Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1971, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.10.1971, Blaðsíða 14
ÞÖGLU SVIARNIR Grein þessi er tekin úr blaðinu „Missionstidning“, en undir- skriftin sýnir, hvaðan blaðið hefur fengið hana. — Efni hennar vekur hugsanir, sem eru tímábærar og eiga erindi til trúaðra manna ekki síður en annarra. Hann kom inn á ritstjórn „Allers“ og vildi selja teikningu. Hrífandi Ungverji, sem talaði skemmtilega sænsku. Hann hafði flúið ættland sitt, af því hann gat ekki afborið ófrelsið. Og honum sagðist svo frá: „Vér Ungverjar hlógum einu sinni að kommúnistunum, sem reyndu að ná völdunum. Þeir voru svo fáir, skritnir, símal- andi. En vér tókum ekki nógu fljótt eftir því, hve hæfir þeir voru. Þeir hófust handa í skólun- unum. f venjulegum kennara- skólum vorum tók lítil klíka vinstrisinna taumana, skipu- lagði andspyrnu og uppreisn nemendanna gegn kennurum og kennslubókunum og gerðu allt, sem þeir gátu, til þess að eyði- leggja kennsluna. f Félagsfræðistofnun vorri tókst lítilli klíku þeirra að hafa gersamlegt vald á rektornum, háskólinn varð hreiður fyrir kommúnistaáróður, og þeim, sem veigruðu sér við að dansa eftir rauðu pípunni, var þegar sparkað. Hliðstæðum hópi tókst að ná tökum á nær því öllu í Lista- háskólanum. Kennaraliðið var beitt ofbeldi, sem fyllti það skelfingu, óþægilegir og „borg- aralegir“ nemendur voru svæld- ir út úr stofnuninni á nokkrum vikum, og takmarki kommún- istanna var náð til fulls. Því næst var blaðamanna- skólinn tekinn fyrir, því það valt á þvi að vinna ungu kyn- slóðina. Þeim var kennt að hæða allt, sem hét venjur og góðir siðir. Þeir voru aldir upp til þess að verða byltingarsinn- ar, sem áttu að rífa þjóðfélagið niður og eyðileggja það. Og þá var þróuninni náð til samtaka árásar á útvarpið, þar sem svonefnt vinstrisinnað menningarúrval fékk að skipta sér af svo að segja hverjum dag- skrárlið og breiða út neikvæð áhrif sín. Allan tímann sat yfirgnæf- andi meirihluti þjóðarinnar ger- samlega aðgerðalaus og hafði engan grun um hættu. Honum fannst þessi æska reglulega skemmtileg og menningar- snobbarnir alveg óskiljanlegir. Þar til daginn, sem hvellur kvað við í byggingunni og rauðliðar sátu að völdum eftir vel skipu- legt valdarán. Sá, sem reyndi að andmæla, var þegar fluttur í fangelsi." Við, sem hlustuðum á frá- sögn hans, gutum augum hver á annan. Var hann að gera gys að okkur? (Því næst eru í sænska blaðinu taldar upp nokkrar sænskar stofnanir, sem séu undir áhrifum og stjórn menningarlegra og stjórnmála- legra hópa róttækra manna, þar á meðal útvarp og ýmsar fréttastofnanir, blaðamanna- skólinn o. fl. Síðan segir í grein- inni:) Ungverjinn renndi grun í hugsanir okkar, stóð upp og kvaddi — og bætti við: „Þetta átti við um Ungverjaland. Svip- að gerðist í Grikklandi en bara „öfugt“.“ Og við sátum þarna alveg jafn þögulir og allir aðrir góð- látlegir borgarar í þessu landi, sem láta það bara dankast, unz það einhvern daginn gengur of langt. Og sænsku lýðræði verð- ur sópað brott. (Ur „Allers" nr. 8 1970. Allan Beer.) 14 BJARMI

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.