Bjarmi - 01.10.1971, Blaðsíða 15
Saga lútherskrar kirkju í
Englandi nær allt aftur til sið-
bótarinnar. Samt er raunveru-
lega ekki unnt að segja, að hún
hafi sprottið eðlilega upp úr
enskum jarðvegi á sama hátt
og aðrar mótmælendakirkjur
þar í landi. Anglikanska kirkj-
an, kongregasjonalistar, meþó-
distar, presbýterar og fleiri
mótmælendakirkjur eru sprottn-
ar úr enskum jarðvegi. Lúth-
erska kirkjan var eins og jurt,
sem flutt var inn og gróðursett
í enskri jörð og hefur því alltaf
verið talin „erlendur söfnuður"
þar í landi. Það er því ekkert
undarlegt, þótt menn, sem það-
an koma hingað til lands, líti á
lútherska kirkju sem sértrúar-
flokk, þótt hún sé rikjandi hér.
Lútherskir söfnuðir í Eng-
landi mynduðust flestir þannig,
að erlendir menn, sem settust
þar að eða dvöldu þar lengri
eða skemmri tíma, mynduðu
slika söfnuði. Þannig var t. d.
allstór lútherskur söfnuður
þýzkra manna þar í landi þeg-
ar fyrir fyrri heimsstyrjöldina.
Um nokkurra alda skeið höfðu
einnig verið þar söfnuðir fyrir
Norðurlandabúa, stundum í
sambandi við sendiráðin. Nor-
rænar sjómannakirkjur hafa og
verið reistar í ýmsum borgum
Englands, Skotlands og Wales.
Það er því skiljanlegt, að lúth-
erska kirkjan hafi verið talin
erlent fyrirbrigði í Englandi.
Þótt sannleikurinn sé sá, að
lútherska kirkjan er langsam-
iega stærst kirkjudeild mótmæl-
enda, eru lútherskir söfnuðir
tæpast taldir tilheyra nokkurri
kirkjudeild í augum margra
Englendinga, svo smá er hún
þar í iandi.
Árið 1948 mynduðu lúthersk-
ir söfnuðir ýmissa þjóðarbrota
þar í landi samband, og síðan
hefur verið unnt að tala um
lútherska kirkju þar. Meðal
þeirra, sem mynduðu samband-
ið, voru söfnuðir manna frá
Þýzkalandi, Eistlandi, Ungverja-
iandi, Lettlandi, Póllandi og
Norðurlöndum, auk enskra lúth-
erskra safnaða. Flestir söfnuðir
útlendinganna voru myndaðir
Lúthersk
kirkja
r
I
Englandi
af mönnum, sem flýðu frá áður-
greindum löndum, meðan síðari
heimsstyrjöldin geisaði, og voru
margir þeirra hermenn, sem
flýðu lönd sín til þess að berj-
ast með Bandamönnum gegn
Þjóðverjum. Nú hafa því lúth-
erskir söfnuðir frá 11 mismun-
andi þjóðum myndað eina heild.
Það talar sínu máli um það, hve
lítill dropi í hafinu hver söfn-
uður hefur verið áður, að í þess-
ari sameiginlegu lúthersku syn-
ódu eru skráðir safnaðarmeð-
limir 15,700.
Sú tala segir þó ekki nema
brot af því, hve umfangsmikið
starf lúthersku kirkjunnar í
Englandi er. Tugþúsundir njóta
þjónustu hennar ár hvert. Eng-
land liggur eins og kunnugt er
á krossgötum viðskiptalífs og
margháttaðra samskipta þjóða
milli. Þar dveljast því stórir
hópar stúdenta, kaupsýslu-
manna, sendiráðsmanna, auk
ferðalanga og sjómanna. Marg-
háttuð þjónusta kirkjunnar að
boðun orðsins og sakramentum
er víðtæk og fer vaxandi.
Eins og gefur að skilja sam-
kvæmt þvi, hvernig flestir söfn-
uðirnir hafa myndazt, eru þeir
hlutfallslega fámennir og ófær-
ir að standa á eigin fótum.
Njóta þeir því margvíslegs
stuðnings og þá fyrst og fremst
frá Lútherskra heimssamband-
inu. Þetta má samt ekki skilja
sem svo, að þeir leggi ekki
drjúgan skerf til starfs, bæði
með mannafla og fé. Starfið er
hins vegar svo viðamikið, að
þeir hafa ekki fjárhagslegt bol-
magn til þess að rísa undir þvi,
svo smáir sem þeir eru. Meðal
annarra starfsþátta, sem lúth-
erska kirkjan vinnur að þar í
landi, er kennsla í guðfræði,
þ. e. a. s. mjög fær maður flyt-
ur guðfræðileg erindi við Ox-
fordháskóiann. Þá hefur kirkj-
an og heimili fyrir stúdenta og
allmikið kristilegt starf meðal
stúdenta. Hvíldarheimili, sum-
urbúðir, ráðstefnustaðir, æsku-
lýðsstai’f og skólahald eru og
greinar starfsins.
Söfnuðii’nir njóta styi’ks til
að launa presta sína, enda eru
söfnuðirnir dreifðir og eins og
áður segir hver söfnuður fá-
mennur.
\i/ liMinslóiY. innlvnd
liirhja.
Mikill hluti presta þeirra, sem
nú þjóna söfnuðunum, eru oi'ðn-
ir fullorðnir menn, og safnaðar-
limir hafa elzt. Líkur eru því
þær, að svipað gerist þama og
í Vestui’heimi, að yngri kyn-
slóðin hverfi frá tungu og sið-
um feðranna og sameinist
enskri þjóð. Er þeim þá eðlileg-
ast að teljast til ensku lúth-
ersku safnaðanna, sem hingað
til hafa verið mjög svo fámenn-
ir. Talið er, að um 70% safnað-
ai’meðlima séu nú komnir á
eftirlaunaaldur.
Hrein-enskir lútherskir söfn-
uöir munu vera fimm að tölu,
og í þeim eru aðeins 350 sálir.
Þótt þessir söfnuðir séu taldir
enskir, á það aðeins við að því
leyti, að hér er um að ræða
Frh. á bls. 18
BJABMI 15