Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1978, Síða 14

Bjarmi - 01.04.1978, Síða 14
SÉRA LÁRUS HALLDÓRSSON: Einnig þú verður gamall Ööru hvoru viröist þaö tízka fjölmiöla aö taka „málefni aldraöra“ til umræðu. Stundum af því aö kosningar eru fram undan og „gamalt fólk“ eru kjósendur líka, en eins oft þó vegna hins, aö einhver beitir gagnrýni sinni að þjóö- félagskerfinu, þessum lífkaðli, sem öllum á aö vera til trausts og halds og allir gera kröfur til. Þá kippast ýmsir viö og einhvers staöar er byrjað að reisa „ellideild", íbúðir fyrir aldraöa, hafin dagvistun og tómstundastarf, farnar skemmtiferðir, jafnvel til Spánar, og sitthvað fleira gott gert til þess að aldraða fólkið verði ekki afskipt. En um- fram allt er þó auglýst rækilega allt, sem gert hefur verið, og ekki síður hitt, sem á aö fara að koma í verk fyrir blessað fólkið, sem á þetta auðvitað margfaldlega inni hjá yngri kynslóðinni. Þeim gagnrýnu virðast efndir og árangur bara í litlu samræmi við öll orðin. En spyrja má, hvort réttlátt sé að skipa einum aldurs- flokki eða öðrum á sérstakan bás. Á að taka unglinga út úr? Kynslóðabil er ein ömurlegasta uppfynding ráölausrar „samhyggju", fálmkenndra tilrauna til að bæta fyrir það, að grunni trúar- og siðgæðisuppeldis er kippt burt. En þeg- ar stoðirnar eru rifnar niður . . . Og hver er gamall? Hvar skal setja mörkin? Á dögum Bismarks heitins hins prússneska, sem fyrst setti lög um ellilífeyri, var sextugur maður gamall maður oftast nær, en unglegt áttrætt fas sjaldgæfari sjón en nú. Ellilaunaaldur- inn var þá settur f flestum löndum milli sextugs og sjö- tugs, — hér á landi 67 ára nú. En ýmislegt hefur tekið breytingum á skemmri tíma en þremur aldarfjórðungum. M.a. eldist margur seinna nú, fólk lifir fleiri ár og ber þau betur, og er það af mörgum augljósum ástæðum, svo sem betri aðbúnaði og atlæti í uppvexti. Af sömu ástæðum end- ist starfsgetan lengur, þegar líður á ævina. Allir kannast við, að fólk er „misgamalt" eftir aldri. Sumir slitna fyrr en aðrir við lík störf og aðbúnað. Engin algild regla mun þar til um orsakir. Hitt er jafnvíst, að með flestum þjóðum eru sett mörk um starfsaldur. Þar verða allir að hætta, þegar vissum aldri er náð. í sumum löndum og störfum eru þessi mörk m.a.s. svo lág, að mikil starfsorka er eftir, en engra kosta völ, nema þess að ger- ast gamalmenni um aldur fram (70 ára hér). í nokkrum löndum hefur hin sfðari árin komið upp ný mannréttindahreyfing, sem krefst þess, að roskið fólk fái að stunda atvinnu sína meðan heilsa og líf endist þeim. — Máske minnka vinnutímann eða fara sér hægar. — Full- yrt er, að allt annað sé brot á mannréttindum að nútíma skilningi og í mörgum löndum stjórnarskrárbrot. Þessarri hreyfingu vex fylgi víða, m.a. í Frakklandi, Vestur-Þýzka- landi og víðar. En varðandi atvinnu og lífsframfæri aldraðra má einnig á það benda, að í velferðarþjóðfélögum svokölluðum reyn- ist sífellt örðugra hverri fimmtugri manneskju eða svo að skipta um starf eða fá starf vegna samkeppni hinna yngri og þeirrar stefnu atvinnulífsins að meta lítils reynslu og trúmennsku í starfi móts við skólapróf (oft án reynslu) og lágan aldur. „Eldri en 35 ára koma ekki til greina" — stendur oft í vinnuauglýsingum. Tilgangurinn ef til vill sá, að móta starfsmanninn og nýta starfskrafta hans lengur. En þarna er augljós hugsanavilla í kerfinu, því að einnig þessir starfskraftar eldast — og hvað þá? Hér er þó miklu stærra mál á ferð, sem sé það guðlausa sjónarmið að meta mannlega veru fyrst og fremst til fjár, eftir framleiðni, líkt og væri hún búfénaður eða vinnuvél. Hér er verið að niðurlægja manngildið. Önnur hlið þessa máls er sú, að þjóðfélagið virðist alls ekki gera sér þess fulla grein, hversu ört vaxandi hlutfalls- tala þeirra er, sem ná eftirlaunaaldri, eru t.d. 60 ára og eldri. (Fólki yfir áttrætt fjölgar einnig mjög ört, mun hrað- ar t.d. en 30—40 ára). Nokkrar ríkisstjórnir eru einmitt nú að bregða á það ráð að hækka ellilaunaaldurinn, ein- göngu þó í sparnaðarskyni. Hérlendis hefur fólk 60 ára og eldra orðið nær 20% þjóðarinnar á fáum árum — það hlut- fall heldur áfram að hækka. Langlífi eykst, meðalaldur hækkar og fæðingum fækkar hlutfallslega. Þrátt fyrir þetta og önnur merki, sem ekki skulu rakin hér, virðast fáir leiða hugann að þvi, hvað um hina öldruðu eigi að verða og hvernig að þeim sé búið, ekki fyrr en það vandamál er komið inn um þeirra eigin dyr. Hvaða fertug- ur eða fimmtugur maður leiðir hugann að því, að hann er sjálfur kominn á að gizka 2/3 leiðarinnar að því marki að verða í hópi „gamla fólksins", sem ekki má starfa, en aðrir eiga að sjá farborða? Já, þú og ég gætum átt það til að verða níræðir. „Hið opinbera" er alltof vélrænt og hjarta- laust til þess að gæta okkar svo að vel sé, er við eldumst. Okkar eigið þjóðfélag hefur tekið miklum breytingum. Og ekki verða þær að öllu taldar til góðs, þegar um þær verður dæmt. Ein félagsbreytingin er sú, að nú virðist gömlu fólki víða ofaukið. Því er ekki ætlaður staður í at- vinnulífi né heimilislífi svona almennt séð. í stórfjölskyId- um gamla íslenzka sveitasamfélagsins var afi og amma ómissandi þáttur fjölskyldulífsins víðast hvar. Hafi þau unnið umfram getu, þá gerðu aðrir slikt hið sama. En eldri kynslóöin hafði sinn fasta sess og hlutverk, fékk að starfa meðan orkan entist, hlaut umönnun eins og efni leyfðu, en kærkomna, mannlega hlýju umfram allt, þegar krafta þraut. Þetta var liður í lífsfyllingu og lífshamingju heimil- anna. En þetta er liðin tíð. Atvinnuhættir þjóðfélagsins og hugsunarháttur nútímafólks hefur gerbreytt heimilunum. Flestir vinna utan heimilisins, nema þeir, sem bannað er að vinna. Fjölskyldur eru smáar miðað við það, sem áður var, húsnæðið að vísu rúmbetra, en ætlað til allt annarra þarfa en hýsa gamla fjölskyldumeðlimi. Og hver ætti líka að sinna þeim? Gamalt fólk nútímans er fyrst og fremst einmana og finnst enginn hafa tíma til að sinna því. Verði það sjúkt eða vanmegnugt, þá táknar öll aðstoð skyld- menna margfalt álag á ýmsa lund hjá kynslóð, sem er í kapphlaupi við tímann og tæknina til að hafa í sig og á. Þær hörmungar, sem aldrað fólk og aðstandendur þess hafa lent í af þessum sökum, eru fleiri og ótrúlegri en flesta grunar. Með ýmsu móti er þó reynt að gera úrbót. Á öld félags- hyggjunnar hefur opinber samhjálp á þessu sviði dregizt langt aftur úr. Einstakir aðilar og samtök hafa verið mun betur vakandi. Þó kemur flest það, sem gert er, of seint og nær til of fárra og gengur of skammt. 14

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.