Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.11.1977, Page 1

Bjarmi - 01.11.1977, Page 1
Kirkju- turncrr Háteigs- lcirkju, Laugarnes kirkju og Fríkirkj- unnar í Reykja- vík. MAGNÚS GUÐMUNDSSON, fv. sóknarprestur í Grundarfirði: SUNNUDAGURINN Er sunnudagurinn gjöf eða lagaboð? Eru kristnir menn bundnir af fyrirmæíum Gamia testamentisins um hvíldardag Gyðinga? Má rekja helgihald sunnudagsins til frumkirkjunnar? Hvað kenna postular og siðbótarmenn um þessi mál? Um þetta er fjallað í grein þeirri, sem hér fer á eftir. 1. Hver dagur hátíð Þegar við skyggnumst til baka til frumkirkjunnar, þá var þar framan af hvorki að finna sérstaka helgidaga né stórhátíðir, heldur var hver dagur í rauninni hátíðis- dagur. í Postulasögunni (2,46) er frá því greint, að frumsöfnuðurinn í Jerúsalem hafi daglega haldið há- tíð með guðsþjónustu og brotningu brauðsins. Þótt hluti þessarar guðs- þjónustu færi fram í helgidómin- um, musterinu í Jerúsalem, á hin- um daglegu bænastundum í sam- ræmi við gyðinglega hefð, þá var áreiðanlega hámark hátíðarinnar brotning brauðsins í heimahúsum, þegar kristnir menn söfnuðust saman til kvöldmáltíðarinnar sam- kvæmt boði Drottins. í birtunni af hinum upprisna Kristi var til- veran öll gerbreytt, þeir litu heim- inn öðrum augum en áður, já, allt var öðruvísi, og því var hver dag- ur íagnaðar- og gleðidagur. Við kvöldmáltíðarborðið urðu ljóslif- andi þeir atburðir, sem þeir höfðu lifað, en þeir voru ekki að halda minningu hins liðna. Nálægð Drott- ins var þeim veruleiki á hverjum degi, og þeir horfðu fram, væntu endurkomu hans og voru reiðu- búnir að ganga á hans fund. Þeir vissu, að það er vilji Guðs, að kirkjan sé ávallt á öllum tímum viðbúin komu Drottins. 2. Sérstakir hátíðisdagar Sú skipan mála, að hver dagur væri hátíðisdagur, gat að sjálf- sögðu ekki haldizt til frambúðar. Sá siður hefur e.t.v. aðeins tíðkazt hjá hinum fyrsta kristna söfnuði í Jerúsalem. Kristnum mönnum fannst fljótlega nauðsyn bera til þess að hafa sérstaka daga, sem þeir héldu í sameiningu hátíðlega. Þegar á öndverðum dögum postul- anna var farið að halda fyrsta dag vikunnar hátíðlegan, upprisudag Krists (sbr. Post. 20,7 og I. Kor. 16,2), og nefndu þeir hann Drott- ins dag (Op. Jóh. 1,10). Síðar var hann nefndur sunnudagur. Kristnir Gyðingar héldu jafnframt hátíð- legan sjöunda dag vikunnar, sabb- atsdaginn (laugardaginn), í sam- ræmi við 3. boðorðið. FRAMH. á bls. 12. 1

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.