Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1969, Síða 3

Bjarmi - 01.09.1969, Síða 3
Ritstjórar: Bjarni Eyjólfsson og Gunnar Sigurjónsson. Prentuiv Leiftur h.f. m. Eru geimrannsóknir þáttur I vilja Guðs? .................... 1 Lelð hans lá þar um ............... 2 Ekkert annað fagnaðarerindi ... 3 Lúthersku kirkjurnar í Júgó- slafíu ......................... 4 Frá starfinu: Mót, kristniboðs- þing o. fl.................. 6—11 Kristniboðsþættir ................ 12 Minning séra Sigurbj. Á. Gísla- sonar ......................... 14 Framhaldssagan................. 17 Verðluehkun. Frá og með síðustu mánaðamótum varð 30% hækkun á öllum prentunar- kostnaði. Þetta kemur auðvitað nið- ur á Bjarma, ekki síður en öðrum blöðum, og veltur því enn meir en áð- ur á skilvísi kaupenda hans. Það er ekki unnt að breyta áskriftargjaldi, þegar svo langt er liðið á árið sem nú, þegar fjöldi er búinn að greiða ár- gjaldið. Þeir sem skulda yfirstandandi árgang, eru því enn einu sinni vin- samlegast beðnir um að greiða hann sem fyrst. Til hauptíntla ..í fsi/ir'. Útgefendur norska kristniboðsblaðsins „Utsyn“ hafa sent skrifstofunni lista yfir kaupendur blaðsins hér á landi og beðið um að annast innheimtu áskrift- argjalda blaðsins hér. Verð þess er kr. 310.00 ísl. á núverandi gengi, og eru kaupendur þess beðnir að senda greiðslu sem fyrst á Aðalskrifstofuna, Amtmannsstíg 2B, sem sér þá um út- vegun á gjaldeyrisyfirfærslu og send- ingu til útgefenda. Ó venjulefi lilnueli. Það er stundum tímafrekt að reyna að útvega „Bjarma" auglýsingar, en eins og útgáfukostnaður er nú, er blaðinu nauðsyn að fá eins og eina auglýsingasíðu í hvert tölublað. Ef einhver vinur og velunnari blaðsins gæti veitt aðstoð við slíkt, væri það meira en vel þegið og ómetanleg að- stoð við útgáfu blaðsins. Ekkert annað fagnaðarerindi ÞaÖ er kallað víða að á kristna kirkju og kristilegt starf, þrátt fyrir állt tal um, að áhrifa hennar gœti œ minna. Þvi miður er það satt, að hún á ekki þau ítök í hug og lifsskoðun margra sem áður fyrr. Þrátt fyrir það er til hennar kallað, þegar þörf er. Æskulýðsvandamálin á hún að leysa, þegar allt annað þrýtur. Úr nístandi neyð milljóna á hún að bœta, því að hún á að vera miskunnsarni Samverjinn, sem gengur ekki fram hjá scerða manninum við veginn. Nú er meira að segja viða á hana kallað til þess að taka sér vojm í hönd og taka þátt í blóðugri byltingu, til þess að steypa harðstjórum eða spilltum stjórn- um og koma réttlœti á með þvi eina ráði sem dugi: Byltingu. Geri hún það ekki, þekkir hún ekki sinn vitjunartíma. Kristnum mönnum er sannarlega mikill vandi á höndum. Þeir sjá, ef til vill betur en flestir aðrir, hve neyðin er nistandi, sem þjakar meirihluta mannkyns. Þeir urðu fyrstir til þess að fara vanþróuðum til hjálpar, og sú staðreynd blasir við, að t.d. voru allt fram til ársins 1950 90% af skólum Afriku starfræktir af kristniboðinu. Síðan hefur það hlutfáll minnkað mjög, m. a. vegna þess, að stjórnarvöld nýfrjálsra þjóða hafa viða tekið skóla kristniboðsins eignamámi og þeir orðið kjarninn i nýju skólakerfi. Það er óneitanlega hœtta á ferðum fyrir kristna menn, þegar kállað er á það til verkefna, sem eiga fullan rétt á sér. Hins vegar má þeim áldrei gleymast, lwert er raunverulegt hlutverk þeirra. Þeim má ekki gleymast, að kirkja og Tci'istni eiga tilveru sina í því einu, að Drottinn hefur falið kirkju sinni það ákveðna hlutverk að flytja fagnaðarerindi hans til állra manna. Því getur enginn b'i'eytt. Þótt sárt sé oft, má gœta þess, að ekkert verði svo mikilvœgt fyrir sálarsjónum vorum, að vér gleymum því, sem oss er trúað fyrir af Drottni sjálfum. Þess skulum vér einnig minnast nú, er nýtt vetrarstarf er framundan fyrir állt kristilegt starf í þessu landi. Alda lát- lausi'a skemmtana fyrir œskuna rís hátt. Hún er mögnuð œ meir, til þess að leysa það, sem kallað er œskulýðsvandamál. Æskan þarf annars við, ef hjálparstarfsemin henni til handa á ekki að veiða til þess eins að auka enn meira á tómleik hennar og ráðleysi, kippa enn frekar fótum undan henni í leit að grund- velli, sem haldi. Vér höfum þar boðskap að flytja. Það er gamla fagnaðar- erindið um hjálprœði Guðs í syni hans Jesú Kristi. Það er kallið til lífs í samfélaginu við hann. Og vér höfum mikla þörf fyrir það að gera oss enn einu sinni Ijóst, að vér viljum ekkert annað fagnaðarerindi flytja en það, sem kristin kirkja hefur boðað mönnunum um állar aldir. Fagnaðarei'indi Guðs um son- inn hans, Jesúm Krist. Og vér megum gjarna eiga markvissari vitund um hlutverk vort eins og Páll, er hann sagði: „En ég ásetti mér að vita eklœi't á meðal yðar nema Jesúm Krist og hann krossfestan.“ Guð gefi oss náð til að bera fagnaðarerindið enn einarðlegar fram nú en áður. Það er það eina, sem vér höfum kynslóð vorri að fœra, sem getur orðið henni til raunverulegrar hjálpar. Gætum þess því vel að láta ekkei't skyggja á það. U J A U M I 3

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.