Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1927, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.07.1927, Blaðsíða 2
142 BJARMI Erindi lærisyeinanna, Synodus-prjedikun flutt í dómkirkjunni 27. júni 1927 af síra Fr. Ilallgrímssijni. »Eins og faðirinn liefir sent mig, eins sencli jeg lika yðiirtf. jóu. 20, 21. Guð er altaf að starfa. — En hvernig starfar Guð? — Við þekkj- um að eins þann örlitla þátt af starfi hans, sem fram fer á þessari jörðu — og það þekkjum við þó ekki nema að nokkru leyti. En ef við gefum gaum að því, sem okkur er sagt í heilagri ritningu um starf Guðs, þá sjáum við, að þegar Guð vill lagfæra eitthvað, sem aflaga fer, eða koma einhverri nýrri hreyf- ingu af stað, þá hefir hann altaf þá aðferð, að hann velur einhvern, sem hann ber traust til, og felur honurn verkið, — lætur hann gera það að áhugamáli lífs sins. Þegar hann ætlaði sjer að flytja hóp af kúguðum og þreklitlum þræla- lýð burt úr Egyptalandi, til þess að gera það fólk að voldugri þjóð og verkfæri sínu, til þess að vinna þýð- ingarmikið verk meðal þjóðanna, þá valdi hann mann, sem hann undir- bjó fyrst árum saman, og sendi hann svo til að vinna verkið. Sá maður var Móse; æfistarf hans var það, að vera foringi, löggjafi og menningar- frömuður þjóðarinnar útvöldu, Aldir liðu. Þjóðin útvalda var komin á hæsta stig valda og auð- legðar. Þá kom það ólán fyrir hana, að hún skiftist i tvö andstæð ríki. Og í öðru ríkinu tók hverflyndur og óvitur konungur sjer heiðna drottn- ingu og leyfði henni að flytja and- styggilegustu skurðgoðadýrkun inn i landið. — Þá þurfti Guð að taka í taumana og koma vitinu fyrir þjóð- ina afvegaleiddu. Og til þess valdi hann góðan og hugprúðan mann, sem gerði það að æfistarfi sínu, að boða henni veg lífsins, og talaði af svo miklum krafti eldheitrar trúar- sannfæringar, að konungurinn skelfd- ist og fólkið hlustaði hugfangið, og sá villu sína. Pessi maður var Elía. Enn liðu aldir, og fylling tímans fór í hönd. Þjóðin var búin að vera spámannalaus í 4 aldir, og ofstækis- fullir Farísear og trúlitlir Saddúkear toguðust á um andlegu forystuna. — þá vakli Guð aftur upp mikinn og máttugan spámann, sem sagði þjóð- inni til syndahna af meiri einurð og vandlætingu en nokkur annar fyr, og sneri mörgum af ísraels sonum til Drottins, Guðs þeirra (Lúk. 1, 16). Pað var Jóhannes skírari. Og það verk vann hann þangað til höfuð hans fjell fyrir böðuls-sverði Heró- desar. Og svo þegar fylling tímans var komin, og Guð vildi á enn fullkomn- ari hátt en áöur kenna mönnunum að þekkja sig, og rjetta syndugu mannkyni náðarhönd sína, — »þá sendi hann son sinn, fæddan af konu« (Gal. 4, 4). — »Og orðið varð hold, og hann bjó meö oss, fullur náðar og sannleika« (Jóh. 1, 14). — Hann bjó með mönnunum, hinn holdi klæddi eilífi sonur Guðs. Hann kom ekki eins og gestur, sem er á ferð, heldur tók hann þátt í öllu mannlegu lífi. Hann var vinur gamla fólksins og hann elskaði unga fólkið og börnin; honum var jafn Ijúft að hafa umgengni við fáfróða sem lærða; hann sýndi þeim, sem einlægir voru, af æðstu andlegu höfðingjum Gyðinga, vináttu, og hann tók líka að sjer ber- synduga. Hann tók þátt í gleðisam- komum manna og hann táraðist með þeim við líkbörur ástvina þeirra. Hann lifði mitt i baráttu syndugs mannlífs,

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.