Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.11.1977, Page 13

Bjarmi - 01.11.1977, Page 13
✓*---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------\ _____I____ ]\Ý HVSGÖGW 1 1 í GÖMLUM STÍL 1 BÓLSTRUN INGÓLFS HF. Austurstræti 3, sími 27090 (alls átta manns) sem táknmynd hinnar nýju sköpunar — og einnig tengt umskurn Jesú á áttunda degi. 5. Sabbat og drottinsdagur Gyðingar héldu hátíðlegan sið- asta dag vikunnar, hvíldardaginn, og nefndu hann sabbat, því að í þriðja boðorðinu segir: Minnstu þess að halda hvildardaginn heil- agan. Kristnir Gyðingar héldu þess- um sið, enda var þeim það yfirleitt kappsmál að halda í flestum grein- um fast við lögmál Móse. Það var rótfest í vitund hvers Gyðings, að sabbatinn væri ekki aðeins horn- steinn alls tímatals, heldur tákn sáttmála Guðs við ísrael. Það var því ekki lítil bylting að breyta þessu, og það gerðist heldur ekki í einu vetfangi. Sjálfsagt hafa þessir tveir dagar, sabbatsdagurinn og drottinsdagur, báðir verið haldnir helgir í gyð- ingkristnm söfnuði í austurkirkj- unni fyrst í stað, en sabbatsdagur- inn hlaut að blikna fyrir hinum mikla sigurdegi kristinnar kirkju. Þótt sabbatinn væri þannig við lýði í fornkirkjunni, þá voru þó kristnir menn á þeirri tíð sammála um, að sabbat og drottinsdagur væri sitthvað, sem ekki mætti rugla saman. Þeim kom aldrei til hug- ar að nota nafn sabbatsins (hvíld- ardagsins) um drottinsdag, og þeim var það framandi að líta á sunnu- daginn sem einhvers konar fram- hald eða uppbót fyrir sabbatinn. Þeim kom heldur ekki til hugar að heimfæra hin ströngu ákvæði sabbatsins upp á sunnudag, Drott- ins dag. Samkvæmt skilningi forn- kirkjunnar var sunnudagurinn fyrst og fremst dagur helgrar sam- komu, dagur guðsþjónustunnar. Ástæðan fyrir því, að menn tóku sér leyfi frá störfum á sunnudög- um, var því vegna messunnar, en ekki vegna ákvæða Gamla testa- mentisins um sabbatinn. Ekki einu sinni hin ströngu lög Þeódósíusar hins mikla, keisara í Róm 379—395, um helgihald sunnudagsins eru byggð á hvíldardagsboðorðinu, heldur á þeirri kröfu, að krist- in guðsþjónusta geti farið fram ótrufluð. Mjög snemma á öldum heyrast að vísu áminningar um að láta ekki vinnu koma í veg fyrir þátttöku í guðsþjónustu safnaðarins, en kirkjan forðaðist í lengstu lög að banna vissa hluti á sunnudögum, svo sem að ferðast, undirbúa mál- tíðir eða vinna nauðsynjastörf heima fyrir eða á akrinum, sbr. orð Jesú í Matt. 12,11—12. 6. Sunnudagurinn, lagaboð eða gjöf? En ekki leið á löngu, unz farið var að færa sabbatsreglurnar yfir á sunnudaginn, og þróunin verður sú, að farið er að líta á sunnudag- inn sem „sabbat hins nýja sátt- mála“. Karl mikli Frakkakeisari gaf út árið 787 mjög strangar regl- ur um helgihald sunnudagsins, og hefjast þær á þessum orðum: „Vér skipum fyrir í samræmi við það, sem Drottinn hefur mælt fyrir í lögmáli sínu.“ Rómversk-kaþólska kirkjan heim- færði 3. boðorðið upp á sunnudag- inn, og var öll erfiðisvinna bönn- uð þann dag. Hún kennir, að kirkj- an hafi umboð til að færa helgi- • haldið og hvíldina frá sabbat til sunnudags. Hinn frumkristni skilningur á sunnudeginum vaknar ekki til lífs í kirkjunni að nýju fyrr en með 13

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.