Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.11.1978, Side 3

Bjarmi - 01.11.1978, Side 3
KFUM og KFUK stofna landssamband Stofnað hefur verið landssam- band KFUM og KFUK hér á landi, og hefur hið nýja samband sent frá sér eftirfarandi frétt: KFUM og KFUK félögin á Is- landi hafa nýlega stofnað með sér landssamband. Áður hafði verið til Landssam- band KFUM, en það verður nú lagt niður, þar sem félög þau, sem í því voru, hafa gengið í sameig- inlega sambandið. Stofnfundur var haldinn í Hafn- arfirði laugardaginn 9. september og sóttu hann fulltrúar allra KF UM og KFUK félaga á landinu, en þau starfa í Reykjavík, Hafn- arfirði, Vestmannaeyjum, Akur- eyri og Akranesi, auk þess sem yngri deildir eru starfræktar í Kópavogi, Garðabæ, Seltjamar- nesi og Keflavík. í byrjun næsta árs eru áttatíu ár liðin síðan séra Friðrik Frið- riksson stofnaði fyrstu KFUM og KFUK félögin í Reykjavík, og mun þess þá verða minnzt hátíðlega. Landssambandið byggir á hin- um upprunalega grundvelli þessara félaga, en það er svo kallaður Parísargrundvöllur fyrir KFUM og Lundúnasamþykkt fyrir KFU K. Auk þess er tekið fram í lögum sambandsins, að það starfi á grundvelli hinnar íslenzku evan- gelisk-lúthersku kirkju. Félög, sem síðar kunna að verða stofnuð á þessum grundvelli, geta að sjálfsögðu gerzt aðilar að sam- bandinu. Hlutverki sambandsins er þann- ig lýst í lögum þess, að því er ætl- að að efla og auka kristilegt starf meðal ungs fólks í landinu og auka samstarf aðildarfélaganna, svo sem með gagnkvæmum heim- sóknum, miðlun fundarefnis, sam- ræmdri útgáfu- og fræðslustarf- semi og almennri upplýsingamiðl- un. Fyrsta stjóm landssambandsins er þannig skipuð: Formaður er Ástráður Sigursteindórsson, skóla- stjóri, Reykjavík; varaformaður er Kristín Markúsdóttir, skrif- stofustúlka, Reykjavík; ritari er Jóhannes Ingibjartsson, bygging- arfræðingur, Akranesi; gjaldkeri er Einar Th. Magnússon, skrif- stofumaður, Reykjavík, og með- stjórnendur eru Gísli Friðgeirsson, eðlisfræðingur, Vestmannaeyjum; Margrét Hróbjartsdóttir, hjúkrun- arfræðingur, Reykjavík, og Guð- rún Dóra Guðmannsdóttir, hjúkr- unarfræðingur, Garðabæ. þeirra allra fyrstu, sem veittu fagnaðarerindinu viðtöku. Þeim gátum við einnig heilsað sem bræðrum í trúnni, þegar við kom- um til Konsó í ágúst 1957. Þessir menn voru orðnir mjög gamlir, þegar Jesús kom til Konsó. Þeir höfðu lifað langa ævi í viðjum Satans og þjónað honum. Aldrei fyrr höfðu þeir heyrt get- ið um Jesúm, hann, sem hafði unn- ið sigur á Satan. Þessir gömlu menn komu á allar guðsþjónustur, — einnig komu þeir á kristinfræði- námskeiðin, sem nær samfellt voru einhver í gangi. Þeir komu oft endranær í heimsókn til okkar og þáðu þá kaffisopa. Mér varð starsýnt á þessi gömlu, hrukkóttu andlit. Um Korbeido var það sagt, að hann hefði verið vondur maður. Annað vissi ég ekki um fortíð hans. Hann var mikilúð- legur á svipinn og mjög dökkur á hörund. Ég gat alveg gert mér í hugarlund, að augun, sem voru stór og dökk, hefðu einhvem tíma getað skotið gneistum. Nú ljóm- uðu þau af innri friði og gleði. Af svörtu andliti hans stafaði birtu. Hún var eins og endurskin af því ljósi, sem hann hafði veitt viðtöku, Jesú sjálfum. Vitnisburður hans var sannur og einlægur, þegar hann vitnaði um mátt Jesú í lífi sínu. Korbeido verður okkur, sem kynntumst honum, sérstaklega minnisstæður, einmitt vegna þess, að hann var svo glaður í Drottni Jesú. Hann hafði svo mikið fyrir að þakka. Honum hafði verið mikið fyrirgefið, þess vegna elskaði hann mikið. Nú er Korbeido kominn heim til Drottins, Konsjúlla líka, hinn gamli maðurinn, sem var tekinn inn í söfnuð Krists þennan sama dag. Sá þriðji í sjö manna hópnum, Kiffele, er líka heima hjá Drottni Jesú, hann dó ungur. Tveir í þessum hópi eru fyrstu prestarnir í Konsó, þeir Barrisja og Bóraie. Þeir hafa reynzt trúir, þeir þjóna Drottni Jesú. Biðjum mikið fyrir þeim. Á þeim hvilir vandasamt starf og ábyrgðarmikið. En Guð áleit þá trúa, er hann fól þeim á hendur þjónustu sáttar- gjörðarinnar. Og trúr er sá, sem hefur kallað þá, — hann mun koma því til leiðar í lífi þeirra og þjón- ustu, sem þóknanlegt er í hans augum. Já, Guð er trúr, á því byggir kirkja Krists um viða veröld. En hann, hinn trúi og sanni, segir líka við mig og þig: „Vertu trúr allt til dauða, og ég mun gefa þér lífsins kórónu“ (Op. 2,10b). Þetta gildir um okkur, og þetta gildir um söfnuð kristinna manna í Konsó og Eþíópíu allri í dag — á dögum þrenginga og ofsókna. Gleymum ekki aö biöja fyrir trú- systkinum okkar í Eþíópíu. Margrét Hróbjartsdóttir. KFUM í Danmörku 100 ára Á þessu hausti, nánar tiltekið 16. september, voru liðin 100 ár frá stofnun KFUM í Kaupmanna- höfn. Var afmælisins minnzt með myndarlegri dagskrá dagana 15., 16. og 17. september, og fóru há- tíðahöldin að mestu fram í hús- næði danska heimatrúboðsins, Be- thesda, en þar hóf KFUM starf sitt, og þar kom séra Friðrik Frið- riksson fyrst á UD-fund í KFUM, sem var kveikjan að áhuga hans á starfi KFUM. Sigurður Pálsson, formaður KF UM í Reykjavík, og kona hans, Jóhanna G. Möller, tóku þátt í þessum fagnaði fyrir hönd KFUM í Reykjavík. Var KFUM í Dan- mörku færður að gjöf veggskjöld- ur með mynd af séra Friðrik Frið- rikssyni og áletrun með kveðjum og þakklæti. Myndina gerði Sigur- jón Ólafsson, myndhöggvari. Fram kom á hátíðahöldunum, að nafn séra Friðriks er órjúfanlega tengt sögu KFUM í Danmörku, bæði fyrir þátttöku hans í UD- starfinu með Olfert Richard og ekki síður vegna frumkvæðis hans að stofnun YD í Kaupmannahöfn árið 1901. Danskir tóku hinum íslenzku fulltrúum forkunnar vel og báðu fyrir kveðjur og þakkir til KFUM- félaga á íslandi. 3

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.