Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.09.1969, Side 19

Bjarmi - 01.09.1969, Side 19
Georg verður leiðtogi. Tarlton framkvæmdastjóri lét hendur standa fram úr ermum. Sífellt komu ný fyrirtæki til skjalanna og vildu taka þátt í starfinu. Og Tarlton heimsótti þau öll til þess að tala og segja frá. Hann fór ekki að- eins um Lundúnaborg, heldur einnig víðs vegar um landið. Hann var sífellt að fá bréf frá verzl- unarmönnum, sem höfðu áhuga á þessu nýja, kristilega starfi meðal stéttarbræðra í Lundún- um. Tarlton kepptist við og reyndi að fullnægja öllum beiðnum og fyrirspurnum. Georg var hans hægri hönd frá fyrstu stund. Þeir tengdust innilegum vináttuböndum. Þeir höfðu sérstakan áhuga á nýrri starfsaðferð. Það var Tarlton, sem átti frumkvæðið. Hann kallaði saman pilta og unga menn í biblíulestrarhópa. Þeir voru ekki margir í hverjum hópi. Þeir gátu rúmazt við hæfilega stórt borð. Þeir áttu heldur ekki að vera fleiri. Tarlton var frábær stjórnandi á þessum óbrotnu samverustundum. Og Georg var stórhrifinn. En ekki leið á löngu þangað til þeir voru orðnir svo margir, sem vildu vera með, að Georg varð að taka við stjórninni í einum hópnum. Það kom í ljós, að svo virtist sem hann væri skapaður til þessa starfs. Löng þjálfun hans við kennslu í sunnudagaskólanum og hin mikla reynsla í sálgæzlu meðal félaganna í verzluninni báru nú ríkan ávöxt. Georg kom vel undirbúinn til biblíulestranna í hópnum. Hann vildi ekki, að nein atriði í dag- skrá samverustundanna væru ,,dauð“. Hann bjó sig alltaf einhverjum „vopnurn", áður en hann fór. Og jafnskjótt og hann hafði lokið hinum stuttu skýringum sínum á textanum, áttu hinir piltarnir að segja skoðun sina ,,án þess að láta andartaks- stund fara til spillis". Þannig hófust fjörugar um- ræður þegar í stað, og Georg stjórnaði þeim snilldarvel. Séð skyldi um, að allir kynnu vel við sig, og enginn mátti vera ,,ókunnugur“ í hópnum. Kæmi nýr maður, var einum eða tveimur piltum, sem fyrir voru, þegar fengið það hlutverk að taka hann að sér. Þeir skyldu komast að því, hvaðan hann væri. Síðan áttu þeir að bjóða honum ein- hvern daginn með sér í tedrykkju, og eftir það var ekki erfitt að fá hann til að koma aftur. Bjartur og hressandi blær átti að ríkja á stund- unum. Allir áttu að hlakka til biblíulestranna. Leiðtoginn mátti ekki þreyta þá eða fæla í burtu með því að biðja of langar bænir eða tala mikið sjálfur og láta bera á sér. Biblíulestrarhópunum fjölgaði sífellt. önnur verkefni í félaginu hlóðust á Tarlton, svo að skjótt kom að því, að Georg stjórnaði öllu þessu starfi. Sú tilhögun komst á, að í biblíulestrar- hópunum voru aðeins ungir menn, sem tilheyrðu ekki neinum söfnuðum. Þarna var því beinlínis um trúboðsstarf að ræða. Einu félagsmennirnir, ----—-------------------------------------------- (Euðbranhsstnfa Hins íslenzka Biblíufélags Hallgrimskirkju — SkólavörðuhæS — Reykjavík Sími 17805 Opið alla virka daga nema laugardaga kL 2—5 e.h. VerOsJcrá yfir bœkur Biblíufélagsins: BIBLlAN, stærri gerð, ib........... kr. 500,00 — — — ób..................— 250,00 — minni — ib..................— 340,00 NÝJA TESTAMENTIÐ / vasaútgáfa: Nr. I / skinnband ................. — 245,00 — II / skinnband .................. — 175,00 — III / leðuriíking ............... — 95,00 LÆKNIR SEGIR SÖGU, Lúkasarguðspjall þýtt úr frummálinu 1965—’67 ......................... — 186,00 APÓKRYFAR BÆKUR Gamla testamentisins, Rvík 1931 á kostnað HlB, ób...... — 150,00 FYRSTA BÓK MÓSE (Genesis), Rvik 1899 á kostnað HlB, ób.................. — 50,00 AFMÆLISRIT HlB 1815—1965 ............ — 100,00 — Útsöluverð án söluskatts — >-------------------------------------------------J sem fengu að taka þátt í þessum samverustund- um, voru þeir, sem stjórnuðu. Það leið ekki á löngu, þangað til Georg sá svo um, að te og kringlur urðu þáttur í dagskránni. Það var miklu auðveldara að fá menn til að leysa frá skjóðunni yfir heitum tebolla. Þetta litla at- riði rauf gráan hversdagsleikann í lífi þessara ungu manna og gæddi hann hátíð, meðan á stóð. Þeir voru flestir fátækir brauðstritsmenn í hópi milljónanna í Lundúnum. Persóna Georgs hlýtur að hafa haft sterkt að- dráttarafl á ungu piltana. Þeir elskuðu hann og gerðu allt, sem hann bað þá um. Einn þeirra kemst svo að orði um hann: „Mér fannst hann hlyti að líkjast Jóhannesi postula. Þið hefðuð átt að heyra til hans, þegar hann talaði með skyn- semd og kærleika við okkur piltana. Á eftir fékk hann okkur til þess að fara tveir og tveir saman og hlusta á einhvern kunnan prédikara í Lun- dúnum“. Þeir urðu heillaðir af honum. Fórnar- viljinn og kærleikurinn, sem þeir nutu af hans hálfu á margvíslegan hátt, tengdu þá honum. En hann hafði líka undursamlegan hæfileika til þess að leysa þá smám saman frá sér og vísa þeim veginn til Jesú. Félagið óx hröðum skrefum. Félagsmenn voru orðnir eitt þúsund, þegar fjögur ár voru liðin frá stofnun þess. Og árið 1849 fluttu þeir í ný og stærri húsakynni í Gresham Street í miðborginni. B J A R M ■ 10

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.