Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1927, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.07.1927, Blaðsíða 6
146 B J A R M I andlegar ráðgátur með þeim ráðum? Óhófs-löngun samtímans í öllum lifnaðarháttum veldur þvi, að fólk gleymir að trúin er, og hlýtur jafnan að vera, algerlega andlegt viðfangs- efni«. »Hver er skoðun biskupsins á guð- speki og dr. Annie Besant?« »Dr. Besant er kona, sem smám- saman hefir aðhylst og sökt sjer niður í sjerhverja hugsanlega meinloku (»fiks Idé«) innan trúarbragðanna, og mjer skilst að hún ferðist nú í Ame- ríku með hina síðustu meinloku sina. Jeg þekki dr. Besant mjög lítið. Há- kirkjan getur ekki sýslað með þess- háttar fólk. Samt má búast við að hún geti gert skaða, sjerstaklega vegna þessa Indverja, sem hún talar um í sambandi við »nýjan Messías«. »Hefir biskupinn lesið bók Georg’s Brandes »Sagnet om Jesus«?« »Mjer var send hún, og það var ætlun min að skrifa um hana; en þegar jeg hafði farið yfir hana, fanst mjer það ekki ómaksins vert. Mjer virtist bókin mjög ógrunduð. Hún styðst hvorki við sanna þekkingu, gagnrýni nje skilning, og mjer virð- ist hún alment talað mjög ómerkileg og áhrifasnauð. Jeg skil ekkert í að gáfaður maður skyldi geta skrifað og bjrt slíkt rit, og jeg tel það miður farið að ekki skyldi þýdd á ensku einhver merkilegri dönsk bók. Við hefðum vissulega komist af án þess- arar bókar«. »Hvað virðist biskupnum um þá skoðun, sem jafnvel ýmsir prestar aðhyllast, að Jesús hafi verið sonur Jósefs og Maríu?« spyr blaðamaður- inn, og bætir við í blaði sínu: »Að Headlam biskup skyldi yfir höfuð svara annari eins spurningu, er sönnun þess, að hann er vafalaust einhver allra frjálslyndasti biskup ensku hákirkjunnar«. Biskupinn svaraði: »Mjer virðist, að alls ekki sje unt að styðja þá skoðun við nokkur söguleg rök. Það verður að telja hana ranga tilhneig- ingu, til að skýra trúna frá sjónar- miði efnishyggju, og verður þeirrar tilhneigingar víða vart á vorum dögum«. »Verða framtíðar-trúarbrögðin veru- lega öðruvísi en kristindómur vorra tíma?« var síðasta spurningin. »Nei, ekki verulega, því að kenn- ing kristindómsins er svo algerlega við mannlegt hæfi og með þvi þan- þoli, að það má láta hana fullnægja allra tíma trúarkröfum .... Nýja testamentið, og raunar gamla testa- mentið llka, í ljósi nýja testamentis- ins, flytur kjarna alls þess, sem trúarbrögð eiga að vera, og því hlýtur kristindómurinn að verða ódauðlegur og óhrekjandi, eins og hann hefir verið í 1900 ár«. Þannig segir »ExtrabIaðið« — sem alls ekki er kirkjuvinur — frá sam- talinu við biskupinn. Sennilega þykir einhverjum lesendum Bjarma um- mæli hans ærið ólík ummælum sumra lærðra guðfræðinga íslenskra, og lialda ef til vill að hann hljóti að vera ærið þröngsýnn. En þá má minna á, að próf. Sig. P. Sívertsen bar biskup þessum, sem hann hafði heimsótt, hið besta orð á safnaðar- fundi í Reykjavík, og taldi hann bæði lærðan og vfðsýnan. Sra Friðrik F r i ð r i k s s o n kom heim 27. f. m. frá kirkjufundi friðarvina. Ljet hann hið besta yfir fundinum og flutti sýnódus vinsaml. kveðju þaðan. Nú er sra Fr. Fr. farinn til Danmerkur og dvelur þar fram á haust.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.