Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.09.1969, Page 10

Bjarmi - 01.09.1969, Page 10
T«IAL,D- SAMKOMUR I UEYKJA- VlK Nefnd sú, sem stjórn Kristni- boðssambandsins skipaði til þess að sjá um tjaldsamkomur í Reykjavík nú í sumar, ákvað, að tjaldið skyldi að þessu sinni reist skammt fyrir vestan Nes- kirkju. Það hefur verið venja nefnda þeirra, sem séð hafa um samkomur þessar undanfarin ár, að samkomurnar yrðu helzt ekki meira en tvö ár á sama stað. Þær hafa undanfarin ár alltaf verið austantil í bænum. Við Holtaveg, Breiðagerðisskóla og Álftamýrarskóla. Nú var tjald- ið í fyrsta sinn reist í vestur- bænum. Tjaldsamkomurnar hófust sunnudaginn 13. júlí, og þeim lauk sunnudaginn 20. júlí. Sókn var misjöfn, uppundir % í tjald- inu, þegar fásótt var, en fullt tvö kvöld og mátti heita fullt þrjú önnur kvöld eða hátt í það. Að vanda voru ýmsir ræðu- menn. Venjulega sögðu tveir nokkur orð á hverri samkomu, en einn hafði aðalræðu. Auk þess var svo aukasöngur á flest- um samkomunum. Gunnar Sig- urjónsson, guðfræðingur, starfs- maður Kristniboðssambandsins, stjórnaði samkomunum. Óhætt er að segja, að samkomurnar hafi verið mun betur sóttar að jafnaði en í fyrra. 1 lok sam- komuvikunnar gáfust Kristni- boðssambandinu kr. 43.330,80 til starfs síns. Var það enn einn Með sígandi sól hefja skólarnir göngu sína um í Miðbæjarskólanum í Reykjavík. Lærisv við uppvaxandi æskulýð. Oss ber að gróðu unnar, meðan jarðvegurinn er gljúpur, og liamingju einslaklinganna. „Fræð þú sveirs enda a gamals aldri mun bann ekkl vottur um fórnfýsi og kærleika kristniboðsvina. Auk almennu samkomanna á kvöldin kl. 8.30 voru tvær barna- samkomur síðdegis. SAMKOMIIt Á SELFOSSI Kristniboðsflokkurinn Ár- geisli í Reykjavík gekkst fyrir nokkrum almennum samkomum í Selfossþorpi síðastliðið sumar. Þótti það takast vel. Var það félagsmönnum hvatning til þess að reyna að efna aftur til slíkra samkomuhalda nú í sumar. Fengu þeir leigðan salinn í Sel- fossbíói fimmtudag og föstudag 14. og 15. ágúst s.l. Fór nálægt 30 manna hópur austur til að aðstoða við samkomuhöldin ýmist með söng eða tali. Fyrri samkoman var ágætlega sótt, en sú síðari miður. Félagar í þessum kristniboðs- flokki eru allir ungir. Hámarks- aldur félaga er samkv. lögum flokksins 35 ár. Fundir hafa ver- ið haldnir í „Kristniboðshúsinu ÍO BJARMI

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.