönd og stendur beygðum nær. Ó, herra Jesús, heyröu mig, jeg hrópa af ást og trú. Lát börnin kæru líta þig, líknandi hjá þeim bú. Snú þeirra sorg í sælu-tár, er sólin vermir blíð. Blessa þau Drottinn daga’ og ár, dygðablómum þau skrýð. Ó heilög þrenning himnum á, mitt hjarta lítur þjer. Vertu sorgmæddum vinum hjá, vis þá sigurinn er. Láttu þau sanna sælu fá i sólardýrð hjá þjer. Huggaðu hvern sem þrautir þjá. Pökk og vegsemd þjer ber! Iíelga Sigurðardótlir Iloísncsi, Öræfum. Heima. Sra Árni Jóhannesson í Greni- vík dó 4. maí, eftir langvinn veikindi. Hann var fæddur 1859, tók embættispróf 1888 og fjekk Þönglabakka sama ár. Árið 1892 var honum veitt Höföi og Grenivík. Kona hans er Valgerður K. Guðmunds- dóttir, bónda á Brettingsstöðum. Nú á Laufás-prestur að bæta öllu Grenivíkur-prestakalli við sig og Þöngla- bakka í viðbót, og verður þá Laufás eitt af allra erfiðustu prestaköllum landsins. Enda sækir ekki nema einn maður um það nú, sra Björn O. Björnsson í Ásum. Sra Jón N. Jólianncssen hlaut kosningu að Staðarhrauni og er nú það brauð veitt honum. Erlendis. B i b 1 i u h ú s er verið að reisa í Jerú- salem, aðallega fyrir gjafir frá Bandaríkj- um og Englandi. Á þar að vera miðstöð útbreiðslu ritningarinnar í Vestur-Asíu. Landstjórnin í Gyðingalandi lagði horn- stein þess í vetur, en Mac Imes, biskup í Jerúsalem, flutti aðalræðuna. Viðstaddir voru biskupar frá grísku, armenísku, koptisku og sýrlensku kirkjunum; og auk þeirra fjöldi kristniboða og fulltrúa, þar á meöal ábóli frá Abysseníu. Gyðingar eru að reisa samkunduhús mikiö i borginni, hið virðulegasta í heimi, — lóðin ein kostaði 58 þús. dollara og boöið hafa þeir Iram fje til að eudurreisa musterið forna, ef þeir fongju Móríahæð, en bæjarstjórn synjaði um lóðina. Með hverju ári stórfjölgar ferðamönn- um og inuflytjendum í Palestínu. — Síma- fólkiú við bæjarsímann í Jerúsalem verð- ur að vera vel að sjer í tungumálum, því er sem sje skylt að svara áll málum: arabisku,armenisku,ensku, frönsku,grísku, hebresku, ítölsku, rúmönsku, spönsku, ungversku og þýsku. Blaðið er fullprentað 7. mai. Útgefandi: Signrbjörn Á. Gfslason. Prcntsmiðjan tiutcnberg.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.