Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1927, Blaðsíða 16

Bjarmi - 01.07.1927, Blaðsíða 16
156 B J A R M I Hvaðanæfa. vU-...........'....................'J Frá prestastefnunni. Jafnskjótt og þær frjettir bárust um Reykjavík að 4 prestar hefðu greilt atkvæði gegn tillögu þeirri er samþykt var út af áskor- un frá söfnuðunum í Reykjavík og Hafn- arfirði, spurðu menn forviða: Hverjir voru það? Og hvernig gat nokkur prest- ur greitt atkvæði gegn þvi að brýnt væri fyrir prestum og söfnuðum »að hvika í engu frá trúnni á Jesúm Krist guðsson og frelsara mannanna?« — Og það var eðlilegt að menn væru forviða. — Bjarmi kærir sig ekki um að svo komnu, aö hirta nöfn þessara kennimanna. Hann vonar að þeir hafi ekki íhugað hvað þeir voru að gera. Sumir aðrir fundarmenn, sem bæði töluðu gegn og greiddu atkvæði gegn að nokkur ályktun væri gerð, voru þó svo aðgætnir að þeir greiddu ekki atkvæði um þessa tillögu. Enginn sýnódusmaður reyndi að verja bækling sra Gunnars í Saurbæ, þvert á móti fjekk liann þungar aðíinningar hjá nýguðfræðingunum sjálfum, hvað þá hin- um. Agreiningurinn var um hitt: á sýnó- dus að skifta sjer nokkuð eða ekkert af honum og öðru því sem sóknarnefnd dómkirkjusafnaðarins hafði talið með aárásum gegn nreginatriðum kristindóms- ins«, og þar sigraöi eldri stefnan, eins og samþykt sýnódusar sýnir. Hjeraðsfundur Rangárvallapró- fastsdæmis var haldinn að Stórólfshvoli 15. júní siðastl. Par gerðist, auk vanalegra hjeraðsfundamála, þetta hið helsta: Minst hins fráfallna prófasts sra Eggerts Páls- sonar og boðinn • velkominn efnilegur eftirmaður hans, sra Sveinbjörn Högna- son. Pá var og fagnað þar komu og fundai hluttöku safnaðarfulltrúans í Vest- mannaeyjum, sem eölilega er mjög sjald- gæft. Að loknum sjálfsögðum fundarmál- um flutti sra Sveinn Ogmundsson mjög gott erindi um safnaðarlíf og kristilega safnaðarstarfsemi. Út af því erindi spunn- ust miklar og fjölbreyttar umræður, sem allir prestarnir og margir safnaðarfull- trúarnir tóku þátt í. Meðal annars var allmikið rætt um altarissakramentið og leitast við að finna og bcnda á likieg ráð til að hefja það betur í sinn hcilaga sess meðal kristilegra helgisiða. En í sambandi viö þelta mál og önnur út af nefndu er- indi sra Sveins, hreyfði einn safnaðar- fulltrúinn því, flestum ókunna máli, að farin væri að læöast um sumstaðar í sveitunum, og jafuvel í þessu prófasts- dæmi, samskonar kenning og trú og borin er fram og stuðlað til í bæklingi sra Gunnars Benediktssonar, og tók hann þungt og alvarlega á þv', og enda allir þeir, er til máls tóku um það, en enginn mælti bæklingnum bót. Enginn var þó tilnefndur nje meiddur, og umræðurnar voru yfirleilt hógværar. í fundarlok var svo sunginn sálmurinn 128 og sra. Erlendur flutli fagra bæn að endingu, og skildu allir sem glaðir og góðir bræður. Á fundinum mættu allir prestarnir, nema Holts- og Veslmanna- ej'ja, sem voru forfallaðir, og tiu fu 11- trúar af 17. Ritsljórinn þakkar prófasti Rangæinga fyrir þessa skýrslu og biður aðra pió- fasta að minnast þess, að honum eru mjög kærkomnar frjeltir frá hjeraðsfund- um um land alt, þvi að þær geta á matg- an hátt orðið öðrum til uppörvuna-, ekki síst þegar þær eru birlar í því blaði, sein langfleslir vinir ísl. kirkju lesa. E r i n d i u m g u ð d ó m K r i s t s flutti Har. prófessor Níelsson í frikirkj- unni i Rvík kvöldið áöur en sýnódus hófst. Pólti úníturum hann þar full- íhaldssamur, og sumum, sem lært liafa þýsku skýringarritin, þótti erindið ekki frumlegt. Ýmislegt hafði hann að athuga við æskufrásögurnar hjá Matt og Lúkasi, og bað menn að minnasl þess, að ef þær hefðu ekki verið skráðar í þessum guðspjöllum, hefði enginn nútíð- armaður um þær vitað. — En hvað raá þá segja t. d. um söguna um glataða son- inn, sem Lúkas skýrir einn frá? Aðal- niðurstaðan var svipuð og í jólaræðunni í »Árin og eilífðin«: eingetnaðarhug- myndin frá Grikkjum, en þó gæti sagan um wgetinn af heilögum anda« vel verið sönn«. Enginn gætinn visindamaður mundi andmæla því, að hún gœti verið sönn, sagöi hann. — Annars verður erindið prentað og má þá athuga það betur. Útgefandi: Signrbjörn Á. öíslason. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.