Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.09.1969, Page 13

Bjarmi - 01.09.1969, Page 13
okkar er mikill og margar góð- ar fyrirætlanir komust aldrei í framkvæmd. Eitt stendur þó tindrandi skært: Trúfesti Guðs. Hann hefur verið með alla daga og gefið ávöxt af starfinu þrátt fyrir allt. Einn er sá merkisdagur, sem yfir aðra gnæfir. Barrisja Hunde var vígður prestur í byrjun marz. Barrisja hefur reynzt mjög góður starfsmaður, hefur ríka ábyrgðartilfinningu og er fús að heimsækja þorpin bæði nær og fjær. Við biðjum Guð að varðveita hann í auðmýkt og veita styrk í starfi, sem oft get- ur verið erfitt og þreytandi. Á árinu var starfssvæðinu í Konsó skipt í 4 söfnuði. Hver söfnuður hefur valið öldunga og safnaðarþjóna. öll minni háttar mál eru tekin fyrir í hverjum söfnuði fyrir sig, en því sem næst mánaðarlega eru haldnir fundir hér á stöðinni fyrir alla safnaðaröldungana, og þá eru veigameiri og erfiðari mál safnaðanna og starfsins rædd. Mikla gleði og uppörvun veittu námskeið þau, er haldin voru á síðastliðnu sumri fyrir safnaðarmeðlimi. Slík 3—4 vikna námskeið voru haldin í 8 þorpum og yfir 90% fullorð- inna meðlima voru þátttakend- ur. f allt sóttu um 250 manns þessi námskeið. Kennslu önnuð- ust að mestu leyti Bayane og Borale, prestsefnin okkar, ásamt Barrisja. Sunnudagaskólastarfið í hér- aðinu hefur gengið mjög vel, og mun láta nærri, að rúmlega 1000 börn sæktu þá allreglulega síðasta haust. Starfsmenn safnaðarins eru nú: 22 prédikarar, 2 námskeiðs- kennarar, 2 biblíukonur og 3 kennarar, sem annast 1. bekkj- ar kennslu í 3 þorpum. Starfað er í 28 þorpum. Kvöldkennsla fer þar alls staðar fram og hafa nemendur verið frá 1500 til 2000. Skírnarnámskeið eru hald- in, eftir því sem þörf krefur. f desember voru slík í einum 14 þorpum. f byrjun hvers mánað- ar hafa verið fundir með starfs- mönnunum, og hef ég þá m. a. farið yfir sunnudagaskólatext- ana. Á árinu voru 162 fullorðnir skírðir og fermdir og 114 börn skírð. Safnaðarmeðlimir eru aljs 959, sem skiptast þannig: Karlmenn 363 Konur 255 Börn 341 í júlimánuði var haldið nám- skeið fyrir starfsmenn safnað- arins. Því miður þjást nokkrir þeirra af þekkingarskorti, ein- faldlega vegna þess, að þeir hafa of fáa bekki í barnaskóla að baki. Hætt er því við, að starf þeirra nái ekki tilætluðum ár- angri. Það er mikið fyrirbænar- efni. að söfnuðurinn fái góða starfsmenn með nægilega þekk- ingu til starfa úti í þorpunum. Hér á stöðinni hafa starfs- hættir ekki breytzt mikið. Á þriðiudagskvöldum eru mynda- sýningar. Við keyptum nýlega 24 biblíu-myndræmur, og hafa börnin og unglingarnir í nær- liggiandi þorpum fjölmennt miög. Á fimmtudagskvöldum eru bæna- og vitnisburðarstund- ir. Hálfsmánaðarlega söfnumst Eftirtaldar gjafir bárust Kristni- boðssambandinu í júlí 1969: Frá einstaklingum: N.N. (afh. Ó.Ó.) 1000 kr. M.Kd. 300 kr. L.J. Akranesi 500 kr. R.K. 500 kr. B.Á. 300 kr. N.N. 100 kr. „Gamall sjó- maður“ 500 kr. J.R. 200 kr. T.S. 100 kr. S.G. 200 kr. Á.og Þ. 2000 kr. H.H. Ve. 1000 kr. S.J. Ve. 700 kr. P.B. 2000 kr. N.N. 700 kr. N.N. (afh. Ó.Ó.) 500 kr. N.N. (afh. Ó.Ó.) 2000 kr. J.Þ. 275 kr. A.P. 300 kr. J.J. 500 kr. G.A. 500 kr. A.S. 500 kr. Innk. á samkomum og fundum: Samskot á tjaldsamkomum kr. 43.- 325,80. Kristniboðsfél. kvenna, Stykk- ishólmi 15.700 kr. Baukar: Úr svíninu 985 kr. Innk. á almenna mótinu í Vatna- skógi og kristniboösþingi: við með starfsmönnunum, sem búa á stöðinni. Tvisvar í viku eru sauma- fundir fyrir konur. Þriðjudags- fundirnir eru haldnir til skiptis á heimilum kvennanna utan stöðvar og innan. Það hefur ver- ið trúfastur hópur. Þær sauma fyrir útsölu, sem venjulega fer fram í maí—júní. Allur hagn- aður af vinnunni rennur til safn- aðarins. Föstudagsfundirnir eru í námskeiðshúsinu. Þá sauma konurnar blússur, pils eða aðrar flíkur á sjálfar sig eða fjöl- skyldumeðlimi. Þátttaka hefur verið afar góð, allt að 50 konur. Biblíukonurnar hafa byrjað með kvennafundi í nokkrum þorpum. Húsmæðurnar hér á stöðinni hafa haldið við þeirri venju að koma saman á föstudagsmorgn- um til sambænar, og eftir há- degi hvern sunnudag safnast safnaðarkonurnar hér í kring á almenna bænastund. Adane, Jóhannes og Gezahinj, sem allir eru kennarar, byrjuðu í haust fundi fyrir unglinga. Annan hvern laugardag hafa þeir heimsótt nálægustu þorp. Hina vikuna eru fundirnir á stöðinni. Á samkomu kr. 111.102,20. Frá ýms- um 27.800 kr. Minningargjöf um Hró- bjart Árnason frá N.N. 30.000 kr. Minningargjöf um Ingvar Árnason frá B.J. 5000 kr. Minningargjöf um Hrein Pétursson, Stykkish., frá foreldrum hans 1000 kr. Eftirtaldar gjafir bárust Kristni- boðssambandinu í ágúst: Frá einstaklingum: K.K. 500 kr. T. 100 kr. M.Kd. 300 kr. G.B. Ve. 3000 kr. K. Skjaldarvik 8000 kr. S.F.S.V. 2000 kr. E.K. 600 kr. Ó.E. 5000 kr. M.G. Hf. 75 kr. G.G.A. 2500 kr. Ö.J. 500 kr. Frá félögum og samkomum: Innk. á fagnaðarsamkomu fyrir As- faw Kelbero í Rvik 18.450 kr. Innk. á síðari samkomu A. Kelbero í Rvík 9.847 kr. Samskot á samkomu Asfaw Kelbero í Vestm.eyjum kr. 5.169,70. Innk. á samkomu í örsta í Noregi kr. 8.526,70. Barnasamkoma að Útskálum á pálmasunnudág 1000 kr. Telpur í Hafnarfirði 500 kr. Baukar: Baukur i Hafnarfj.kirkju 6000 kr. B J A B M I 13

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.