Bjarmi - 01.04.1930, Qupperneq 32
80
BJARMI
Bjarmi óskar öllum lesend- j|
um sínum gledilegrar upprisu-
hátíðar og háhíingju á kom- 'I
ii . [
anái sumri.
Minningarorð.
IV.
Einar Thorleifsscn, Guðríður Sigfúsdóttir.
Jeg sá þau aldrei, en kyntist Jjeim hjón-
um af brjefaskifturn í mörg ár, og tel
skylt að minnast þeirra í blaðinu, sem þau
unnu og útbreiddu stórum.
Nákunnug kona vestra hefir tjáð Bjarma
þessar upplýsingar um æfi þeirra :
Einar var fæddur 1857 í ITrjót í Hjalta-
staðaþinghá. porleifur . Arnfinnsson frá
Reykjavík og Sigríður Sigurðardóttir úr
Fljótsdalshjeraði voru foreldrar hans. Hann
ólst upp á Hóli í Hjaltastaðaþinghá, en fór
snemma að vinna fyrir sjer. pótti hann á-
gætur fjármaður, dagfarsgóður og örugg-
ur trúmaður, las mest andleg rit.
Árið 1892 giftist hann Guðríði SigMs-
dóttur smiðs Sigurðssonar. Hún var fædd
1866 í Njarðvík eystra; var snemma bók-
hneigð, trúkona mikil og hjálpfús við bág-
stadda. — pau hjónin Einar og Guðríður
bjuggu 2 ár á Hóli og 7 ár á Hrollaugs-
stöðum eystra, en fluttust 1902 vestur um
haf með 5 börn sín og fóstru Einars.
Bjuggu þau síðan Alftavatnsnýlendu í
Manitoba, en önduðust broði liðið ár, hann
9. febrúar, en hún 24. ágúst. Guðríður
skrifaði 28. febr. s. 1. smágrein um viðr
skilnað manns síns, sem birt var í Bjarina
á bls .83 f. á. — og dóttir þeirra hefir tjáð
mjer, að móðir sín hafi tekið veikindum
og dauða með svipuðu trúarþreki og hann.
Sjöibörn þe.irra hjóna komust upp. Sigfús
var elztur, kom srorður heim úr ófriðnum
mikla og dó af sárum vorið 1918. Hin, 3
bræður og 3 systur, eru búsett vestan hafs.
OIl mannvænleg.
títgefandi: Sigurbjörn Á. Gíslason.
Prentsm. Jóns Helgasonar.
Linclin. Prestafjelttg Vestfjarða, stofnað
1. sept. 1928, gaf i vetur út 1. ársrit sitt,
116. bls. að stærð, er lieitir Lindin. Skrifa í
|>að 10 prestar og nokkrir leikmenn ræður,
ljóð og hugleiðingar úm kirkjumál, og mynd-
ir fylgja af prestunum. Ritstjórnina annast
stjórn fjolágsins, |ieír sr. t.igurgeir á Isa-
firði, Böðvar á Rafnseyri og 11. Kolbeins á
Stað í Súgandatirði. Ritstjórniri segir, að
»ritið sje sjerstaklega ætlað Vestflrðingum«,
og pví verði einkum tekin.til meðferðar þau
mál, sem varða kirkju- og kristnihald á
Vestfjörðum; hún muni ekki einskorða sig
við neina sjerstaka trúmálastefnu, en hver
höfundur muni rita undir nafni og bera sjálf-
ur fulla ábyrgð á orðum sír.um. Tilgangur-
inn er »að vekja og glæða áhuga og sam-
starf innan safnaðanna á Vestfjörðum« óg
hefja merki Krists hærra á loft.
Pað er góður tilgangur, og ekki ástæða
til annars fyrir alla kristindómsvini um land
alt. en að samfagna framtakssemi þessara
presta. — Hugleiðingar þcirra eru misjafn-
ar að gæðum, sem eðlilegt er, en ritstjóra
Bjarma er miklu Ijúfara að þessu sinni að
benda á, að margt er þar vel sagt og stefn-
ir í sannkristilega átt, og tiltölulega lítíð af
köldum andblæ stefnuleysis efasemdamanna.
títgef. segjast senda öllum sóknarnefndum
Vestfjarða ritið til útbreiðslu, — en því ekki
til allra. sóknarnefnda landsins? Pað er ólík-
legt að ritið beri sig fjárhagslega, ef það
verður ekki verulega keypt neina í 3 eða
4 prófastsdæmum, og verði áframhald þess
svipað eða betra, á það erindi miklu víðar.
Leiðrjetting. í jólabl. f. á., bls. 206, hefir
næst fyrsta lína í 8. versi verið skakt sett
næst fyrstu línu í 7. versi, eins og gætinn
lesandi sér. 1 4. tbl. þ. á., bls. 32, stendur:
Sigríður Egilsdóttir, f. 25. sept. 1876, en á
að vera Eyjólfsdóttir, f. 28. sept.
Alterkálke
Altersærkalke
Alterbeklœdning er
Alterstager
Kirkekroner
Krucifix
Kirketal og Tavler
Messehageler
Messekjortler
Prœstekjoler
Præstekraver
Titusstager i alle Störrelser
m. m.
Dansk Paramenthanclel,
Gothersgade 115 A1
K. F. U. Ms. Bygning
Kobenhavn K.