Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1971, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.10.1971, Blaðsíða 7
og ég mun veita yður hvíld.“ Einn steinburðarmannanna staldrar við og hlustar, áður en hann á ný axlar steininn þunga, sem á að byrgja gröf hins dána bróður. Erfiði og þungar byrð- ar, líkamlega og andlega, eru engum heiðingja óþekktar. Hve ljúft er að mega segja þeim „söguna af Jesú, er sjálf mín björgun er.“ Næsti áfangastaður er á veg- inum til Teltelli. Þangað er bor- in dauðvona kona. Augun eru svo sokkin, að augnatóftirnar gína við eins og djúpar holur. Húðin er skrælþurr og vart unnt að finna æðar til að gefa i vökva, en það eitt má í flestum tilvikum verða til bjargar kól- eru-sjúklingi. Blóðið er eins og storknað og margsinnis verður að leita að nýrri æð. Flöskurn- ar, sem vökvinn drýpur úr, eru hengdar í tré, og konan hvílir í skugga þess. Skömmu síðar opnar hún augun og kveinkar sér. Við það hleypur til lítil hnáta, kastar sér á hnén og tár- in renna af vöngum hennar nið- ur á andlit hinnar sjúku. ,,Æ, amma mín, þú mátt ekki deyja“, hrópar hún aftur og aftur. Við drögum teppið yfir andlit kon- unnar, og barnið sefast um stund, — en í hvert sinn sem stuna líður frá brjósti sjúklings- ins, fer hún aftur að gráta. Eg stend þarna og hrífst af þessari innilegu elsku telpunnar, sem ekki getur lengi stillt sig um að lyfta teppinu til að sjá ömmu sína. Þá sá ég það, sem mér seint líður úr minni. Tekið and- lit fársjúkrar konunnar brosir hægt og hlýtt við litla ömmu- barninu, sem brosir á móti gegn- um tárin. Við tókum konuna með til sjúkraskýlisins og hún er nú löngu farin frísk heim. Saba Meda og Teltelli heyra eiginlega undir Yavelló, en þar sem ívið styttra er til Konsó, leitar fjöldi fólks hingað. Með þessum stuttu myndum úr ferð okkar, sendum við kær- ar kveðjur til ykkar allra. Ykkar einlæg, Katrín. Er degi lýkur, krýpur úlfaldinn á sandinn, til að láta létta af sér byröunum og hvílast á ný. Sál min, þú œttir einnig að krjúpa, er dýrum degi hallar, og láta Drottin þinn taka af þér byrðarnar, svo þú getir hvilzt örugg í náðum. Hvernig getur þú eila mœtt morgundeginum með öllu erfiði hans, erli og störfum, ef þú hefur alla nóttina borið byrðar þínar? Olfaldinn krýpur, er dagur rís á ný, og lœtur leiðsögumanninn koma byrðunum fyrir. Svo rís hann aftur upp og gengur um vegu. Þannig œttir þú einnig að krjúpa í dögun, svo Guð geti falið þér verkefni dagsins, fullviss þess, að byrði hans er þér ekki of þung. B. E. (Úr ensku). BJARMI 7

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.