Bjarmi - 01.11.1977, Qupperneq 2
GYLFI SVAVARSSON, íorstöðumaður:
Kœrleikurinn ergjöfGuðs
Vakið, standið stöðugir í
trúnni, verið karlmann-
legir, verið styrkir. Allt
hjá yður sé í kærleika
gjört. — I. Kor. 16,13—14.
Ef við lítum í kringum okkur í
heiminum í dag, sjáum við ekki
mikinn kærleika. Hvarvetna blasir
við hið gagnstæða; öfund, van-
traust, hatur, vanþakklæti, ósann-
girni, óþarfa viðkvæmni fyrir sjálf-
um sér og fleira.
í fjölmiðlum ber mest á fréttum
af alls kyns óhugnaði, en það, sem
betur er gert, er falið og því lítill
gaumur gefinn.
Fyrir nokkrum árum bar mikið
á hreyfingu, sem hafði að leiðar-
ljósi orðin „love and peace“, ást
og friður. Það ber þó ekki mikið á
þessari hreyfingu í dag. Að vísu
skjóta upp kollinum menn, sem
hrópa friður, friður, en sá friður
er sjaldnast nema yfirvarp, hjúp-
ur, sem breiða skal yfir ófriðinn
og fela hann. Þau verk, sem unnin
eru í nafni mannúðar, eru sjaldan
hátt skrifuð í fréttum fjölmiðla.
Eitt af táknum um endurkomu
Jesú Krists er, að kærleikur mann-
anna muni þverra.
Itínisyíirlit
Sunnudagurinn ................... 1
Kærleikurinn er gjöf Guðs........ 2
Jesús gefur frið................. 2
Bænasamkomurnar ................. 2
Vorblær lék um Kolme ............ 3
Frá starfinu .................... 4
Nokkur orð um Kenýu.............. 6
Gjafir........................... V
Hjónaskilnaður .................. 8
Um víða veröld ......... 3, 5, 11, 14
Talað og ritað.................. 16
*
Út koma 12 tölublöð á ári, 1—2 tbi.
í senn. Ritstjóri Gunnar Sigurjónsson.
Afgr. Amtmannsstig 2B, 121 Reykja-
vík. Pósthólf 651. Símar 17536 og
13437. Árgjald kr. 800.00. Gjalddagi
1. apríl. Prentað i Prentsm. Leiftri hf.
Heimurinn spyr: Hvað kemur
Jesús þessum kærleika við? Ekki
var hann upphafsmaður hans. Kon-
fúsíus og fleiri spekingar hafa sagt
góð og falleg órð um kærleikann,
löngu fyrir daga Krists.
Kristur sagðist vera ljósið, sem
lýsa skuli mönnunum. Guð er kær-
leikur. Jesús sýndi okkur kærleik-
ann í verki. Hann læknaði og bætti
mein, og það sem öllu máli skiptir,
hann gaf okkur upp syndir okkar.
Hann var fús til þess að ganga
fyrir okkur í gegnum píslir og
dauða. Það var hinn fullkomni
kærleikur.
.Kærleikurinn er ekki fólginn í
því, sem við gerum, heldur í þvi,
sem Guð gerði fyrir okkur. Hvað
vill hann þá, að við gerum? Hann
vill, að við reynum að endurgjalda
eitthvað af þeim kærleika, sem
hann hefur gefið. Hann vill, að við
auðsýnum kærleika i öllu, sem við
tökum okkur fyrir hendur. Ekki
með augnaþjónustu eða marklausu
hjali, heldur af hjarta með kær-
leiksþjónustu, með því að verk okk-
ar sýni það, að Guð er í þeim.
Jesús vill, að við elskum hvert
annað. Sú elska er fólgin í því, að
við lifum i honum og biðjum hann
að gefa okkur þetta kærleikshugar-
far, að gefa okkur auðmýkt. Sú
þjónusta kærleikans, sem Jesús vill,
að við vinnum, verður ekki unnin
í eigin krafti fremur enn nokkuð
annað, sem við tökum okkur fyrir
hendur í hans ríki, heldur í honum
og fyrir hann. Önnur þjónusta er
þjónkun við heiminn, hégómi,
augnaþjónusta.
Það þarf trú til að auðsýna kær-
leika. Hann er ekki í því, sem við
gerum, heldur í því, sem Guð gerði
fyrir okkur. Þessi þjónusta er Guðs
gjöf, kemur frá honum, er því ekki
okkar verk, heldur Guðs. Guð er
kærleikur, og sá, sem sýnir kær-
leika eða vinnur í þessum kærleika,
hann er að vinna Guðs verk, og
Guð er með honum. Guð gefur, við
tökum á móti.
En við fáum viðbót við þessa
gjöf. Ef við fáum að taka þátt í
kærleiksverki sem gjöf Guðs, þá
gefur Guð auk þess lofgjörð í
hjarta, og við fyllumst þakklæti
fyrir allt, sem hann gefur og gerir
fyrir okkur.
Við getum þá átt okkar þátt í
því að gera umhverfi okkar já-
kvæðara, glaðværara, bjartara.
Þeir eru margir, sem þarfnast þess,
að brosað sé til þeirra, þeim heils-
að eða rabbað við þá. Hvað um
eirðarlausa unglinginn, sem reikar
um? Heilsar þú honum?
Hvað um konuna í næstu íbúð?
Brosir þú til hennar? Hvað um
manninn,sem alltaf er samferða þér
í strætisvagninum ? Rabbar þú við
hann? Hvað um gamla fólkið, sem
lítið hefur fyrir stafni? Sinnir þú
því?
Þökkum Drottni fyrir öll þau
tækifæri, sem hann gefur okkur til
að auðsýna kærleika, látum hann
nota okkur, tökum á móti gjöfum
hans og syngjum honum lof.
Gylfi Svavarsson.
Jesús gefur frið
Kunnur lœknir í Kaliforníu í
Bandaríkjunum liefur átt viðtöl við
marga sjúklinga. Hann leggur þá
alltaf fyrir þá þessa spurningu:
„Ef þér œttuð Aladdín-lampa og
gœtuð eignazt allt, sem þér girnt-
ust, hvers munduð þér þá óska
yður?“ Lœknirinn segir, oð þau
þrjú ár, sem hann hafi rœtt við
sjúklinga, hafi dllir nema þrír
svarað: „Ég mundi óska þess, að
ég œtti frið í hjarta“.
Jesús á friðinn, og liann gefur
frið. Hann hefur sagt: „Frið lœt
ég eftir hjá yður, minn frið gef
ég yður; ekki gef ég yöur eins og
heimurinn gefur“ (Jóh. )■
Enn fremur: „Þetta hef eg talað
til yðar, til þess að þér hafiö frið
í mér. í heiminum hafið þér þreng-
ing, en verið hughraustir, eg hef
sigrað heiminn“ (Jóh. 16,33).
Bænasamkomurnar
Nœstum allar framkvœmdir á
sviði kristniboösins, sem markað
hafa spor í riki Guðs, hófust í
bamahópnum.
Bœnasamkomurnar mátt þú sízt
af öllu vanrækja, ef þú vilt, aö Guð
noti líf þitt.
Jonathan McRostie.
2