Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.04.1978, Page 6

Bjarmi - 01.04.1978, Page 6
Börn og foreldrar Barizi fyrir réiii hins ófædda Víöa um heim er háó barátta fyr- ir rétti barna í móðurkviði. Litlu munaði, að fóstureyðingar yrðu gefnar frjáisar á Ítalíu á árinu, sem leið, eins og kunnugt er. Civiltá Cattolica er virt, kaþólskt tímarit, sem gefið er út á Ítalíu. Veigamestu greinar, sem blaðið birtir, hljóta viðurkenningu í Vatí- kaninu. Rit þetta flutti mjög harð- orða grein gegn fóstureyðingum, meðan frumvarpið var til umræðu. Þar er því haldið fram, að ásókn manna í að fá fóstureyöingar gefn- ar frjálsar stafi af eigingirni og lóg- leysi. Ritið líkir fóstureyðingum við fjöldamorð nazista á stríðsárunum. „Áður mótmæltum við viður- styggilegum glæpum nazista," segir blaðið. „Við vísuðum til þess, að hver maður hefði rétt að lifa og njóta verndar, hvort sem hann væri Gyðingur, sígauni, geðveikur eða bæklaður. Við mótmæltum notkun napalms í Víetnam, ógnar- verkum Frakka í Alsír . . . og við gerðum það með réttu. En þeir, sem greiða fóstureyðingalögunum atkvæði sitt (þeim er voru felld á ítalska þinginu), geta ekki mót- mælt þessum glæpum héðan í frá, nema þeir séu hræsnarar . . . Þeir hafa engan rétt til þess að for- dæma Hitler og aðra fjöldamorð- ingja, því að þeir hafa skipað sér í flokk með þeim“. Tímaritið segir einnig, að ekki skipti meginmáli, hvort mannslífi sé grandað í skelfilegum útrýmingar- búðum, í gasklefum eða í þægilegu nægtasjúkrahúsi. Það breyti ekki kjarna málsins, hvort skipunin komi frá geðbiluðum, dýrslegum einvaldi eða hún sé samkvæmt lagagrein, sem hlotið hafi samþykki á þingi. í báðum tilvikum sé um voðaverk að ræða. ,,Nú er orðið bjarl" Norski biskupinn Berggrav segir í bók sinni frá litlum dreng, sem lá um nótt í rúmi sínu og svaf vært. Móðir hans var ekki heima, svo að faðirinn leitt eftir honum. Þegar liðið var á nóttina, vakn- aði faðir hans við það, að dreng- urinn bylti sér í rúminu og var far- inn að kjökra. Loks sagði hann: „Pabbi, það er svo dimmt“. Faðirinn var ekki í skapi til að fara fram úr og kveikja Ijós, svo að hann rétti hönd sína yfir i rúm- ið til drengsins og tók utan um hönd hans. Þá tók drengurinn aftur til máls og sagði: „Þakka þér fyrir, pabbi, nú er orðið bjart“. Hönd föður hans róaði hann, og þá óttaðist hann ekki myrkrið framar. „Þótt eg fari um dimman dal, óttast eg ekkert illt, því að þú ert hjá mér“ (Sálm. 23,4). Vald og skylda foreldra í ræðu, sem danski biskupinn Henrik Christiansen hélt nýlega, kom fram, að ýmsar blikur eru á lofti í uppeldismálum meðal Dana og að kristnir leiðtogar brýna fyrir foreldrunum, hverjar skyldur hvíla á þeim gagnvart börnum sinum. Christiansen biskup sagði m.a.: í öllu starfi kirkjunnar, í boðun hennar og meðferð sakramentanna og fræðslu, er um þetta eina að ræða: Að gefa bæði börnum og fullorðnum djörfung og trú til að hvílast í takmarkalausri náð Guðs, eins og barnið hvílist í faðmi móð- urinnar — og að kalla öll börn Guðs til að feta hiklaust í fótspor Drottins Jesú. Heimilið sem frumeind í söfnuð- inum, það er heimili guðsbarnsins. Guð hefur falið þessu heimili hið æðsta verkefni, að vernda barnið, leiðbeina því og ala það upp til mannlífs, sem mótaðist af náð Guðs og verður honum til dýrðar. Framh. á næstu síðu. Hamingjan er hjá Jesú Ég leitaði þyrstur að lind þeirri hér, er lægt gæti eilífðarþorstann í mér, en svikull var brunnur, er bergði ég af, við brennandi þrosta ei svölun hann gaf. (B.E.). Það er sameiginlegt öllum mönn- um að vilja vera hamingjusamir. Þegar við lítum í kringum okkur, finnst okkur við sjá mismunandi hamingjusamt fólk, og dæmum þá oft eftir efnislegum gæðum eða öðru sýnilegu og áþreifanlegu. En í raun og veru getum við ekki dæmt um hugarástand ann- arra en okkar sjálfra. Við erum orðin svo þjálfuð í að skýla okkur sjálfum bak við grímu yfirborðsins, að aðeins þeir, sem þekkja okkur bezt, vita hvað undir býr. Ég, eins og aðrir, leitaði ham- ingjunnar, kannski meira ómeð- vitað en meðvitað, — og kannski vissi ég ekki einu sinni, að hverju ég var að leita. Ég vissi bara, að það var eitthvað, sem var ekki eins og það átti að vera; annars hefði ég tæplega leitað. Hamingjunni er oft slegið fram sem blossandi sælutilfinningu, og kannski leitaði ég fyrst að henni sem slíkri. Eh þetta var ekki varan- legt. Hamingjan hlaut að vera varanleg. Ég komst í tæri við kristindóm- inn og ákvað að kynna mér hann nánar. Smám saman gerði ég mér grein fyrir því, að þama var það, sem ég var að leita að. Mér var sagt það hvað eftir ann- að á kristilegum fundum og sam- komum, að upprunalega hefði mér verið ætlað það hlutverk að lifa í samfélagi við Guð. Mér var líka sagt, að ég væri syndari og að laun syndarinnar væri eilíf útskúf- un frá Guði. Allt þetta sama las ég í Biblíunni. Þar sagði, að allir menn væru syndarar og í sjálfum sér væru þeir dauðans matur. 6

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.