Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.02.1934, Page 11

Bjarmi - 01.02.1934, Page 11
BJ ARMI 29 sig- ekki við kenninguna, þá hafni þeir. En þótt þeir hafni, þá skulu þeir ekki halda, að aðrir trúi ekki’kenningunni í raun og veru eða alvöru. Á bls. 233 í »Morgni« stendur þetta: »Jeg vtnynda mjer, að fæstir íslenskir prestar fylg'i nú þessari skoðun í orði og enn færri, ef það er nokkur, jafnvel greinarhöfund- ur sjálfur, sem geti þvingað s-ig til að trúa henni við nánari atugmi; og með þessu ætla jeg ekki að væna neinn um óheilindi. Og- enn færri munu þeir vera af öllum al- menning, sem láti sjer nú orðið detta í hug að trúa slíku.« En hvað greinarhöfundur byrjar máls- greinina skemmtilega í samræmi við það, sem maður fær út úr málsgreininni frá höfundarins hendi, nefnilega ímyndun. Hann seg'ir: »enn færri, ef það er nokk- ur, sem geti þvingað sig« o. s. frv. Og skömmu síðar: »enn færri meðal almenn- ings«. Þeir eru enn færri en ekki nokkur. Hvað eru þeir margir? Jeg hefði nú látið mjer nægja að kom- ast niður í ekki neinn og svo látið þá, sem voru þar fyrir neðan, eiga sig, enda þótt það hefði getað gert slagorðin fyrir ímvnd- un minni enn þá stórkostlegri. Jeg fullyrði — ímynda mjer ekki , að margir þeir, sem útskúfunarkenningunni fylgja, hafi fengið sína bjargföstu sann- færing einmitt eftir nákvæma og ef til vill sára umhugsun. 1 þessu sambandi verður maður að athuga það, að útskúf- unarkenningunni er alls ekki, frekar en t. d. kenningunni um tilveru Krists, hald- ið fram af ofstækisfullum æsing', til þess að hamra í gegn skoðanir, sem maður hef- ur bitið í sig', af því. að þær eru »aftur- haldssöm kenning«. Útskúfunarkenninguna hefur trúaður, endurfæddur maður gengið inn á, eftir stranga, já, ef til vill ströngustu baráttu á leið sinni til fullvissu um Guð og eilífð- ina. Jeg hef þá trú, að sannleikurinn í þessu máli fáist betur ef snúið er við einni setningu í umræddri málsgrein sr. K. D. og sagt: »nánari umhugsun þvingar mig til að trúa henni« (þ. e. útskúfunarkenn- ingunni), í stað þess að segja: »(ef það er nokkur) sem geti þvingað sig til að trúa henni við nánari umhugsun«. Sá, sem virkilega hefur lent í baráttv. út af eilífðarspurningunum, hann veit havð jeg á við. Hann veit. að undanfari full- vissu er barátta. Hvað er barátta? Er það ekki umhugsun, og' það mjög kröftug um- hugsun, um spurningu eftir spurningu, sem kemur upp í hugann? Er Guð til? Hvað er Guð? Hvað virðist yður um Krist? Því lengra sem kemur út í baráttuna, því persónulegri verður hún. Hún fer að snúast um manninn sjálfan, ástand hans og horfur, samband við Guð og: eilífðar- vonir. Maðuiúnn finnur, að hann er sjálf- um sjer ónógur og syndum hlaðinn með syndugu eðli. Hver er svo fyrsta krafan, sem kristindómurinn leggur á slíkan mann? Hún er: Snú við og ger iðrun! I ljósi þessarar kröfu byrjar svo hinn stríðandi maður að meta sjálfan sig. Það er við það mat, sem hann finnur hvað muni bíða hans -sjálfs. Það er, hann kveður dóminn fyrst upp yfir sjálfan sig', með samþykki þeirrar samvisku, sem átt hef- ur í baráttu. Nú finnur maðurinn, að hann þarf á frelsara að halda. Úrslit þeirrar baráttu verða þau, að fagnaðar- boðskapurinn um að sá, sem tekur á móti Kristi Jesú, hefur ti-ygt sjer eilífa lífið, hvernig sem það er svalai- hjarta hans. Sú staðfasta trú, sem maðurinn öðlast eftir þessa umhugsun, verður lifandi jáfning, eins og hjá Marteini Lúther, er hann seg- ir í trúarskýring sinni á annari grein trú- arjátningarinnar: Jeg' trúi því, að JESÚS KRISTUR, sannur Guð, af föðurnum fæddur frá eilífð, og sannur maður, fædd- ur af Maríu meyju, sje minn Drottinn, sem mig glataðan mann og fyrirdæmdan hefur endurleyst, friðkeypt og frelsað ... . o. s. frv, Frh.

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.