Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.04.1930, Page 17

Bjarmi - 01.04.1930, Page 17
B J'A RMI 65 fjekk bót á öllum sínum meinum. — Hann endurfæddist fyrir guðlega náð og kraft. Eftir þetta varði hann æfi sinni, lærdómi sínum, málsnild sinni, og öllum öðrum kröftum sínum og hæfileikum til að boða dauðlegum og deyjandi mönnum þennan frelsandi og lífgandi kraft í Jesú Kristi. Hann er nú eitt allra skærasta ljósið, sem leiftrar á söguhimninum. Hann haffii reynt náðina í Jesú Kristi, og þess- vegna gat hann talað með valdi, sem aldrei hefir mist gildi sitt fram á þennan dag. Aldir liðu. Annað stórgáfað barn fæddist í lítilmótlegu en kristnu heim- Íli í Eisleben á Þýskalandi. Þetta efni lega barn var skírt og nefnt ,,Mar- teinn Lúther“. Þegar Marteinn óx upp var hann mjög ólíkur Ágústín- usi. Frá barnæsku ]máði hann að lifa heilögu lífi. Hann var gott barn — ekki aðeins sinna jarðnesku foreldra, heldur umfram alt sinnar andlegu uióður — kajmlsku kirkjunnar. Hann tók fyrirkomulag, reglugjörðir henn- ar og fyrirskipanir í mestu alvöru °g einlægni. Hann reyndi sitt ítrasta til að fylgja þeim öllum bókstaflega. Það var happ fyrir kristnina en mesta óhapp fyrir ka]>ólskuna, að l>essi maður tók hana (ka])ólskuna) í svona mikilli alvöru. Einu sinni, þegar hann í djúpri auðmýk-t var að skríða upp tröppurnar fyrir framan St. Pjeturs kirkjuna í Róm, þá berg- uiáluðu þessi orð Páls postula í eyr- llm hans: „Hinir rjettlátu munu lifa fyrir trú“. Á því augnabliki hófst siðbótin. Nýtt ljós braust inn í sál þessa mikla manns. Nýr lífstraumur að ofan rann sterklega inn í alla til- veru hans. Hann umskapaðist, endur- fæddist, varð annar Marteinn Lúthc'. Vegna þessarar lifandi reynslu hafði hann hugrekki til að negla greinarn- ar frægu á kirkjudyrnar í Witten- berg, vegna hennar gat hann mætt ráðinu í Worms eins og mesta hetja, vegna hennar ])ýddi hann ritninguna á móðurmál fólksins í Wartburg- kastalanum, vegna hennar gjörðist hann faðir og leiðtogi hálfrar kristn- innar (næstur Kristi). Öll rit hans bera með sjer að hann talaði það, sem hann vissi og vitnaði um það, sem hann sjálfur hafði reynt. Seinna útskrifaðist bráðgáfaður námspiltur frá Oxford háskólanum á Englandi. Hann las guðfræði og vígðist inn í biskupakirkjuna ensku. Alt af þráði hann eitthvað, sem aldrei hafði fallið honum í skaut. Hvorki háskólinn, kirkjan eða prestsembætt- ið gat fullnægt dýpstu þörfum hans. llann fór til Ameríku, og á heimferð- inni lenti hann í hóp af guðhræddu fólki — ,,Herrnhíitum“, fylgjendum Zinzendorfs greifa. Hann hlustaði á söng ]>eirra, bænir, prjedikanir og vitnisburði, og fann mjög sárt til þess að þetta fólk átti eitthvað sem hann aldrei hafði eignast. Hann var að boða öðrum trú, en var ekki sjálf- ur kristinn í raun og sannleika. — Pegar heim kom hlustaði hann, af hreinni tilviljun, á fremur lítið þekt- an prjedikara, sem lagði út af og út- skýrði eitt af ritum Lúthers. Þá hitn- aði honum um hjartaræturnar — „was strangely warmed“, eins og hann sjálfur kemst að orði. Á máli biblíunnar endurfæddist hann — varð nýr og guði helgaður maður. Upp frá þessu flutti hann guðs orð með undrakrafti og stórkostlegum árangri, og nú álítur langstærsta de’ldin innan reformeruðu kirkjunn- ar ]>ennan mikla mann leiðtoga sinn og föður. Þetta var John Wesley. — Ekkert gat verið raunverulegra í fari þessa ágæta manns en náðarverk drottins Jesú Krists og gjöf Heilags Anda.

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.