Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1971, Blaðsíða 20

Bjarmi - 01.10.1971, Blaðsíða 20
MAÐUR KOM FKAM Þáttur um Billy Graham Byrjunarerfiðleikar i sambandi við tæknihlið- ina verka ögn þreytandi á suma. Og samt er þetta stórkostlegt tækniundur. Norsku túlkarnir i Dortmund eru í nokkrum vanda staddir, þar sem tæknisambandið við þá er ekki eins og vera ber, og þýzki túlkurinn, Peter Schneider, yfirgnæfir öðru hverju rödd þeirra heima í Noregi. En hið tröllaukna tjald hefur gífurleg áhrif á fólkið. Kyrrð ríkir í salnum. Ef til vill dregur allur þessi tæknibúnaður nokkuð úr þeim ægi- krafti, sem hvilir yfir Billy Graham. Samt kemst boðskapur hans til skila. Margir verða við hvatn- ingu hans, þegar hann biður þá, sem vilja leita hjálpræðis, að ganga fram að ræðustóli hans í Dortmund eða að stóra sýningartjaldinu í sam- komuhúsinu, þangað sem sjónvarpað er. Meðan hinn ofurstóri krossfararkór í Dortmund syngur „Just as I am“ á þýzku, streymir fólk hljóðlega að ræðustólnum í Westfalen Halle. Hópurinn er nokkru minni á hinum stöðunum. Billy Graham ávarpar þá, sem hafa gengið fram. Hann biður þá að lesa í Biblíunni á hverj- um degi, biðja daglega, vitna um Krist, sækja kirkju. Leiðbeinendur tala við þá, sem eru leitandi. Þeir gefa ráð, biðja með þeim, rétta þeim blöð og rit og eru fúsir til að vísa þeim þangað, sem þeir geti átt trúarlegt samfélag við annað fólk“. Fyrstu samkomunni er lokið. Vegna þrengsla verða forstöðumenn að biðja þá, sem komust inn fyrsta kvöldið, að sitja heima næsta dag, til þess að þeir, sem urðu frá að hverfa, eigi kost á að koma þá. Kvöld Annað kvöldið eru salirnir einnig u’nkunnar fullsetnir, þó að biðraðimar hafi ekki verið eins langar og daginn áður. Billy Graham hefur auglýst, að á þeirri samkomu ætli hann að beina orðum sínum sér- staklega til ungs fólks. Og æskan kemur. Heilu bekkirnir úr skólunum. Margir langferðabílar. Engum dylst, þegar Billy Graham hefur mál sitt, að hann þekkir æskuna. Hann velur sér að texta kafla úr ræðu Péturs á hvítasunnudag, þar sem hann vitnar til orða Jóels spámanns, Post. 2,16—21. Unga fólkið hlustar. Hvert orð heyrist, og hvert orð er íhugað. Hér fer á eftir megin- hluti ræðunnar: „Biblían er bók spádómanna. Pétur segir hér, að koma andans sé að nokkru leyti uppfylling þess, sem mælt hafi verið áður fyrir munn spá- mannsins Jóels. En spádómurinn segir líka, að sú kynslóð muni koma fram í sögunni, sem verði seld í hendur ungum mönnum, er dreymi drauma. Það má vera, að vér nútímamenn séum sú kyn- slóð, sem spámaðurinn Jóel talar um. Ég hef dulbúið mig og heimsótt svokallaðar ,,kærleiks-hátíðir“ (love-ins) og rock’n-roll-sam- kundur í heimalandi mínu til þess að kynnast æskunni. Hippar eru mjög áberandi meðal æsk- unnar víða í Bandaríkjunum og Evrópu. Þeir eru kynslóð vonsvikins fólks. Þeir taka inn örvunar- lyf til þess að geta lifað lífinu. Þeir varpa fram spurningum, sem snerta alla tilveru vora, en gef- ast upp um leið. Fyrir nokkru sneri stúdent heim frá háskól- anum í Kaliforníu. Hann sagði við föður sinn: „Ég ætla að hætta í skólanum og verða hippi. Og pabbi, það er eitt, sem ég vil, að þú vitir: Ég hata þig. Og ég geri ráð fyrir, að þú viljir vita ástæðuna." Faðir hans var sem þrumu lost- inn og mælti: „Já, gjarnan.“ Sonurinn svaraði: „Ég hata þig, af því að þú hefur búið allt of vel í haginn fyrir mig. Þú hefur ekki látið mig vinna og ekki veitt mér neitt, sem ég gæti trúað á. Þú hefur ekki gefið mér neitt annað en efnishyggj- una, og ég hef ekki áhuga á henni.“ Unga fólkið nú á dögum rís upp gegn þeirri velsæld, sem eldri kynslóðin hefur búið henni. Það segir, að lifið sé meira en góð afkoma. Það spyr spurninga og vill fá svar um hæl, því að það sér vetnissprengjuna og allan ófögnuðinn, sem getur dunið yfir heiminn á vorum tímum. Það vill vita, hvaðan það kemur, hvers vegna það er hér og hvert leiðin liggur eftir dauðann. 1 fyrsta lagi leitar æskan að gleði. Lauslæti, svall, fíknilyf og flakk veitir fullnægju um stund- ar sakir. En Biblían segir, að þessar nautnir vari skamma stund og endi í dauða og tortímingu. En Biblían talar einnig um varanlega og eilífa gleði. Svo segir í 16. Sálminum: „Gleðignótt er 20 BJAHMl

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.