Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.09.1927, Side 1

Bjarmi - 01.09.1927, Side 1
BJARMI = IÍRISTILEGT HEIMILISBLAÐ = XXI. árg. Reykjavík, 1. sept. 1927 23.-24. tbl. „Þjer munuð fagna með óumræðilegri gleði, þegar þjer náið takmarkinu fyrir frú yÖar, frelsun sálna yðar". (I. Pjetur 1. 9.). Geir Sæmundsson vigslubiskup tindaðist 9. ág. s. 1. eftir 2 vikna legu í hjartasjúkdómi; er þar hniginn góður maður og vinsæll. Hann var fyrir löngu góðkunnur um land alt fyrir ágæta söngrödd, og þótti skara fram úr öllum öðrum prestum við altarið. Sóknarbörn hans, sem um hann hafa ritað látinn í Akureyrar- böðin, tala mjög hlýlega um prests- störf hans. Brynleifur Tobiasson seg- ir meðal annars í Degi 11. ág. s. T.: „Sr. Geir var jafnan góður gestur, en einkum var hann kærkominn, þegar sorgin var i húsinu. Hann gat flest- um betur glaðst með glöðum og hrygsí með hryggum, og með ljúf- mensku sinni og kærleika huggaði hann marga hrelda og' þerraði mörg tár af augum þeirra". Sá, sem þetta ritar, minnist góðra stunda úti i fögrum garði við hús sra G,eirs á Akureyri, fegursta garð- inum við íslenskt prestheimili; þegar frá er skilinn hinn unaðsfagri ,,Skrúð- ur“, er sra Sigtryggur Guðlaugsson á á Núpi hefir gróðursett á margfalt óhentugfi stað en er í skjólunum á Akureyri. — Mjer er nær að halda að sr Geir hafi hvergi kunnað betur við sig en i garði sínum; mjer virt- ist honuin Ijúfara að tala þar um það sem dýpst býr í hjartaúu en annars- staðar, og þau samtöl vöktu hjá mjer þau hlýindi, er ekki hurfu, enda þótt mjer gremdist livað hann taldi úr í fyrra sumar að gjörðar væru nokkr- ar tilraunir til að koma á almennum sóknarnéfndafundum á Akureyri. Það mun rjett, sem getið var uni í einhverju hlaði, að liann hafi veriö orðinn þreyttur síðustu árin. En mjög var honum þó hugleikið að endurreisa prestaf jeiagið norðan- lands, enda siðustu störf hans að stjórna prestafundinum uorðlenska, sem sagt er frá hjer i blaðinu, og i hinsta sinn ior í hann í kirkju lil að veita prestunum altarissakramenti. Hann hjet fullu nafni Geir Stefán, f. 1. sept. 1867; Foreldrar lians voru: Sæmundur prófastur Jónsson í Hraungerði og kona hans, Stefania Siggeirsdóttir prests á Skeggjastöð- um. Hann varð stúdent 1887, tók em- bættispróf við háslcólann í K.höfn 1894, var veittur Hjaltastaður 1897, fjekk Akureyrarprestakall 8. júní 1900, varð prófastur í árslok 1905, og skipaður vigslubiskup í Hóla- hiskupsdæmi hinu forna haustið 1909, samkvæmt kosningu presta. Var vigður bisleupsvígslu í Hóla- kirkju 10. júlí 1910 af Þórhalli biskup, en þar liafði Geir Vídalin einn tekið hiskupsvígslu áður, er Sig- urður Stefánsson Hólahiskup veitti biskupsvigslu 30. júlí 1797. Geir vigslubiskup kvæntist 1896 Sigríöi Jónsdóttur háyfirdómara. Eignuðust þau 3 höru, og lifa tvö þeirra, Jón og Heba, hæði uppkomin. Frú Sig- ríður andaðist 23. okt. 1923 eltir langvinn veikindi.

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.