Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1927, Blaðsíða 15

Bjarmi - 01.07.1927, Blaðsíða 15
B J A R M I 155 sjeð, hr. ritstjóri, að þjer væruð í neitt dónalegum fjelagsskap, þótt þjer væruð þeim megin, 12. júní 1927. Virðingarfylst. Jakob Jónsson. Viðból ritstjórans. Datt mjer ekki í hug að lofsorðin hjá útgefendum »Strauma« yrðu skammvinn. Veit jeg varla hvort til nokkurs er að ræða þetta mál við Jakob Jónsson. Hann vill fyrir hvern mun fá fólk til að trúa, að jeg sje á þeirra bandi og trúi ekki »útskúfun«, mikið að hann skuli ekki reyua að koma mjer líka í hóp spiritista!------- Vegna lesendanna er líklega best að jeg reyni að skýra málið betur. Erfitt á jeg með að trúa, að hann sje svo lítt lærður i kristilegri trúfræði, að hann viti ekki að skýring hans á hvað sje »útskúf- unarkenning« er alröng. Menn geta játað með t. d. aðventistum: »Enginn fær aftur- snúið eftir dauðastundina«, og trúað svo gereyðingu óguðlegra. Hvar ætli J. J. hafl sjeð þá trú kallaða »útskúfunarkenn- ingu?« Veit hann ekki að trúfræðingar tala um eilífa »útskúfun« eða rjéttara sagt eilífa vansælu forhertra manna, án tillits til hvorum megin grafar forherðingin kom fyllilega í ljós? Sundar Singh talar um afturhvarf eftir dauðann, en hallast þó í sumum ritum sinum að gereyðingu þeirra, sem alls ekki vilja taka sinnaskiftum. Mjer virðist biblíufastur kristindómur verða að gera ráð fyrir afturhvarfs- möguleikanum fyrir þá, og þá eina, sem ekki höfnuðu Kristi vísvitandi í þessu lífi, en eilíf vansæla bíði forhertra. Orðið »útskúfun« vil jeg ekki nota, því það má misskilja. Guð rekur engan frá sjer nauðugan. í fyrra (15. febr. 1926) skrifaði jeg nánar um þetta í Bjarma. Hefði J. J. lesið það, þá hefði hann væntanlega ekki misskilið mig, nje furðað sig á, að jeg herti á ummælum mínum um skoðun Sundar Singh’s, er »Straumar« misskildu fyrri ummæli mín um hana. Jeg hjelt að orð Sundar Singh’s um starf engla og anda hefðu komið J. J. til að telja skoðanir hans í ætt við skoðanir spíritista, og vildi því minna hann á 6. kaflann í Helga-kveri. Hitt kom mjer ekki til hugar, að liann reisti þessa ímynduðu frændsemi á afturhvarfs-vonum beggja — eftir dauðann, því að þær vonir eru alls ekki nein sjereign spíritista. Með þess háttar »röksemdafærslu« mætti telja æði- marga í ætt við þá. Spíritistar trúa t. d. að Guð sje til; það gera Mormónar líka; — en ætli þeir vilji kannast hvorir við aðra fyrir það? Jeg hefi að undanförnu verið að lesa ágæta bók eftir nafnkunnan enskan biskup1). Þar ræðir hálærður maður og viðsýnn langflest vandamál kristindóms- ins, og tekur sífelt tillit til hvað fremstu guðfræðingar kristninnar fyrr og síðar hafa ritað um þau efni. Hann segir (bls. 926) um afdrif óguðlegra, meðal annars: »Athafnir móta venjur, venjur móta lundarfar eða viljastefnu, og viljastefna smáfestist, uns liún virðist óbreytileg. — Svo virðist að veruleika athafna-ábyrgðar sje samtengdur sá möguleiki, að persónu- legur vilji geti runnið svo saman við hið illa, að viljinn missi hinsta hæflleika til góðs og verði að lokum ósamþýðanlegur Guði. En þegar svo er komið, verður nálægð guðlegs heillagleika óþolandi, og vekur ekki annað en óp, er minna á hin hræðilegu orð Jesajasar: (Syndarar í Zíon eru hræddir. Skelfing heflr gagntekið guð- leysingjana). »Hver af oss má búa við eyðandi eld? Hver af oss má búa við eilíft bál?« — Umhugsun þessa hræðilega mögu- leika, algerðrar tortímingar og vansælu, vekur skelfingarhroll inn að hjartarótum vorum, og henni er ætlað það hlutverk. — Jeg fyrir mitt leyti get ekki skilið að nokkur, sem alment ihugar mannlegt eðli, geti efast um, að hugsunin um takmarka- lausar afleiðingar ásetnings-syndar, — orminn ódauðlega, eldinn óslökkvandi, — hafi og sje ætlað að hafa óviðráðandi áhrif á oss, einmitt á stundum afarslerkra freistinga, þar sera vjer þó höfum tíma til og vilja á umhugsun. »Hræðist hann«, sagði Drottinn vor, »sem eftir að hann hefir líflátið, hefir vald til að kasta í Helvíti; já, jeg segi yður, hræðist hann«. (Lúk. 12, 5.). — Heimskulegasla fyrirbrigð- ið í trúmálum samtímans virðist mjervera að hafna þeim ótta«. Pannig ritar enski biskupinn, og jeg ætla að orð hans sjeu íhugunarverð fyrir miklu fleiri en útgefendur »Strauma«. S. Á. Gislason. 1) The Rcconstruction of Belief. Belief in God. Belief ín Christ. Tlie Holy Spirit and tlie Churcli, by Ch. Gore D. D. Önnur prentun 1920. Kostar í bandi (1024 bls.) 7 shilling og 0 pence.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.