Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1930, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.04.1930, Blaðsíða 2
50 BJAEMI lífsuppspretta. Fyrir vorar syndir var hann 'særður. Hegningin lá á honum, svo vjer hefðum frið. Blóð Jesú Krists, Guðs sonar, hreinsar oss af allri synd. Alt er fullkomnað. Friður Drottins æðri öllum skilningi fyllir mannshjartað. „Guðs míns ást- ar birtu bjarta bæði fæ jeg að reyna og sjá“ á Golgata við geisla páska- sólar. 2. Leiðbeininfjaryeislar falla á alt jarðlífið. „Hann lifir“, og loforð hans eru staðföst: „Jeg er með yður alla daga til veraldar enda“. — Þú ert aldrei einmana. I’ótt vinir hverfi og söknuður komi, er Jesús hjá þeim, sem treysta honum. — I>ótt leiðin virðist skuggaleg, er hann með þjer. Hann styður þá fóthrumu, þerrar tárin þeirra, sem gráta, situr hjá |>eim, sem andvaka andvarpa á sjúkrabeði. Hann hlynnir að góðu frækornunum, sem ]>ú reynir að sá, og sýnir þjer seinna uppskeruna, sein ]»ú bíður óþolinmóður eftir í dag. — Hjarta yðar skelfist ekki, hvað sem að höndum ber, því að Jesús lifir enn og gleymir engum smælingja, sem til hans leitar. 3. Huggunarcjeislar falla í gröf- ina. „Hryllir við því huga minn, er hrekkur æfikeðja“ og „|»egar lífs er löngun horfin, lífið er eðli sínu f jær“, segja skáldin fyrir munn jarðarbúa, — og þó er ekkert ókomið jafn víst öllum, sem: lifa í dag, eins og dauð- inn. — En hann, sem leiddi í ljós líf- ið og ódauðleikann, gefur lærisvein- um kraft til að deyja óttalaust. — — Skip fórst. Tveir skipverjar náðu báðir í sama plankann, en hann gat ekki borið nema annan þeirra. — Augnablik störðu ]>eir hvor á annan, svo sagði annar þeirra: ,,1’ú ert óvið- búinn, en jeg get dáið; jeg veit á hvern jeg trúi. Heilsaðu konunni minni og börnunum. — Jeg fel þau Guði“. — Svo slepti hann tökum og sökk. Hann átti þrek til að deyja. — Sannkristinn maður fær þrek til að deyja þegar stundin er komin — en ekki fyr. Óttastu ekki, þótt ])jer finn- ist að þig skorti það ]>rek í dag, — ef þú átt ekki að deyja í dag. Trúuð kona kvartaði við sálusorg- ara um hvað hún væri hrædd við banaleguna og dauðann. Sálusorgar- inn svaraði því litlu, en spurði hana hvað hún væri að sauma. „Það er vetrarkápa handa drengnum mínum“, svaraði hún, „jeg ætla að gefa hon- um hana í afmælisgjöf í vetrarbyrj- un“. „Er hann ]>á ekki núna kvíðafull- ur um að sjer verði kalt í vetur, fyrst hann veit ekki um kápuna?“ „Nei, vitanlega ekki; hann veit, að jeg muni annast um þarfir hans jafnt þegar vetrar eins og nú í sum- ar“, svaraði konan. „Jæja, þjer búist þá við að dreng- urinn treysti betur mömmu sinni en þjer treystið Guði. Alveg eins og Guð gefur yður starfs]>rek í dag, gefur hann yður þrek til að hætta störfum þegar vinnudagar þrjóta, og þrek til að deyja ]>egar dauðastund kemur, ef þjer leitið hans daglega“. 4. Vonargeislar falla á eilífðar- heimkynnin. Jesús er upprisinn, þess vegna trúum við orðum hans: „Jeg er upprisan og lífið, hver sem trúir á mig mun lifa ]>ótt hann deyji“. — Hugsaðu ])jer muninn að losna alt í einu úr öllum jarðlífsfjötrunum frá synd og sorgog sárum ])jáningum, og koma alheill til helgra engla. — Eða hverfa frá öllum jarðneskum gæðum og standa ókunnugur og allslaus við dyr eilífðarheimkynna. Ætli jeg átti mig? Hvað verður um mig? má marg. ur hugsa kvíðafullur. En lærisvein- ar vita, að Frelsarinn sjálfur er þar Frh. á bls. 52.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.