Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1930, Blaðsíða 1

Bjarmi - 01.04.1930, Blaðsíða 1
XXIV. árg. 1.—15. apríl 1930 -10. tbl. Páskageislar. Jesús er upprisinn. T>að er gleði- boðskapur páskahátíðarinnar, sólar- ljós er geislum krýnir myrka jarð- ardali. 1. Geislarnir falla á krossinn á Golgata. — Blindni og hatur reistu Warga krossa. Grimd og djöfulæði glottu að kvölum jteirra, sem ]>ar Ijetu lífið. — Og ]>ó höfðu bæði ]>eir, sem ráku naglana og hinir, sem al- blóðugir urðu fyrir höggunum, verið lítil saklaus börn við móðurbrjóstt nokkrum áratugum áður. — Sögur l'eirra flestra eru löngu gleymdar. Mannkyninu var minkun að ]>eim tninnismerkjum myrkravalda. Krossinn á Golgata hefði verið í l>eirra tölu, ef geislar páskasólar hefðu ekki um hann leikið. I>ótt vjer hefðum, ef til vill, haft einhverjar ó- Ijósar sagnir um göfugan siðameist- nra austur á Gyðingalandi fyrir 19 Öldum, ]>á hefði engum nútímamanni komið til hugar að skoða píslarvætti hans annað en sýnishorn af hatri og blindni landa hans, — eitt af mörg- nm fyr og síðar. Hefði hann ekki nsið úr gröf, væru guðspjöllin ó- skráð enn í dag, og trúræknu fólki hefði fundist ]>að guðlast, ef riokkur hefði sagt, að við kross Krists sæist best kærleikur alheims Drottins. — ITeilvita mönnum er engin trúar- styrkur að horfa á eða hugsa um níð- ingsverk. Níðingsverkin og krossfestingarn- ar eru sigurmerki Satans yfir spiltu mannkyni. Golgata væri skuggaleg- asti staður á jörðui, ef vjer hefðum það eitt vitað: Enginn gat sannað synd á Jesúm frá Nazaret, og því var hann negldur á kross. Svo saur- ug er syndin, að hún krossfestir þann, sem er hreinn. — En fyrir geisla páskasólarinnar hefir heilsubrunnur myndast á Gol- gata, og ótal þúsund þreyttar sálir hlotið þar hvíld. Skelfilegt er um að hugsa, að nokkur skuli vilja spilla því, nokk- ur fávís maður og fallvaltur skuli reyna að blása efasemdaþoku um gröf Krists, svo að geislarnir nái ekki til Golgata og helsærðir menn finni hvergi meinabót. Betra hefði honum verið að hafa aldrei fæðst. Vjer óttumst ekki, að gröfinni verði lokað. Það var reynt forðum, og varðmenn settir til gæslu, og hef- ir oft verið reynt síðan á marga vegu, en lærisveinarnir sáu frelsara sinn upprisinn og reyndu undramátt návistar hans engu að síður. Hann er sannarlega upprisinn, og' því er Golgata orðinn griðastaður og

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.