Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.09.1969, Page 11

Bjarmi - 01.09.1969, Page 11
u ný. Mynd þessi var tekin í fyrra uf hörn- einar Krists hafa niiklnm skyldum að gegna rsetju hiS lifandi orS GuSs í hjörluni œsk- leggju þar með grundvöll aS sunnri lífs- nn um veginn, sem hann á að' lialdu, og af honum víkja“ (Orð’skv. 22,6). Betaníu“ í Reykjavík og annast félagar þá yfirleitt sjálfir. Und- anfarin tvö ár hefur mikill áhugi verið ríkjandi meðal yngri fé- laganna fyrir heimastarfinu, og eru samkomuhöld þessi á Sel- fossi einn þáttur þess áhuga. SAMKOMV- VIKA Í VESTMAMA- KY.IUM Fyrirhugað er að efna tii samkomuviku í húsi K.F.U.M. og K. í Vestmannaeyjum vikuna 28. sept. til 5. okt. Mun þá hóp- ur koma frá Reykjavík til að- stoðar við samkomurnar, en starfsmenn Kristniboðssam- bandsins, þeir Benedikt Arnkels- son og Gunnar Sigurjónsson, verða í Vestmannaeyjum þessa viku, og fleiri ræðumenn munu ef til vill koma til Eyja. Langt er síðan efnt hefur verið til slíkrar samkomuviku í Vest- mannaeyjum á vegum K.F.U.M. og K. og Kristniboðssambands- ins. Er mikill áhugi fyrir þess- ari viku og von um, að góður hópur fáist til fararinnar. Er vonandi, að för þessi verði til eflingar og uppörvunar starfi fé- laganna í Vestmannaeyjum. Er það sannarlega bænarefni fyrir þá, sem bera kristilegt starf og framgang þess fyrir brjósti. Minnizt samkomuvikunnar í Vestmannaeyjum dagana 28. sept. til 5. okt. n.k. VAGLINCAMOT I VATNASKÖGI Framh. af bls. 9: útna hlé, en síðan var hugleið- ing um efnið „Hann kom“. önn- uðust þau Sigrún Sveinsdóttir og Jón Dalbú Hi’óbjartsson þá íhugun. Á mánudegi var blæjalogn og yndislegt veður allan daginn. Kl. 10.30 hafi Guðni Gunnarsson biblíulestur út frá efninu „Hver er lærisveinn Jesú?“ Eftir hádegið var svo aftur unað við margs konar íþróttir og leiki á leikvanginum allt fram til kl. 4. Kl. 5 var síðan aftur unglingadeildarfundur með svip- uðu sniði og daginn áður. Að þessu sinni hafði Páll Friðriks- son frásöguþáttinn, en Sigur- steinn Hersveinsson var með hugleiðingu um efnið „Hann kemur“. Kl. 8 um kvöldið var svo skilnaðarsamkoma. Kristín Jó- hannesdóttir og Árni Sigurjóns- son töluðu þá, og var efnisval í sjálfsvald sett. Lauk þar með dagskrá þessa móts, sem tekizt hafði ágætlega. Á öllum sam- komunum var hljóðfærasláttur og aukasöngur, sem ungt fólk annaðist. Var það ýmist tví- söngur eða kvartett. Setti það mjög svip sinn á samkomurnar, að hafa þá aðstoð. Mót eins og þetta eru orðinn fastur liður í starfi unglinga- deildanna, enda er ýmsum ljóst, að það kemur sér vel að geta gefið meðlimum þeirra kost á slíkri samveruhelgi, þegar marg- ar raddir kalla og bjóða til sin. BJARMI 11

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.