Bjarmi - 01.04.1930, Síða 19
B J A R M I
67
meðvitund sje eins algeng og hjarta-
slátturinn og jafn eðlileg. Trúarbrögð
manna hafa skiftst aðallega í tvo
flokka — eingyðistrú og fjölgyðis-
trú. En í raun og veru hafa allir
menn haft meðvitund um einn guð-
dóm — jafnvel ]>ar sem guðirnir
hafa verið flestir. Eins og öllum er
kunnugt, voru forfeður vorir fjöl-
gyðismenn. Þeir trúðu á I>ór, Óðinn
og Baldur og mörg önnur goð, en
samt fól Þorkell máni sig, á dauða-
stundinni þeim guði á hendur, sem
sólina hafði skapað. En hver skyldi
þessi guð hafa verið? Auðvitað eng-
inn annar en guð allsherjar og faðir
drottins vors Jesú Krists og faðir
vor. Þegar Páll postuli kom til Aþenu
borgar tók hann eftir mörgum öltur-
um, sem helguð voru hinum ýmsu
goðum, sem á Grikklandi voru tilbeð-
in, en eitt altarið hafði verið helgað
hinum „ókunna guði“. Þennan guð
boðaði Páll spekingahópnum á Mars-
hæðinni frægu. Hver var þessi ,,ó-
kunni guð?“ Að sjálfsögðu guð krist-
inna manna!
Hvað sannar ]>essa allsherjar með-
vitund? Descartes, vísindamaðurinn
og spekingurinn nafnfrægi, hjelt ]>ví
fram að ef mjög margir hefðu með-
vitund um hið sama, þá hlyti þetta
að skoðast sem raunveruleiki. Raun-
veruleikinn sJcapar meðvitundina. —
Þessi kenning hans er álitin góð og
gild á öllum sviðum náttúruvísind-
anna, hvar sem er í heimi. Því ætti
hún ekki að hafa nákvæmlega sama
gildi í guðfræðinni? Þetta er aðeins
ein sönnun fyrir tilveru guðs, en auð-
vitað eru til rnargar fleiri. Guðfræð-
ingarnir hjer í kvöld, ugglaust, kann-
ast við Paley og Butler, og það sem
kallast „Ontological, Cosmological og
Teleological proof for the existence
of God“.
2. Það er staðreynd að í hverjum
manni býr meira og minna af trúar-
hæfileika. Og þessi hæfileiki skapar
trúarjiörfina. Eins og allir aðrir hæfi-
leikar getur hann legið í dái og sjald-
an eða aldrei gjört vart við sig; en
það breytir ekki veruleikanum að
samtengja oss á einn eða annan hátt
við umheiminn. — Augun eru gefin
manni af ]>ví að umhverfis oss er
sýnilegur heimur; eyrun vegna ]>ess
að hljómar eru til. Fegurðin í náttúr-
unni fullnægir fegurðartilfinning-
unni. Líkaminn er tilbúinn með melt-
ingarfærum fyrir ]>á sök að hann
þarfnast næringar. Höndin er gjörð
fyrir vinnu og vörn. En sálin er sköp-
uð urn fram alt f yrir guð! Væri hugs-
anlegt að þessi eini hæfileiki sje þýð-
ingarlaus? Að þessari einu þörf verði
aldrei fullnægt nema með hugar-
burði?
Nei! Auðvitað nei! Hæfileikinn og
]>örfin bendir á samsvarandi raun-
veruleika. Þessi raunveruleiki fuíl-
nægir pörfinni. Þessi raunveruleiri
er GU Ð.
3. Það er staðreynd að ekkert göfg-
ar og upplyftir mandsandanum jafn-
mikið og trúarlífið. Á pví sviði nær
s&lin hámarki sínu! Væri hugsanlegt
að það, sem lætur mest gott af sjer
leiða sje tómur hugarburður og
hafi ekki við neitt verulegt að styðj-'
ast? Getur heilbrigð skynsemi álykt-
að það?
4. Það er staðreynd að engir, að
forn-gyðingum undanskildum, hafa
meðvitund um persónulegt samfjelag
við guð nema sanntrúaðir, kristnir
menn. Margir kannast eflaust við
trúboðann og valmennið Dr. Stanley
Jones. Þessi ágæti maður hefir gjö>-t
sjer far um að kynnast trúarbrögðun-
um mörgu á Indlandi. Enginn gæti
verið sanngjarnari og elskulegri en
hann, auk ]>ess að vera mikill rithöf-
undur og sannur vísindamaður. —