Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1927, Blaðsíða 1

Bjarmi - 01.05.1927, Blaðsíða 1
BJARMI KRISTILEGT WE I MILIS B LAÐ =É XXI. árg. Reykjavík, 1. maí 1927. 13.—14. tbl. „Hann er friðþæging fyrir syndir vorar og ekki einungis fyrir vorar syndir, heldur líka fyrir syndir alls heimsins". — (I. Jóh. 2. 2). Frelsarinn - og syndarinn. Ræöa fíutt að ReynivöIIum, sunnudagiun í föstuinngang 1927, af sra Halldórí Jónssyni sóknarpresti þar. Guðspjallið: Lúk. 18. 31—34. Jesús er að segja lærisveinum sfn- um fyrir kvöl sína og krossdauða. Hann er að gera þeim kunnar þær hörmungar, sem honum mundi mæta, og vissulega til þess, að þeir gætu betur verið við því búnir, að taka þeim. hryllilegu atburðum, er þá bæri að, en ella. Guðspjallið segir oss jafnframt, að þeir hafi ekki skilið þessi orð hans og finst oss það ekki óeðlilegt, því sú meðferð, er Jesús sagði beim, að hann mundi verða fyrir, var síst þann veg, að hann ætti hana skilið. Það var aðalástæðan til þess, að þeir ekki skildu orð hans, að þeir vissu, sem var, að í stað kvala og pyntinga átti hann af öllum skylda elsku og aðdáun. Lærisveinarnir skildu ekki þessa atburði fyr en þeir voru aug- liti til auglitis við veruleikann sjálfan. En þessi orð sem önnur urðu þeim umhugsunarefni eigi lítið. Og um það ber vitni meðal annars, að þau hafa varðveist alt til þessa dags. Með áminstum orðum er Jesús að benda lærisveinum sinum á aðalstarf sitt til syndalausnar sjerhverjum iðr- andi syndara, er ekki varð af hendi leyst, án þess að ganga gegnum þær hörmungar, er hann var að lýsa fyrir þeim. Þetta skildu lærisveinarnir sið- ar mæta vel, og því var hinn kross- festi og upprisni frelsari, aðalinn- tak boðskapar þeirra er þeir fóru að skila sinum postullegu erindum í hans nafni. Og postulinn Þáll, er var gagntek- inn af endurlausnarstarfi Jesú Krists, fann, að þessi aðalskylda lá á honum, að boða Jesúm Kríst og hann kross- festan og þessa skyldu leysti hann af hendi, eigi með nauðung, heldur af frjálsum vilja, með þeirri meðvitund, að hann sjálfur hefði verið til náöar tekinn fyrir þessa sömu náð. Og það er bessf starfsemi Jesú, sem vissulega á að boða bæði i tíma og ótíma, endurlausnarstarfsemi hans og þess vegna ómakleg kvöl hans og krossdauði. Þann sannleika þarf að boða meðal syndugra manna sí og æ, aö svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf sinn eingetinn son, til þess, að hver, sem á hann trúir, ekki skyldi glatast, heldur hafa eilfft líf. Og nm glötun í neinum skilningi getur ekki verið að ræða nema í syndum og afleiðingum synda. í guðspjallinu segir, að lærisvein- arnir hafi ekki skilið Jesú orð. Þeir eru nú ekki einir um það skilnings- leysi, því enginn skilur þá fórn, sem Jesú flutti til frelsunar syndugum manni. Enginn skilur, hvers vegna hann varð að taka vorar misgerðir á

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.