Bjarmi - 01.04.1930, Qupperneq 26
74
BJARMI
að eiga þess kost. „Vinur minn í
Kristi“, var þá hans síðasta orð til
mín. Þá mátti sjá, hvað meint er
með )>ví, að vera „höndlaður af
Kristi“. Þá kom ]>að í ljós, hvað
kærleikur Krists hefur hátt deyj-
andi sál — sál, sem deyr sjónum
vorum, deyr líkamslífinu, deyr frá
hinu ytra, um leið og hún gengur
inn til æðra lífsásigkomulags, ]>ar
sem hún er hæfari en hjer til að ná
eilífðarákvörðun sinni, hæfari en
hjer til að nálgast Krist, hæfari en
hjer til þeirrar eilífu guðs|>jónustu,
er að lokum skipar henni á bekk
með hinum heilögu og útvöldu Guðs.
Ól. Ólafsson.
Kvennabrekku.
III.
Fyrir eitthvað 15 eða 16 árum
frjetti jeg að gamall maður væri ný-
búinn að stofna sunnudagaskóla á
Blönduósi og hefði fengið eina
kenslukonu við Kvennaskólann til
stamstarfs við sig. Mjer ]>ótti ]>etta
svo mikil nýjung og góð, að jeg skrif-
aði norður til að vita nánar um
um |>ennan áhugamann. Hann hjet
Sigurður Sölvason, var nýkominn
vestan um haf, og hafði ]>ar tekið
ástfóstri við sunnudagaskólastarf. —
En starfstíminn varð stuttur, því að
æfin þraut bráðlega.
Nokkru síðar, árið 1918, kyntist
jeg konu hans, frú Rut Sölvason, og
systur hennar, frú Þórunni Jónas-
son, vestur í Selkirk í Manitoba. —
Varð jeg þess brátt var að þær syst-
ur höfðu áhuga á mörgum góðum
málum, og ljet frú Rut Sölvason
sjer einkar ant um að útbreiða
Bjarma meðan hún dvaldi í íslend-
ingabygðum.
Seinna fluttist hún með systur
sinni og dætrum hennar langt vestur
í land, fjarri íslendingabygðum, og
14. nóv. í vetur andaðist hún þar
vestra.
Systurdóttir hennar, frú Jóna Hal-
vorson ein af gjörvilegustu ungu
stúlkunum sem jeg sá vestan hafs,
skrifar langa minningargrein um
frænku sína í Lögberg, 20. febr. og
er þaðan að mestu tekið það, sem
hjer segir:
Rut var fædd 1844 í Kolgröf í
Skagafirði. Foreldrar hennar voru
Magnús Andrjesson (dáinn 1887) og
Rannveig Guðmundsdóttir Jónssonar
og konu hans Ingibjargar Björns-
dóttur frá Bólstaðahlíð.
Rut sál. (fædd 1844) var elst af
11 systkinum, eru 2 systur hennar
enn á lífi: Ingibjörg, ekkja Stefáns
Magnússonar á Flugu í Vatnsdal og
Þórunn, kona Bjarna Jónassonar frá
Ási í Vatnsdal. 2 bræður ]>eirra eru
látnir fyrir nokkru: sr. Jón á Mæli-
felli (d. 1928) og Konráð á Syðsta-
Vatni (d.1910) í Skagafirði, faðir
sr. Helga á Bíldudal.
Árið 1862 giftist Rut sál. Sigurði
Sölvasyni og bjuggu þau um hríð í
Hvammi í Svartárdal, en fluttust til
Ameríku 1883 og bjuggu lengi í
Akrabygð í N.-Dak. Ekki varð þeim
barna auðið, en 2 drengi ólu þau upp
og komu vel til manns.
Frú Jóna Halvorson skrifar svo
í Lögberg:
„Rut heitin var nærri þrjú ár
rúmföst, en banalegan var aðeins
vika. Bar hún sinn langa sjúkdóms-
kross með frábærri stillingu og þol-
inmæði, felandi sig og sína Guðs
velþóknanlegum vilja á vald og sagði
oft: „Verði ætíð hvað vill, minn
Guð, vild hans er æ hin besta“. Líka
hafði hún oft yfir ]>etta: „Þótt hold-
ið liggi lágt, og læst í dróma, fær
andinn hafist hátt í himin ljóma“. —
Hún var fullviss um sælu og eilíft líf
hinum megin.