Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1982, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.09.1982, Blaðsíða 2
Kemur út sex sinnum á ári. Rítstjóri Gunnar J. Gunnarsson. Afgreiðsla Amtmannsstig 2B. Pósthólf 651, 121 Reykjavík. Símar 17536 og 13437. Árgjald kr. 100,00 innanlands og kr. 120,00 til útlanda. Gjalddagi 1. mars. Prentað í prentsmiðjunni Leiftri hf. EFNI: Kristin fræði í grunnskólum . . 2 Lítið á akrana...................3 Hér kraup hann pabbi ... 5 Drottinn hefur gefið góðan ávöxt — Rætt við Skúla Svavarsson 6 llm víða veröld..................9 Sú blessuð bók — Hebreabréfið.....................10 Ég er fastur....................12 Kristniboðar koma og fara . .15 Á hendur fel þú honum . . .16 Aldraðir vitna...................17 Kenýa: Átta nýir prestar . . .19 Náðin í hjarta Guðs .... 20 Kristsvakning ‘82...............20 Frá starfinu....................21 Heilbrigð trú...................22 Forsiðumynd: Úr Credo. Staldrað við KRISTIN FRÆDI í GRUNNSKÓLUM Skólar landsins eru tiltölulega nýbyrjaðir. Á hverjum vetri sœkja stórir hópar barna tíma í hinum ýmsu náms• greinum grunnskólans. Ein þessara námsgreina er kristin frœSi. ÞaS hefur veriS ánœgjulegt aS fylgjast meS þeim já- kvœSu breytingum sem ált hafa sér staS varSandi þessa námsgrein grunnskólans undanfarin ár. Má þar nefna nýja og víStœka námskrá sem tók gildi áriS 1976, fjölgun tíma í greininni og ráSningu sérstaks námstjóra. t kjölfar nýju námskrárinnar var hafist handa viS útgáfu nýs námsefnis í krislnum frœSum og er nú þegar búiS aS gefa út nýjar námsbœkur í greininni, m. a. mjög skemmtilegar og vel unnar bækur fyrir yngstu árgangana, ásamt ítarlegum kennsluleiSbeiningum fyrir kennara. Á nœstu árum koma út samsvarandi ba>kur fyrir eldri bekkina. Þessi þróun mála lilýtur aS vera mikiS gleðiefni fyrir þá sem óska eftir aS skólar landsins veiti nemendum sínum góða og málefnalega frœSslu um kristinn dóm. Er ástæSa til að þakka námstjóranum í greininni og öllum öðrum sem stuðlað hafa að þessari jákvœðu þróun. En um leið er einnig full ástæða til að hvetja foreldra og aðra, sem bera hag kristinna fræða í grunnskólum landsins fyrir brjósti, til að vera vakandi og fylgjast með því hvers konar fræðslu börn- unum er boðið upp á í bekkjardeildum skólanna. ÞaS er ekki nóg að vandað námsefni og góðar kennsluleiðbeiningar séu fyrir hendi ef kennarar eru ekki tilbúnir að vinna með þessi gögn á hlutlægan og málefnalegan hátt. Sem hetur fer er fjöldi kennara tilbúinn að takast á við kennslu í kristnum fra>ðum á sömu forsendum og í öðrum greinum og vilja vera heiðarlegir gagnvart greininni. En þeir eru einnig til sem vilja hlut kristinna fræða sem minnstan og vilja grein- ina jafnvel feiga í skólum landsins. Kennsla í kristnum fræðum á fullan rétt á sér. Á íslandi er þjóðkirkja og yfir 90% foreldra láta skíra börn sín til kristinnar trúar. t 2. gr. laga um grunnskóla er m. a. tekið

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.