Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1927, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.07.1927, Blaðsíða 14
154 B J A R M I Jesús er frelsari minn. Pegar synda sárin blæða og Satan hygst að ógna mjer, hvað má undir hjartans græða Herra, ef jeg sleppi þjer? En heljar stríður stormur geysar og stoltar bylgjur hnakkann reisa. Undir þinna kvala krossi kæri Jesú, finn jeg skjó), út frá þinum unda fossi eilíf ijómar frelsis sól; þar jeg örugg þreyi, Drottinn, þar er lifsins rós uppsprottin. Lof sje þjer og eilíf æra, alvöld mildin himnum á, sem mjer gerði frelsið færa fyr en dagsins Ijós jeg sá; sonur Guðs þá saklaus píndist svo að andi minn ei týndist. Herra minn i himins prýði helgum, frjálsum skara með, lofa jeg þig minn lausnari blíði, líflð eilíft hefi jeg sjeð. Ó, hve dýrðlegt er að skoða í anda lifsins morgunroða. Guðrún Hannesdóllir. Athugasemd. Hr. ritstjóri! í heiðruðu blaði yðar (13,—14. tbl. þ. á.) eru ummæli nokkur um það, sem jeg ritaði i »Strauma« um afturhvarf eftir dauðann. Nú leyfl jeg mjer að gera dálitla athuga- semd við grein yðar og vonast tiJ, að þjer veitið mjer rúm fyrir hana í Bjarma. Jeg gladdist af þeim fregnum, að þjer liefðuð hafnað útskúfunarkenningunni, og þess vegua þykir mjer mjög leiðinlegt, ef það er á misskilningi bygt. Að minu viti ættu að vera til þrír möguleikar um afturhvarf óguðlegra annars heims: 1. Enginn fær aftur snúið eftir dauða- stundina, og er sú skoðun kölluð út- skúfunarkenning. 2. Allir snúa að lokum við (Allsherjarviðreisn eða apókatastasis). Staðir í ritningunni fyrir þeirri kenning eru t. d.: Post. 3, 21 og I. Kor. 15, 28. 3. Sumir snúa við, en sumir ekki; og er það sú skoðun, sem mjer virðist þjer halda fram og þess vegna hefi jeg leyft mjer að fullyrða, að þjer væruð á móti útskúfunarkenningunni, sem gerir ekki ráð fyrir aflurhvarfi neins eftir dauðann. Álit mitt staöfestist af orðum yðar i Bjarma 1925, bls. 162 (þeim sömu sem þjer hafið endurtekið í grein yðar nú), og öðrum á bls. 163: »Sumir trúaðir menn eru hræddir um, að það sje ekki til ann- ars en tjóns, að segja mönnum frá, að nokkur von sje til iðrunar og sinnaskifta eftir dauðann ... Jeg deili ekki um það við þá, en hygg s a m t, að vonin sje engin tál- von«'). Mjer finst þetta vera nokkuð ljóst. Pegar þjer minnist á ritdóm yðar um bók Sundar Singh’s, hafið þjer, þótt leiðin- legt sje til afspurnar, ekki haft rjett eftir sjálfum yöur það, sem þjer sögðuð i Bjarma 9.—10. tbl., efst á bls. 66. Pau orð eru þó ekki óljósari en svo, að höfundur sjálfur hefði ekki átt að þurfa að misskilja þau. Á bls\ 66 eru orðin á þessa leið: »Sumstaðar (þ. e. í bók S. S. S.) er bent til vonar um allsherjar viðreisn að lok- um, sem mjer virðist biblían ekki gera«. — En nú segið þjer í síðustu grein yðar: »Jeg benti einmitt á, efst á bls. 66, að mjer virtist S. S. S. f a r a í bága við biblíuna, er hann láti í ljósi vonir um allsherjar viðreisn«. — Pað er mikill munur á því að álíta, að S. S. S. geti ekki sannað skoðun sina út frá bibliunni, og liinu, að finnast hann vera í mótsögn við hana; en það hafið þjer ekki sagt fyr, svo jeg viti. Pjer segið, að orð min um bók S. S. S. sýni vanþekkingu á »gamal-guðfræði vorra tíma« og vitnið í Helga-kver. Jeg ætla hjer hvorki að fara að rekja kenningar Helga- kvers nje spíritista. Heldur vil jeg mæl- ast til, að sem flestir lesi og kynni sjer bók S. S. S. (Jeg geri ráð fyrir að hún fáist hjá yður), og rit spíritista, til saman- burðar við sumt annað, sem haldið hefir verið að fólki, meðal annars i kverinu. Að lokum vil jeg að eins benda á eitt: Helga-kver heldur fram eilífri útskúfun. Sundar Singh og spíritistar gera ráð fyrir afturhvarfi eftir dauðann, og jeg fæ ekki 1) Leturbreytlng öll mtn. J. J.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.