Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.11.1977, Qupperneq 16

Bjarmi - 01.11.1977, Qupperneq 16
Fósiureyðingum fjölgar Hlutfalli fóstureyðinga miðað við tölu barnsfæðinga á landinu hefur hækkað stööugt undanfarin ár. Heildartala barnsfæðinga árið 1974 var 4310 börn, en 4425 árið 1975, og er qukningin tæp 3% . . . Á Fæðingadeildinni í Reykjavík, sem framkvæmir meirihluta allra fóstureyðinga og ófrjósemisaðgerða í landinu, hefur aukningin í þess- um aðgerðum orðið mjög mikil síð- ustu tvö ár. Aukning fóstureyðinga yfir landið allt á tímabilinu 1974 —1975 var 37,5°/o eða úr 224 fóstureyðingum í 308. Aukning fóst- ureyðinga á tveggja ára tímibili á Fæðingadeildinni, þ.e. frá 1974— 1976, er 55% eða úr 177 aðgerð- um í 274 aðgerðir. Aukningin á síðustu þremur mánuðum síðasta árs miðað við fyrstu þrjá mánuði þessa árs er einnig 50%, eða 61 aðgerð í 91 aðgerð . . . í samtali hér á eftir við Sigurð Magnússon, prófessor, yfirlækni Fæðingadeildarinnar . . . ,,Árið 1976 voru ... 5 konur, sem komu hingað til fóstureyðing- ar og voru komnar yfir 13 vikur meðgöngutímans, og 8 komu, sem voru komnar 12 vikur á leið eða meira. Áhættan eykst með hverri meðgönguviku, og eftir 12. og 13. viku eykst áhættan mjög mikið. Það er algjör neyðarútvegur að gera fóstureyðingar. Sennilega er hlutfallið i fóstureyðingum innan við 10% hér á landi miðað við fæð- ingar, en það er sýnt, að það hefur TALAÐ OG ritað aukizt með frjálsari lögurn i þessu efni . . .“ ,,Er aðstaða á Fæðingadeildinni fyrir þessa aukningu í fóstureyðing- um ...?“ ,,Nei, fjarri því. Ég hef áhyggjur af því, að þessar aðgerðir eru farn- ar að taka ískyggilega mikið af okkar kvenlækningaplássi á kven- lækningadeild, og það er farið að koma niöur á öðrum sjúklingum. Aukningin tekur hlutfallslega meira og meira af plássi fyrir almenna kvensjúkdóma. Þetta er því mikið áhyggjuefni . . . Fæðingadeildin er eina stofnunin, sem framkvæmir þessar aðgerðir á öllu Reykjavíkur- svæðinu, og þessar aðgerðir eru baggi á Fæðingadeildinni . . ." Mbl. 22. maí 1977. Vísuðu frum- varpinu frá ítalska öldungadeildin vísaði frá í dag frumvarpi, sem gerir ráð fyrir, að fóstureyðingar verði löglegar. Með stuðningi kristilegra demókrata samþykkti deildin að ræða ekki frumvarpiö, með 156 atkvæðum gegn 154. Frumvarpið hefur þegar hlotið samþykki neðri deildar . . . Flokkar, sem fylgjandi eru fóstur- eyðingum, hafa 161 sæti í öldunga- deildinni á móti 149 sætum kristi- legra demókrata og smáflokks hægra megin við þá, sem er á móti fóstureyðingum. Sjö öldungadeildar- menn hafa því rofið flokksbönd og greitt atkvæði gegn frumvarpinu. AP-frétt 8. júní 1977. Sfundaði fósfureyð- ingar — bersi nú gegn þeim Forstöðumaöur fyrstu fóstureyð- ingarstöðvar í New York, þar sem annir hafa verið meiri en annars staðar (60.000 fóstureyðingar á ári), hefur nú skipt algjörlega um skoöun. Hann telur, að fóstureyð- ing sé það að svipta manneskju lífi. Dr. Bernhard Nathanson hefur slit- ið öllu sambandi við stofnunina og hefur gengið til liðs við hreyfingu, sem vinnur gegn fóstureyðingum. Hann segir: ,,Ég sannfærðist um, að ég hafi, sem forstöðumaður stöðvarinnar, í raun og veru borið ábyrgð á því, að meira en 60.000 mannslífum hefur verið fargað." Hann segir enn fremur: „Þrýst- ingurinn, bæði innan frá og utan frá, var óskaplegur. Margir læknar urðu slæmir á taugum í skurðstof- unni. Ég man sérstaklega eftir ein- um, sem svitnaði ákaflega, titraði og fékk sér nokkur áfengisstaup á milli skurðaögerðanna." Dr. Nathanson heldur áfram: ,,Þegar fóstrið er sex vikna gamalt, má heyra hjartslátt þess. Við get- um skráð heiiastarfsemina eftir átta vikur. Möguleikarnir til þess að skrá lífsmerki aukast með hverjum degi, og eftir því sem tíminn líður, getum við einangrað þessi merki æ fyrr á þróunarferli fóstursins." Og læknirinn segir: ,,Það er al- gjörlega út í bláinn að neita því, að lífið hefjist með getnaðinum." Santalen 11. tbl. 1977. 16 BJARMI

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.