Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1930, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.04.1930, Blaðsíða 4
52 BJÁRMÍ því að fá nógu margar Jólakveðjur handa „blessuðum börnunum", enda fylgdu hinstu greiðslu hans til Bjarma 25 kr. í' Jólakveðjusjóð. — Veit jeg hann hefði stutt rækilega að því, að íslensk börn gætu gefið Passíusálmana í danskri þýðingu sunnudagaskólunum dönsku, sem gefa hingað Jólakveðju, eins og ný- lega hefir verið minst á hjer í blað- inu. — Hann var síst „einhentur" í slíkum viðskiftum, og kristindómur Passíusálmanna var hjartansmál hans sjálfs. Bardagamaður var hann ekki, — en brjeflegar blessunaróskir hans og fyrirbænir fyrir þeim, sem honum virtust standa áveðurs í bar- áttu gegn villu og synd, voru svo i. nilegar og góðar, að manni hlýnar við að lesa þær. — Tilætlunin var að þakka vel fyrirbænirnar hans í síðasta brjefi, en dánarfregnin kom cinmitt sama daginn og jeg ætlaði að svara brjefinu. Guð blessi þá og styrki, sem um sárast eiga að binda, og hjálpi safn- aðarfólkinu til að varðveita vel fræ- kornin góðu, sem sáð voru með trú- mensku. Sr. Bjarni Símonarson var fmddnr !). maí 1867 á Bjarteyjarsandi. Poreldrar hans Símon Jónsson og Sigríður Davíðsdóttir hjnggu þar og síðar á Iðunnarstöðum í Lundareyk jadah Hann tók guðfræðispróf árið 1803 og stundaði eftir það kenslu í Beykjavík til 1807. Hann var einn þeirra þriggja er stofnaði hlaðið „Verði ]jós“ ár- ið 1806, en fór úr ritstjórn þess, er hann vígðist að Brjámslæk 1897. Prófastur var hann síðan 1002. Kona hans, Kristín Jóns- dóttir, l.ifir mann sinn nú háöldruð. Hún var áður gefin sr. porvaldi Stefánssyni í Tfvammi í Norðurárdal (d. 1884) og þeirra synir eru sr. Jón á Stað á Reykjanesi og Arni kennari á Akureyri. Frh. frá hls. 50. fyrir, og eru því vonglaðir. — For- eldrar gráta beiskum tárum við lík- börur barnsins síns, — barnsins, sem þau trúðu engum fyrir stundarlangt, en sjá nú ekki framar alla æfi. En sviði og allur ótti hvarf, ]>egar ljós- geisli páskasólar fjell á hjörtu for- eldranna. „Jeg lifi, og þjer munuð lifa“. — ,,I>að sem ekkert auga sá nje eyra heyrði nje í nokkurs huga hefir kom- ið, hefir Guð fyrirbúið ]>eim, sem elska hann“. Myrkrið sig' grúfir. ískyggilegar fregnir berast frá höfuðstaðnum í vetur: — Maður er myrtur til fjár, þrír menn fremja sjálfsmo.rð, drengir mynda þjófa- fjelag, fjórar telpur, 11 til 13 ára gamlar, eru tældar til saurlífis af rosknum mönnum, og tvær tæla aft- ur 5 drengi, 14—16 ára, og mestur hópurinn fær viðbjóðslegan kynferð- issjúkdóm bráðnæman þar sem ]>rengsli og sóðaskapur fylgjast að. Ekki er það fagurt til afspurnar. Ekki er það vegsauki einmitt það árið, sem átti að flytja góð tíðindi um fámennu og afskektu þjóðina á ís- landi út til stórþjóðanna. Ekki er heiðvirðum foreldrum lá- andi, þótt þeim finnist engin hegn- ing of þung í þeirra garð, sem tældu börnin þeirra ung til svívirðinga. — Foreldrar geta stungið hönd í eigin barm, og íhugað hvernig þeim myndi verða við, ef svo hefði verið farið með börnin þeirra. — Vandinn er heldur ekki mestur sá að varpa grjóti að þeim, sem uppvísir eru orðnir um svívirðingar og glæpi. —

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.