Bjarmi - 01.04.1930, Síða 25
B J A R MI
73
Krist o g hann krossfestan“. Má
mikið læra af svo heilsteyptri trú-
arvissu og Krists-tilbeiðslu, sem
þeirri, er Einar sál. hafði til að bera.
Kristur var honum alt. Hann gat
því á æfikvöldi af einlægu sam-
þykki tekið undir með Páli postula
og sagt: „Lífið er mjer Kristur, og
dauðinn ávinningur“. Enda sýndi
hann það og, er dauðinn tók að
nálgast, og eigi varð nein tvísýna á
því, hver endirinn yrði, að þar var
sál, er lá örugg við akkeri trúar-
mnar. Hann treysti miskunn Guðs
fyrir Jesúm Krist. Hann sá himinn
Guðs standa opinn gegnum heilagt
hjarta hans. Hann fann sig aðeins
óverðugan að ganga þangað inn og
var trúarþel hans því í' anda hundr-
uðshöfðingjans, er átti þá trú, sem
Jesú dáðist að, með þessum eftir-
uiinnilegu orðum: „Jeg segi yður,
ekki einu sinni í fsrael hefi jeg
fundið svo mikla trú“. Þau viður-
kennandi sigurorð eiga vissulega
við um Einar sál. Hann átti trúar-
oryggi og trúareinlægni, sem hægt
vur að dást að. Hann elskaði þá,
hvort heldur látnir voru eða lífs,
er túlkuðu fyrir honum orð andans,
þá, er slógu vatn lífsins af steini
hins þurra og andvana mannlífs.
Þess vegna vildi hann jafnan sitja
við fætur slíkra fræðara hins helga
^áls, slíkra snillinga í glæðingu og
°g útlistun trúar sem Vídalíns og
Helga sál. Hálfdánarsonar. Anda
þeirra beggja hafði hann inndrukk-
le> og var þeim svo handgenginn,
að slíks munu fá dæmi um ís-
lenska bændur. Og þó að í fljótu
h^agði hefði mátt ætla, að Einar
sái. væri það, sem kallað er „bók-
sfafstrúarmaður“, svo trúr fylgis-
aiaður, sem hann var hins lúterska
kristindóms, sem of oft er blandað
Saman, þegar ræðir um kristindóms-
málefni þjóðar vorrar —, þá virt-
ist mjer, við nánari kynni af hon-
um, að honum þætti mest um það
vert, ef í ræðu eða riti mætti finna
andann — þann anda, er vitnaði um
Guð og guðdóm Frelsarans, jafnvel
]>ótt sett væri fram í öðrum búningi,
en hann hafði alist upp við. Og það,
sem sannaði mjer lífsgildi trúar hins
látna vinar, var fúsleiki hans líka til
þess, að leggja eyrun við því, og
leggja sjer á hjarta það, er mælt
var til eflingar siðferðilegri viðleitni,
fágun lífernis og sjálfsábyrgðar
mannsins gagnvart þroskamöguleik-
um hans ]>egar hjer í lífi. Hinn látni
hafði næma heyrn á ]>að yfirleitt,
er snerti hið andlega líf, hvort held-
ur var að ræða um trúar- eða sið-
ferðilega hlið ]>ess. Þess vegna kom
hann, eins og Símeon, að „tillaðan
andans í helgidóminn“. Hann var,
ásamt eftirlifandi eiginkonu, tíðari
kirkjugestur en alment gerist nú á
tímum. Hann þyrsti eftir „orðinu“,
ef ]>að mætti á einhvern hátt leið-
beina honum og lyfta sál hans nær
himninum. Einar sál. er því eftir-
sjárverður kirkjugestur. Hann kom
hingað í helgidóminn með andlega
]>rá og tilbiðjandi hugarfari og svip-
urinn varð hlýr og lýsti af Guðs
friði, er hann var þátttakandi í guðs-
þjónustum vorum. — Hversu ljúft
hefði mjer ekki verið að fá fullnægt
sem best — betur en verið hefir
—, ]>essari andlegu þrá hins látna
vinar, að honum hefði mátt „verða
að trú sinni“ í hvert sinn, er hann
gisti þetta hús, að hann, eins og
Símeon, hefði mátt finna þar Frels-
arann og fengið í anda faðmað hann.
Þessi heilaga þrá hans, Krists-þrá
—, lýsti sjer og vel hjá honum sem
altarisgesti. Honum var ljúft að
gista að borði Krists. Og er dauð-
inn tók að nálgast, kaus hann enn