Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1978, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.04.1978, Blaðsíða 10
Biður þ ess, að Amin sjái að sér „Ég er sannfærður um, að Guð hefur fyrirætlanir með Úganda og Amin. Amin og menn hans hafa tekið mörg þúsund manns af lífi. Að sjálfsögðu vonum við, að hann fari frá sem fyrst, en ég vildi óska, að hann fengi tækifæri til að iðrast gjörða sinna, standa upp sem krist- inn maður og biðjast fyrirgefn- ingar.“ Blökkumaðurinn John Wilson frá Úganda lét þessi orð falla í viðtali við sænska blaðið Bud- báraren fyrir skömmu. Var Wil- son þá á ferð í Svíþjóð, m. a. til þess að kanna, hvort unnt væri að koma æskufólki frá Úganda fyrir í æðri skólum þar í landi. Viðbúnir frelsinu John Wilson er kunnur kirkju- leiðtogi í Afríku. Hann hefur sótt nokkur Evrópulönd heim vegna skólagöngu ungmenna frá landi sínu. Hugmyndin er, að kristin æska frá Úganda, flóttamenn, öðl- ist menntun og sé þannig búin und- ir að snúa heim og taka til hend- inni að uppbyggingarstarfi meðal þjóðar sinnar, jafnskjótt og þjóðin öðlast frelsi undan ógnarstjórn- inni. Þegar Wilson ræddi við blaðið, höfðu rúmlega 600 æskumenn fengið skólavist í Evrópu og sum- ( B ANDARlKIN: ( Hnef aleikari viftnar \ George Foreman er fyrrum \ heimsmeistari í þungavigt í hneía- ( leikum. Hann er orðinn kristinn. ( Hefur hann boriS vitni um trú sína, ? meSal annars í sjónvarpi i Banda- > ríkjunum. Foreman var heims- \ meistari í eitt ár og tíu mánuSi, \ þangaS til MúhameS Alí svipti ( hann titlinum eftir 15 lotur í ( keppni áriS 1974. ( HONG KONG: > Barizft við eifturlyf > Frœgt er orSiS, hversu eiturlyfja- \ salar mata krókinn í Hong Kong og \ víSa annars staSar í Austurlönd- ( um. Norski lœknirinn og kristni- ( boSinn Olav Espegren segir, aS ir höfðu þegar útskrifazt með rétt- indum. Einkum beinist áhuginn að verkfræði, læknisfræði, kennara- menntun, búfræði o. s. frv. „Helzt hefðum við viljað koma 30—40 nemendum fyrir í hverju landi“, sagði Wilson. „Þeir þurfa að vera reiðubúnir, siðferðilega, andlega og með tilliti til mennt- unar, þegar þeim gefst tækifæri til að hverfa aftur til Úganda. Ég held, að biðin verði ekki löng. Starfshættir Amins fela í sér sjálfseyðileggingu. Ég vona, að Amin láti af völdum sem fyrst, en að hann fái tækifæri til að sjá sig um hönd. Hann hefur spillt frið- sælu landi með blóði og þjáningu." Píslarvottar John Wilson telur, að Amin og liðsmenn hans hafi drepið 200 til 300 þúsund manns. Sumir hafa verið skotnir til bana á vinnustað sínum eða á torgum úti. Það eru einkum tveir þjóðflokk- ar, sem eru ofsóttir. Erkibiskup- inn Janani Luwum, sem var myrt- ur, var af öðrum þessum kynflokki. Reyndar Vcir meginorsök þess, að hann var veginn, sú, að hann gekkst fyrir því, að anglikanska kirkjan minntist hátíðlega aldar- afmælis síns í Úganda. Amin er samur við sig, þegar eiturlyf jasjúklingar séu yfir 100 þúsund í Hong Kong. Espegren reynir eftir mœtti aö hjálpa þessum vesalingum. Hann segir, að slíkt starf sé mjög erfitt og árangurinn sorglega lítill. Um og yfir helmingur þeirra, sem fá meöferð, falla fyrir freistingum, áöur en fjórar vikur eru liönar frá því þeir hœtta. „Þaö, sem vantar, er langvar- andi meöferö og hugarfarsbreyting. Þeirri hugarfarsbreytingu getur einungis fagnaöarerindið komið til vegar," segir Olav Espegren. Hann hyggst reisa hœli með 50 rúmum og aðstöðu til starfsþjálfunar o.s.frv. „Biöjið fyrir þessu starfi," skrifar lœknirinn, „og einkum, aö viö fáum starfsmenn, sem hafa köllun frá Guöi til aö hefjast hann ofsækir kristna menn. Hann hefur þá aðferð að leyfa, að guðs- þjónustur fari fram með venjuleg- um hætti. En sé fyrirhugað að halda meiri háttar kristilegt mót eða annað í þá átt, hefst Amin handa gegn þeim, sem eru ábyrgir, og ryður þeim úr vegi. Amin stefnir að því, að Úganda- menn halli sér allir að múhameðs- trú. Þrír fjórðu hlutar íbúanna voru kristnir, áður en hann koipst til valda. En þeir lifðu í góðum friði með múhameðstrúarmönn- um. Margir þeirra, sem sætt hafa of- sóknum, hafa flúið land og eink- um farið til Kenýu. í nóvember í haust voru skráðir 4000 flóttamenn í Naíróbí, höfuðborg Kenýu, en Wilson telur, að þeir séu miklu fleiri, jafnvel 20 þúsund. í hópi flóttamannanna eru margir kenn- arar og prófessorar úr hinum æðri menntastofnunum. Wilson var síðast í Úganda í maí 1976. „Ef ég sneri aftur, fengi ég að lifa í einn sólarhring,“ segir þessi kristni Úgandamaður, sem hefur orðið að yfirgefa fósturjörð sína vegna trúar sinnar. — Notar þú bænalista? Ritaðu þá nafn Úganda á hann og bið fyrir þjóðinni — og fyrir Amin. handa og brennur í mun, að sjúkl- ingarnir frelsist." SOVÉTRlKlN: „Bæn er geðftruflun" Valentin Moroz heitir þjóðrœk- inn, kristinn maöur í rátttrúnaöar- kirkjunni í Sovétríkjunum. Hann hefur verið fluttur úr Vladimir- fangelsinu til geðsjúkrahúss í Moskvu. Moroz er um fertugt. Árið 1970 var hann dœmdur til nauð- ungarvinnu og brottrekstrar. Sam- kvœmt upplýsingum frá Amnesty International hefur geðlœknir sagt konu Moroz, aö eiginmaður henn- ar sé bilaöur á geðsmunum. Eitt einkenni þess sé, að hann „talar við Guö". Kona Moroz hefúr dreg- ið þá ályktun af þessum ummœl- um, að maður hennar biöjist enn fyrir. 10

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.