Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1927, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.07.1927, Blaðsíða 4
144 B J A R M I hans á kærleika Guðs, svo að sá þjáði og mæddi leiti huggunar hjá Guði og þiggi af honum styrk, til þess að bera þá byrði, sem á hann er lögð. Þegar prestur er staddur þar, sem menn deila og eru vondir hvoiir við aðra, á hann að vera friðsemjandi í nafni Droltins, — reyna að koma þeim í skilning um það, að faðir þeirra á himnum ætlast til þess af þeim, að þeir elski hvorir aðra og sjeu hvorir öðrum góðir. Þegar presturinn sjer ranglæti vaða uppi, þá á hann, í Drottins nafni, að mótmæla spillingunni og rangsleitn- inni, og gerast talsmaður lílilmagn- ans, knúður af kærleika Guðs. Alstaðar á hann að vinna að þvf, að koma mönnum í innilegra sam- fjelag við Guð, svo að hann geti læknað meinsemdir þeirra og leitt þá til sannrar gæfu, — hvort sem hann starfar að þjónustu orðsins og sakra- mentanna á samkomum safnaðarins eða talar við einstaklingana, eða vinnur verk silt sem borgari. IJetta er verkið, sem Kristur hefir fengið okkur að vinna, kærir bræður. Til þess hefir hann sent okkur til safnaðanna, — lil að ílytja Guð inn í mannlífið, — sannleika Guðs, kær- leika Guðs, náð Guðs. Getur nokkurt verk hugsast dýr- legra en þetta? Og Guði sje lof fyrir alla þá, sem hafa unnið og vinna að því af einlægu bjartal En til þess að vinna það vel, þarf einlæga trú. Við, sem eigum að vinna að því, að koma öðrum í samfjelag við Guð og glæða guðslífið hjá þeim, — við þurfum sjálfir að lifa af öllu hjarta í samfjelagi við Guð. Við þurf- um að lifa innilegu bænalífi, vanda okkar eigið dagfar og hafa altaf í huga erindið, sem Drottinn Jesús Kristur hefir senl okkur lil að reka. Og við þurfum að læra af bonum að elska þá, sem við erum sendir til svo, að við viljum eitthvað í sölurnar fyrir þá leggja. Ef við vinnum verk okkar í þeim anda, þá inegum við líka vera þess fullvissir, að hann, sem sendir okkur, er með okkur, miðlar okkur af guð- leguin mætti sinum og Jælur störf okkar verða mönnum til blessunar, Guði til dýrðar. Þegar við nú komum saman á kirkjufund, til þess að glæða áhug- aun fyrir málefni Guðs ríkis liver hjá öðrum, og til að leiðbeina hverjir öðrum í því, hvernig við getum best unnið verkið dýrlega, sem Kristur hefir sent okkur til að vinna, — þá finnum við til þess, hve ófullkomnir og ónýtir þjónar við erum, og hve mikla þörf við höfum hver og einn fyrir það, að andi Krists fái æ meira vald yfir gjörvöllu lífi okkar. Og þess vegna búum við okkur undir fundarstörfin og störfin önnur, sem fram undan eru, með þvi, að krjúpa sem auðmjúkir lærisveinar við náðarborð Drottins, hins kross- festa og upprisna frelsara, sem við þráum að þjóna sem best, til þess að hann auðgi okkur af rikdómi náðar sinnar og leggi blessun sína yfir okkur. Við nálgumst, — knúðir af þrá eftir innilegu samíjelagi við Drottinn, — þann blessaða helgidóm, sem við venjulega þjónum að öðrum til upp- byggingar. Og við vitum, að okkar blessaði Drottinn og frelsari breiðir faðm sinn út á móti þjónum sfnum, sem hann elskar og þráir að fá að gera hæfa til dýrlegrar þjónustu. Ekkert getur verið sterkara tákn þess einingaranda, sem á að ríkja í kirkju Krists, en þegar stór hópur starfsmanna Guðs ríkis krýpur við sama altarið i auðmjúkri tilbeiðslu.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.