Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1971, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.10.1971, Blaðsíða 2
 Englarnxr komu sem boðberar txl fjárhirö- anna x Betlehem. Þeir voru sendir frá himni til jaröar meö skilaboö um, hvaö GuÖ hefur gjört okkur til björgunar frá synd og dauöa. Þeir töluöu ekki um neitt, sem einhverjir menn heföu gjört eöa œtluöu sér aö gjöra sjálfum sér til lausnar. Þeir boðuöu eingöngu náöarverk GuÖs í komu frelsara vors. Þér boöast, aö GuÖ hafi tekiö á sig endurlausn þxna. ÞaÖ, sem varö að gjörast, er hann bú- inn aö framkvœma, og ekkert vantar á verk hans. Þú kemur ekki meö neinar úrbætur á nemu hjá honum. Hann á ekkert hálfgjört þér til frelsunar, og ekkert ógjcrrt. Og ekki ertu neins dugandi þér til sáluhjálpar. Þú ert háöur því, sem gjört er af GuÖi, og ann- ars þarftu ekki. Hann veit vanmátt þinn og boöar þér hjálprœöi sitt x frelsara þínum, sem til þin er kominn. Þetta er frelsisboöskapurinn, sem borizt hefur þér og berst enn. Þú lœtur þér ekki dyljast, hvernig honum var tekiö. Ekki var honum eins vel fagnaö af öllum. FólkiÖ skipti sér í tvo flokka, meö og móti. Heródes konungur varö felmtsfullur viö boðskapinn og öll Jerúsalem meö honum. Honum heföi farsœlzt betur aö leita GuÖs og láta állan ótta og illsku fara. ÞaÖ sem hann hræddist og hafnaöi, hefði oröiö bezta björgun hans. Hrœösla viö frelsisboðskap GuÖs gengur ékki sífellt til atlögu. Hún getur látiö sér nœgja sinnuleysið eitt og gengiö framhjá öllu, sem til afturhvarfs TeiÖir. Þú hyggst vilja verja sjálfan þig og allt, sem þér hefur hlotnazt, en veröur aö missa þaö, engu síð- ur en Heródes. Heimur lofar góðu, en laun- ar illa. ÞaÖ, sem þú vinnur á flótta frá frels- ara þínum, sneyöir þig hjartagleði og gerir þig liugsáran og hamingjulausan. Svo illa vill GuÖ þér alls ekki. Þú þarft ekki að hrœðast frélsarann. Hann gefur margfált meira en hann tékur. BoÖskapur- inn varð hiröunum leiöarljós til frélsarans. Allur ótti hvarf þeim hjá hrmum. GleÖin yfir honum tók yfirhönd og fylgdi þeim alla ævi. Án Guðs opinberunar i Kristi erum viö í myrkri, án GuÖs og án vonar. Enginn veit leiö til hans. AUir eru afvegaleiddir, og eng- inn finnur leiö af sjálfum sér. En án GuÖs þarftu ékki aö vera. Frélsari þinn er kominn og boðskapurinn fluttur þér. Á meöan þú hugfestir orð GuÖs og biður, fœröu aö reyna, að hjarta þínu veröur lokiö upp, eins og sagt er um Lydíu. Þér gefst vissa um það, hvaö þú átt í Jesú, lausnara þínum og Drottni. Drottinn segir um fólk sitt viö Jesaja: „Þér gegnduö ekki, þegar ég káUaði, og heyrðuö ekki, þegar ég tálaði, heldur aÖ- höföuzt það, sem illt var í mínum augum, og höfðuð mœtur á því, sem mér mislíkaöi.“ Þú lœtur hann ékki segja slíkt um þig? Þú hlýðir raustu hans. Sigurður Þorsteinsson. S BJAKHI

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.