Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.09.1969, Page 7

Bjarmi - 01.09.1969, Page 7
r . ■ =? Þing kristniboðs- félaganna FYItSTI IIAGUIt 21. þing Sambands ísl. kristni- boðsfélaga var haldið í sumar- búðum K.F.U.M. í Vatnaskógi dagana 30. júní til 2. júlí s.l. Þing þetta var á ýmsan hátt óvenjulegt, því í sambandi við það var minnzt 40 ára afmælis Sambands ísl. kristniboðsfélaga, en það var stofnað 9. júlí 1929. Þingið hófst kl. 10 f. h. með morgunhugleiðingu, sem Stein- grímur Benediktsson, kennari í Vestmannaeyjum, annaðist. Að guðræknisstundinni lokinni flutti formaður sambandsins skýrslu um störf þess á undan- förnum tveim árum. Bar skýrsl- an og nokkurn blæ þess, að 40 ára afmælisins var minnzt, því sagt var frá stofnun þess og upphafi sambandsþinga. Skýrsl- an bar vott um mikinn vöxt í starfi kristniboðsins úti í Eþí- ópíu, en einnig vaxandi erfið- leika og þá ekki sízt vegna tveggja gengislækkana á tveim undanförnum árum. Var skýrslugjörð ekki lokið fyrr en um hádegi. Kl. 1.30 e. h. hófst fundur aftur og voru nú fluttar skýrsl- ur frá ýmsum félögum. Er ávallt uppbyggilegt og fróðlegt að heyra frásagnir einstakra félaga og flokka frá starfi þeirra hverju sinni. Eftir síðdegiskaffið var gert hlé á flutningi skýrslna, en gjaldkeri sambandsins, Hilmar B. Þórhallsson, lagði fram reikn- inga þess og skýrði. Að því loknu var framhaldið skýrslum einstakra félaga, og hélzt svo fram til kvöldverðar. BRAUT- KYÐJENDUK IIFIÐRAÐIR Kl. 8.30 hófst samverustund, sem hafði yfirskriftina „Fer- tugsafmælið I.“. Þetta kvöld var helgað fyrstu starfsárum Sambandsins og þar af leiðandi starfinu í Kína. Kom Ölafur Öl- afsson, kristniboði, með kvik- mynd þá, sem hann tók frá starf- inu í Kína síðustu árin, sem þau hjón störfuðu þar. Sýndi hann myndirnar, skýrði og skaut inn í ýmsum frásögnum. Að máli hans loknu sagði frú Herborg Ólafsson nokkrar minn- igar frá starfi og einstaklingum í Kína. Þegar þau hjónin höfðu lokið þáttum sínum frá starfinu í Kína, ávarpaði formaður Kristniboðssambandsins þau og afhenti þeim, fyrir hönd stjórn- arinnar og allra kristniboðsvina, tvo heiðurspeninga úr gulli, sem ákveðið hafði verið að gefa þeim sem þakkir fyrir braut- ryðjendastarf í íslenzku kristni- boðsstarfi. Á peningana var greypt öðrum megin mynd af Kristi, þar sem hann bendir út yfir fullþroskað akurlendi: „Far- ið — ég er með yður alla daga.“ Hinum megin á peninginn eru greypt nöfn þeirra hvors á sinn pening. Á miðri þeirri hlið er skjöldur, sem á stendur „Fyrir brautryðjendastörf". 1 sviga fyr- ir neðan skjöldinn var svo skráð „Á 40 ára afmæli S.l.K. 1969.“ öllum viðstöddum var ljóst, að hér var um einstæðan atburð að ræða, að fá að lifa það, er braut- ryðjendurnir voru heiðraðir á þann hátt, sem aðrir hafa ekki verið heiðraðir, enda þeirra þáttur einstæður. Að lokinni þessari látlausu athöfn endaði Ólafur Ólafsson kvöldið með hugleiðingu og var klukkan þá rúmlega ellefu. AY.WK DAGUR Fundir hófust aftur á þriðju- dagsmorgni kl. 10 með því, að Benedikt Arnkelsson, cand. theol., hafði morgunhugleiðingu. Síðan hafði formaður framsögu- erindi um hag og horfur kristni- boðsins í Eþíópíu, og voru síðan umræður um þau mál fram til hádegis, en í lok þeirra umræðna var stuttur þáttur úr sögu Sam- bandsins. Kl. 1.30 var framhald um- ræðna og skýrslna, sem eftir voru, og hélzt svo fram að kaffi- hlé. Kl. 4.30 var fundur, þar sem yfirskriftin var „Afmæli S.l.K II. “ Var þar sagt frá starfinu í Eþíópíu og sýndar myndir frá kristniboðsstöðinni í Gídole. KlNA- KRISTNIBOÐAR HEIÐRAÐIR Kl. 8.30 hófst aftur fundur og var yfirskrift hans „Fertugs- afmælið II.“. Sýnd var mynd frá kristniboðsstöðinni í Konsó, sem norskur kristniboði hafði tekið. Þau hjónin frú Astrid og Jó- hann Hannesson höfðu verið boðin á samverustund þessa og fékk sr. Jóhann Hannesson orð- ið og ræddi m. a. um kristniboð- ið í Noregi og áhrif þess bein og óbein. Að máli hans loknu, ávarpaði formaður þau hjónin, sem voru heiðursgestir þessarar samverustundar. Þakkaði hann fyrir störf þeirra fyrir kristni- boðið í Kina og afhenti þeim bikar með áleti’un: „Astrid og Jóhann Hannesson. Þökk fyrir kristniboðsstöi’f. Á 40 ára af- mæli S.l.K. 1969.“ Að þessari athöfn lokinni var setzt að kaffidrykkju og síðan endaði formaðurinn með stuttri hugleiðingu, eftir að sr. Jóhann Hlíðar hafði sagt nokkur orð. ÞKIKJI DAGUR Fundur hófst aftur kl. 10 f. h. miðvikudaginn 2. júlí. Gunnar Sigui’jónsson, cand. theol., hafði hugleiðingu, en síðan hafði for- maður fi’amsögu um heima- starfið. Á eftir hófust miklar umi’æður, sem margir tóku þátt í. Héldust þær umi'æður allt til BJARIII 7

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.