Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.11.1968, Page 3

Bjarmi - 01.11.1968, Page 3
I t I ijaiai | KRISTILEGT BLAÐ Kemur út einu sinni i m&nuði, 16 siður nema sumarmánuðina. Þá 8 síður. Árgjald kr. 100.00. Gjalddagi 1. mal. Afgreiðsla Amtmannsst. 2B, Reykjavik. Pósthólf 651. — Simar 17536 og 13437. !! Ritstjórar: Bjarni Eyjólfsson og Gunnar Sigurjónsson. Prentað i Prentsmiðjunni Leiftur h.f. jj Efni m.a.z Barn er oss fætt .......... 2 jjj Frelsari fæddur? .......... 3 jj Svolítil jólaráðlegging.... 4 jj Söfnuðurinn i Konsó 10 ára. 6 jj Gamla klukkan .... 10 Guð og maður (ljóð) .... n Ársþing og einstaklingssaga . .... 12 Uppörvanir .... 14 Jólabréf frá kristniboðunum . 14—18 Ljósið lýða (ljóð) .... 18 Framhaldssagan .... 20 Friður i stað ótta .... 21 Nöfn góðilmsins .... 24 Forttíðumynd. Vetrarmynd frá Hveradölum á Hellis- jjj heiðarleið. Þar er eins og kunnugt er jjj eftirsóttur staður margra Reykvík- jjj inga, þegar vetur rikir og nægur jjj snjór hjúpar jörðina hvítum og hrein- jjj um faldi sínum. jjj Innheimia. Þó nokkrir kaupendur, sem áttu jjj ógreitt árgjald fyrir blaðið, brugðu jjj við og greiddu það, eftir að siðasta jjj blað kom út. Samt eiga ýmsir eftir jjj að greiða. Er þess vænzt, að þeir geri jjj það sem fyrst eftir áramót, þar sem jjj erfitt er um innheimtu, þegar um er jjj að ræða eins litið árgjald og er fyrir jjj „Bjarma". Þakkir. Kaupendum og öðrum vinum blaðsins jjj eru færðar þakkir fyrir stuðning og jjj vináttu við það á liönu ári. Þeim er jjj einnig þakkað umburðarlyndi vegna jjj dráttar á útkomu blaðsins, sem varð jjj óvenjumikill einkum tvisvar á árinu. jjj Er vonandi, að betur takist til á jjj nýju ári. jjj FRELSARI FÆDDUR? Er það satt? Fœddist raunverulega frelsari heirmins, þegar María ól son sinn í fjárhúsinu í Betlehem? Er það staðreynd? Það veltur ekki litið á, hver sannleikurinn er i þessu efni. Kirkjan hefur um áldir byggt tilveru sína á þeim grunni, að gamla sagan um Guð, sem sendi einkason sinn til þessarar jarð- ar til að frelsa heiminn, sé sönn. Þar fari ekkert á milli mála. „Yður er í dag frélsari fæddurí‘, sagði engillinn við hirðana. Það em skýr og auðskilin skilaboð. Þeim fylgdu teikn, sem hafa mátti til sönnunar því, að rétt vœri frá skýrt um atburð þann, sem orðinn var — og hver hann vœri þessi frelsari, sem fœddur var. En er þaö satt, að frelsari hafi fæðzt? Eða skiptir þaJð raunar nokkru máli, hvort það er álveg bókstaflega satt eða ekki, aðeins ef unnt er að orna sér við þessa frásögn enn í dag — hálda hátíð, sem veitir velþegna tilbreytingu í gráum hvei'sdagsleika mannlífsins? Já, það skiptir máli. Tilvera kirkjunnar stendur og fellur með því, að fagnaðar- erindið um Guðs son, Jesúm Krist, frélsara heimsins, sé sann- leikur. Kirkjan á ekki annan tilverurétt en sannleikann um hann. Og það er ófyrirgefanlegt gagnvart sannleikanum, gagn- vart einstáklingnum og lífsanda. hans, gagnvart þjóðfélaginu og gagnvart mannkyninu í heild að burðast með stofnun eins og kirkjuna — og innan hennar fjölda félagshreyfinga — ef það mikla og kostnaðarsama bákn, sem gerir tilkall til þess að skuldbinda samvizkur manna, er byggt á röngum forsendum, sem fá ekki staðizt. Hér er atriði, sem er álls ekki unnt að loka augum fyrir, héldur verður að g&ra hreinskilnislega upp við sig. Hefur Guð framkvœmt hjálprœðisverk mannkyninu til bjargar, til þess að greiða því leið til samfélags við hann? Hefur hann sent því frelsara, og það son sinn? Þeir, sem fluttu vitnisburðinn um Krist Jesúm í upphafi, vor-u ekki í nokkrum vafa. Þeir komu með þau miklu fagn- aðartíðindi til mannanna, að Guð hefði gefið þeim frélsara og Di'ottin og Jesús frá Nazaiet vœri þessi frelsari. Þeir vitnuðu skýrt og ákveðið um það, hversu ritningamar og fyrirheitin hefðu rætzt í honum. Nær því í hverju orði vitnisburðar þein'a um Krist má skynja hjartað titra af fögnuði og djörfung, af því að „það orð er satt og í álla staði þess vert, að við því sé tekið, að Kristur Jesús kom í heiminn til þess að frélsa synduga menrí‘. Inn í heitið frelsari er ékki unnt að leggja, að hann hafi verið oss fyrirmyndin ein, sem sýndi oss, hvei'nig vér œttum að breyta og hvaða leið vér ættum að ganga til þess að höndla eílíft líf. Nei, hann kom til þess að freisa syndara. Það er hans vei'k. Og hann er enn í dag frélsari syndara. Það er vissulega satt. Og því er það boðskapurinn öUum öðrum fagnaðamkari, að frélsari er fæddur. BJARMI 3

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.