Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.09.1969, Page 20

Bjarmi - 01.09.1969, Page 20
4. i: I MlJA.VVSrtRV I It Framh. af bls. 1: þeirra þrjú, komust öll yfir til trúar og gerðust meðlim- ir í biskupakirkjunni. er ekki reglulegur kirkjugestur“, segir von Braun. £g les samt meira af trúarlegum ritum og bókum en flestir þeirra, sem sækja kirkjur reglulega. Ég hef þann sið, að ég les ávallt í Biblíu Gídeoníta, þegar ég gisti einhvers staðar á gisti- húsi eða gististað — ég nota mikinn tíma í ferðalög.“ Von Braun er sannfærður um, að geimrannsóknimar séu í samræmi við vilja Guðs. „Guð hefur skapað mann- inn með eðlilegri forvitni. Hánn ætlast til þess, að vér notum þessa gjöf. Ef það væri ekki tilgangur Guðs með oss, að vér rannsökum himingeiminn, er ég sann- færður um, að hann hefði aldrei leyft oss að nota þá krafta til geimrannsókna, sem vér höfum nú yfir að ráða.“ Er ég á réttri leið? Von Braun er sannfærður ur um, að til séu aðrar ver- ur í himingeimnum en menn- irnir. Það er vel unnt að hugsa sér, að Guð hafi sent son sinn til annarra heima með fagnaðarerindið. „Hins vegar er ekkert því til fyrirstöðu, að fórnardauði Jesú hér á jörð gildi einnig fvrir aðrar skynsemigæddar verur í himingeimnum,“ seg- ir hann. „Það, sem veltur mest á að skilja,“ heldur von Braun áfram, „er, að vér lifum hér á þessum hnetti, og hoðskap- urinn, sem Jesús kom með, er undursamlegur boðskapur fyrir heim vorn.“ Þessi 57 ára geimferðasér- fræðingur hefur hlotið 20 heiðursdoktorsnafnbætur. Listinn yfir heiðursveitingar, sem hann hefur hlotið, nær yfir þrjár vélritaðar síður. Hann segir: „Stundum lendi ég í efa- semdatímabili. Ég spyr sjálf- - : ' . ' ,J" an mig: Er ég á réttri leið eða ekki? Þá kemst ég að raun um, hvílíkan styrk ég hlýt við það að biðja Guð um hjálp og að taka á móti hjálpinni frá honum. Þörf mín fyrir hjálp Guðs og handleiðslu hefur farið vaxandi með ár- unum.“ Spumingin um, hvað rétt sé og hvað sé rangt, er veiga- mikil fyrir von Braun. Hann trúir ódauðleika sálarinnar, trúir á eilíft líf, annað hvort í samfélagi við Guð eða í for- dæmingu. Trúna á það, að maðurinn hafi ódauðlega sál, rökstyður hann ekki aðeins með trúarlegum rökum held- ur einnig vísindalega. Hið andlega veigameira en hið vísindalega. „Vísindin hafa komizt að því, að ekkert getur horfið gjörsamlega. Eyðing þekkist ekki í náttúrunni — heldur aðeins umbreyting. Fyrst Guð notar þessa grundvallarreglu, er um er að ræða hið smæsta og veigaminnstu hluti himin- geimsins, er þá ekki alveg rökrétt að gera ráð fyrir því, að hann noti einnig þessa reglu, þegar um er að ræða mesta snilldarverkið í sköp- unarverki hans — sem sé mannssálina. Ég held, að hann gjöri það.“ „Tök okkar á því að kom- ast af nú og í framtíðinni velta meira á andlegum hlut- unv en vísindalegum þáttum. Mennirnir reyna að sigra nátt- úruöflin umliverfis sig með vísindalegum aðferðum. Við vitum, að sigurinn vinnst fyr- ir Jesúm Krist . . .“ Þannig komst Werner von Braun að orði, meðan eld- flaugin bar mennina út í geiminn og lieinv aftur á Iengstu og stórkostlegustu könnunarferð sögunnar. (Þýtt og endursagt úr „Kristeligt Dagblad".) 20 BJABHI

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.