Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1971, Blaðsíða 17

Bjarmi - 01.10.1971, Blaðsíða 17
Hvíta rósin Prédikari nokkur í Lundúnum hefur skýrt frá því, sem hér verður sagt frá, og það verður endursagt með hans eigin orð- um eins og frekast er unnt. Siðsumarsrökkrið breiddist yfir Thamesána, er ég gekk eftir bökkum fljótsins, áleiðis til samkomustaðar þess, þar sem ég átti að tala. Einhver óskiljanleg andúð eða tregða hafði gagntekið mig, sem olli þvi, að ég gekk mjög hægt. Ég staðnæmdist andartak og horfði niður í vatnið. Ég fór að hugsa um það, hverju þessir fljóts- bakkar hefðu orðið vitni að um aldaraðir. Það kom stundum fyrir, að slíkar hugsanir gátu gagntekið mig með miklu afli og gert mig alveg viðutan og hrifinn, en þetta kvöld juku þær frekar á þunglyndi mitt. Hve margir þeirra tugþúsunda manna, sem reikað höfðu hér í aldanna rás höfðu þekkt þann hjartafrið, sem Guð einn getur gefið? Hversu margir í hverfum Lun- dúnaborgar höfðu fundið svar við spurningum sálar sinnar þetta kvöld? Ég sneri mér við til þess að halda áfram, því að samkomu- tíminn nálgaðist. Þá varð ég skyndilega var við unga konu, sem reis upp af einum bekkj- anna þarna skammt frá, og gekk einbeitt að fljótsbakkanum. Það var eitthvað það í fari hennar, sem vakti ótta hjá mér, og ég hraðaði mér til hennar. „Fyrirgefið,“ sagði ég hlý- lega. Henni brá sýnilega mjög og leit hálf tryllingslega kring- um sig, eins og hún væri á flótta undan einhverju. Hún var í sorgarklæðum og það gerði fölva hennar og hörkudrættina i fögru andlitinu enn meira áberandi. Úr augum hennar skein hyldjúp sorg og örvænt- ing. Það fór eins og skjálfta- vottur um mig, enda þótt ég hefði kynnzt ýmsu meðal ógæfu- barna þjóðfélagsins í starfi mínu. „Fyrirgefið, að ég skuli ávarpa yður,“ sagði ég, „en ég er prédikari og er á leiðinni í samkomuhúsið þarna. Þér eruð bersýnilega gagntekin örvænt- ingu og neyð. Viljið þér ekki koma með mér á samkomuna í kvöld? Ef til vill finnið þér hvíld og hjálp hjá þeim, sem er fús til að vera vinur yðar.“ Þegar ég nefndi orðið „pré- dikari", var eins og ský drægi yfir andlit hennar og hún sagði með fyrirlitningarhreim: „Nei, ég vil ekki fara á sam- komu yðar. Ég kæri mig ekk- ert um trú yðar. Látið mig í friði.“ Ég hafði fyrr um daginn set- ið að tedrykkju hjá nokkrum vinum, og er ég fór þaðan, gaf húsmóðirin mér alveg skínandi fallega hvíta rós. Ég er ekki vanur að bera blóm í hnappa- gatinu, en ég tók þessa rós og lét hana þar. Allt í einu fór ég eftir einhverju, sem var eins og blásið mér í brjóst, þótt ég gæti alls ekki skilið það. Ég tók rós- ina úr jakkahorni mínu og rétti konunni hana. Þetta var vissu- lega óvenjuleg framkoma, en ég þorði blátt áfram ekki að óhlýðnast þessari hugsun, sem á mig sótti. „Viljið þér ekki taka við þess- ari hvitu rós,“ sagði ég. „Hún getur ef til vill minnt yður á það, að til eru vinir — og það þarna i samkomusalnum —, sem eru fúsir til þess að hjálpa yður, ef þér kornið." Ég var alls ekki viðbúinn við- brögðum hennar. Hún hörfaði aftur á bak, eins og ég hefði slegið hana. Margs konar til- finningar börðust bersýnilega innra með henni. „Nei, ó-nei,“ andvarpaði hún, en mér til mikillar furðu rétti hún samt fram hönd sína og tók við rósinni, og ég sá, að tár komu í augu hennar. Ég varð að halda áfram, en ég bað hana samt einu sinni enn að koma með á samkomuna. Ég varð mjög hryggur í anda alla samkomuna. Ég hafði á stuttu andartaki horft inn í neyð sálar, og ég þráði að hljóta kraft, sem þrýst gæti mönnum inn á eina rétta veginn til hjálp- ræðis og friðar. BJARHI 17

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.